Freitag, April 01, 2005

 
Fortune dagsins
After an evening at the theatre and several nightcaps at an intimate little bistro, the young man whispered to his date,
"How do you feel about making love to men?"
"That's MY business," she snapped.

"Ah," he said. "A professional."


Helstu tíðindi
Berta uppáhaldsfrænka Skjaldar fermdist um helgina og var veislan haldin í glæsihöllinni í Furugerðinu. Fyrir utan stórfínu veisluna þá fengum við að sjá nýjustu breytingarnar: Skemmtilegur ljósastokkur í stofunni sem hefur innbyggð ljós og gefur auk þess ambient lýsingu á einn veginn og svo sérstakt loftljós sem samanstendur af ljósi... nema hvað... og strekktum tjalddúk sem dreifir lýsingunni svo að ekki glampi á sjónvarpið. Rúsínan í pylsuendanum var síðan glæsileg forstofan (Ég er farinn að hljóma eins og Vala Matt).

Heima er einnig verið að umturna öllu og verður gaman að sjá þegar allt er tilbúið.


Kristján góðvinur, sem býr úti í Sviss, kom í mat í gær og eldaði ég af því tilefni Kjúklingaeggjanúðlurétt sem er alveg þrælgóður miðað við lítla fyrirhöfn sem kostar að búa hann til. Maður sker kjúlla í strimla og léttsteikir, saxar grænmeti og steikir upp úr eggjahræru, undirbýr eggjanúðlur samkv. leiðbeiningum á pakka og hræri svo öllu saman. Að lokum er slatta af soya-sósu, smá sykri og salti skellt saman við eftir smekk. Best bragðast rétturinn með ísköldum öllara.

Kristján færði okkur langþráða gjöf: Achtung, fertig, Charlie!
Þetta er svissnesk satíra á svissþýsku sem er helst þekkt fyrir að sjá megi afturendann á Melanie Winiger sem er fyrrv. ungfrú Sviss. Við ætlum að kíkja á myndina annaðkvöld og athuga hvort við skiljum enn eitthvað í hrognamálinu.

Toppuðum svo kvöldið með því að fara á Wembleys og taka nokkra poolara.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?