Montag, April 18, 2005

 
Fortune dagsins
One can search the brain with a microscope and not find the mind,
and can search the stars with a telescope and not find God.
-- J. Gustav White


Helstu tíðindi
Nokkrir af lesendum mínum, já ótrúlegt en satt þá virðast einhverjir nenna að lesa bullið sem kemur úr kollinum á mér, hafa verið að velta því fyrir sér hvers vegna ég nota nafnið Greifinn.

Eins og með svo margt annað þá er heillöng og stórmerkileg saga sem býr þar að baki. Raunverulegt nafn mitt er... Eyjólfur og má rekja upptökin að Greifanafninu til þess að Héðinn móðurbróðir átti það til að kalla mig "Eyfa greifa" þegar ég var lítill snáði. Lengi vel var ég þó oftast kallaður Eyjó en í sveitinni var farið aftur farið að nota Eyfi og varð ég að gjöra svo vel að venjast því þar sem bóndinn var í tíma og ótíma að öskra "EYYYYFI!". Nei það er ekki alveg satt því okkur kom vel saman og voru þau hjónin á Hurðarbaki alveg frábær.

Hvað um það, árið 1995 fer ég í verkfræði í HÍ ásamt nokkrum félögum sem var skemmtun hin bezta. Sérstaklega gaman var þó þegar við hópuðumst í tölvuverið til að spila Quake sem er fyrsta persónu drápsleikur. Þetta fór oftast þannig fram að við sátum sveitt við að framleiða hin fjölbreytilegustu reikniverkefni í tölvustofunni þegar e-r djarfur samnemandi minn kallaði: "Eigum við að Quake-a" og við það var óstöðvandi skriðu komið af stað, því málið er að ef allir HINIR taka þátt líka þá fær maður ekki eins mikið samviskubit þar sem afleiðingin verður að allir synda í sömu súpunni. Gott dæmi um hjarðhegðun ef þú spyrð mig.

Og um hvað snýst leikurinn svo? Jú að hlaupa um eins og óður maður um ranghala sýndartilverunnar og murka lífið úr keppinautunum. Leikurinn byggist að miklu leyti á færni en sálfræðiþátturinn er ekki síður mikilvægur, bæði að "lesa" andstæðinginn og hitt að ná sálrænum tökum á honum með því að vera nógu yfirlýsingaglaður og ógnandi, m.a. með því að hafa nógu voldugt "Nick". Ég og félagarnir prufuðum ýmis nöfn eins og: Slick Camper, Killer, Eyfi, Eyjó en smám saman festist ég í Greifanafninu....
Greifinn var fæddur.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?