Dienstag, Mai 31, 2005
Fortune dagsins
Science is built up of facts, as a house is with stones.
But a collection of facts is no more a science than a heap of stones is a house.
--Jules Henri Poincare
Helstu tíðindi
Af ýmsum ástæðum hefur mér ekkert tekist að fljúga frá síðustu bloggfærslu sem eru viss vonbrigði. Tók þó smá ground-handling syrpu sem á eftir að nýtast vel í næsta reverse-launchi og tel ég mig vera svo gott sem útskrifaðan nái ég einu til tveimur góðum flugum á eftir. Til gamans má geta þess að Elsa frænka hefur í millitíðinni flogið bæði fram af Kömbunum sem og Akrafjalli og voru það víst ansi tilkomumikil flug.
Reunionið tókst eins og í sögu: stemning góð, veður frábært, matur góður, mikið sungið og mikið dansað. Ég var kominn heim ca 02:00 alveg örmagna af þreytu en ánægður með afraksturinn. Mig grunar að 15 ára verði ekki alveg eins stórt svo það er bara að "bíða" í 10 ár eftir næsta :+)
Búinn að borga í Suzukiskólann og kaupa disk með lögunum sem Skjöldur Orri mun spila í vetur. Mér finnst alveg stórsniðugt að láta börnin heyra lögin oft fyrst því þá þekkja þau efnið og "heyra" tónverkin í hausnum á meðan þau spila. Eins og einhverjir vita er Suzukinámið mjög frábrugðið hefðbundnu tónlistarnámi því foreldrar taka mjög virkan þátt í þessu og ekki er farið að lesa nótur næstum strax heldur fókusinn settur á að nemandinn fái tilfinningu fyrir hljóðfærinu fyrst og fari svo að lesa. Í raun bara svipað því hvernig er með tungumál, fyrst hlustum við á aðra, lærum svo með því að herma eftir og mun seinna förum við út í það að lesa (og skrifa).
Bónusinn er síðan auðvitað sá að ég fæ að læra á píanóið með Skildi svo líta má á þetta sem einhvers konar 2 fyrir 1.
Science is built up of facts, as a house is with stones.
But a collection of facts is no more a science than a heap of stones is a house.
--Jules Henri Poincare
Helstu tíðindi
Af ýmsum ástæðum hefur mér ekkert tekist að fljúga frá síðustu bloggfærslu sem eru viss vonbrigði. Tók þó smá ground-handling syrpu sem á eftir að nýtast vel í næsta reverse-launchi og tel ég mig vera svo gott sem útskrifaðan nái ég einu til tveimur góðum flugum á eftir. Til gamans má geta þess að Elsa frænka hefur í millitíðinni flogið bæði fram af Kömbunum sem og Akrafjalli og voru það víst ansi tilkomumikil flug.
Reunionið tókst eins og í sögu: stemning góð, veður frábært, matur góður, mikið sungið og mikið dansað. Ég var kominn heim ca 02:00 alveg örmagna af þreytu en ánægður með afraksturinn. Mig grunar að 15 ára verði ekki alveg eins stórt svo það er bara að "bíða" í 10 ár eftir næsta :+)
Búinn að borga í Suzukiskólann og kaupa disk með lögunum sem Skjöldur Orri mun spila í vetur. Mér finnst alveg stórsniðugt að láta börnin heyra lögin oft fyrst því þá þekkja þau efnið og "heyra" tónverkin í hausnum á meðan þau spila. Eins og einhverjir vita er Suzukinámið mjög frábrugðið hefðbundnu tónlistarnámi því foreldrar taka mjög virkan þátt í þessu og ekki er farið að lesa nótur næstum strax heldur fókusinn settur á að nemandinn fái tilfinningu fyrir hljóðfærinu fyrst og fari svo að lesa. Í raun bara svipað því hvernig er með tungumál, fyrst hlustum við á aðra, lærum svo með því að herma eftir og mun seinna förum við út í það að lesa (og skrifa).
Bónusinn er síðan auðvitað sá að ég fæ að læra á píanóið með Skildi svo líta má á þetta sem einhvers konar 2 fyrir 1.