Mittwoch, April 27, 2005

 
Fortune dagsins
The question of whether computers can think is just like
the question of whether submarines can swim.
-- Edsger W. Dijkstra


Helstu tíðindi
Það var hringt í mig á föstudaginn frá blóðbankanum og ég vinsamlegast beðinn um að tappa aðeins úr slagæðinni vegna mikils skorts á blóðflögum. Ég fékk nett sjokk því það hljómaði eins og verið væri að biðja mig um að prófa vélarskrattann aftur sem gekk næstum af mér dauðum síðast. Smá ýkjur kannski en hjartað tók kipp. Hvað um það, um venjulega gjöf var að ræða og er ég nú kominn upp í 11 skipti sem er alveg ágæt frammistaða. Þess ber nú samt að geta að Hemmi collegi er kominn hátt í 40 gjafir ef ég man rétt.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?