Dienstag, August 27, 2002
Fórum á myndina "About a boy" með hóruriðlaranum Hugh Grant á áðan. Þetta er bara ansi skemmtileg mynd og held ég að ég hafi hlegið meir en flestir aðrir í salnum. Talað um myndir þá er Directors cut af "Lord of the Rings" að koma út á DVD um þessar mundir, erfitt val... hvort ætti maður að kaupa hana núna og síðan hinar 2 jafnóðum og þær koma út eða... bíða í 3 ár og kaupa allar myndirnar saman, þá væntanlega í voða fínu boxi sem safnútgáfu. Freistandi að kaupa núna en ætli maður geti ekki beðið.
Aðrar fréttir. Skildi gengur bara vel í leikskólanum og virðist bara aðlagast vel. Á föstudaginn kemur Stjáni stuð í mat og verður væntanlega mjög skemmtilegt.
Aðrar fréttir. Skildi gengur bara vel í leikskólanum og virðist bara aðlagast vel. Á föstudaginn kemur Stjáni stuð í mat og verður væntanlega mjög skemmtilegt.