Freitag, August 23, 2002

 
Við lesturinn hef ég stundum kveikt á MTV og hef tekið eftir því að sum lögin virðist ég hafa heyrt áður. Fyrst hélt ég að þetta væri bara ímyndun en eftir frekari rannsóknir sé ég að þetta er alveg rétt, það virðist vera ansi algengt að þegar búa skal til slagara gerir maður eitt af fernu:
1. Taka gamalt lag og rokka það verulega upp. Góð dæmi eru lögin "Smooth Criminal" með Mikka Jackson sem Alien Ant Farm rokkuðu ágætlega upp og síðan A-HA lagið "Take on Me".
2. Taka gamalt lag en breyta textanum. Dæmi um þetta er lagið "Hubba Hulle" úr Eurovision keppninni sem notar sama viðlag og góðkunni slagarinn "Hokey Pokey"
3. Breyta laglínunni örlítið, þ.e. bara nóg til þess að vera enn löglegt. Brandy og Monica eru tvær snotrar negrastúlkur sem eru um þessar mundir með vinsæla lagið "The Boy is Mine". Ekki furða að það fellur strax í kramið, enda næstum eins og "My love don´t cost a thing" með J. Lo.
4. Nota beat og uppbyggingu úr gömlu lagi en hafa það ansi frábrugðið. Hafiði tekið eftir því hvað "Don´t stop movin´" með SClub7 er ótrúlega svipað og "Billy Jean" með Mikka Jackson.

Hvað um það, síminn reynist vel og nú er ég að lesa mér til um tauganet, búinn að læra allt í skriptinu og meira til hjá öndvegiskennaranum Jóni Atla þannig að þetta er bara hálfleiðinlegt, verð víst að bora mig í gegnum þetta til þess að vita hvað getur komið á prófinu. Næst er það DSVII en það er subbuleg blanda af merkjafræði, líkindafræði og Viterbi algrími. stuð það.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?