Samstag, August 17, 2002

 
Komin heim eftir ferðina sem var i nær alla staði öldungis skemmtileg. Eini svarti bletturinn var að einhverjir óprúttnir, óheiðarlegir og eflaust illa lyktandi aðilar brutust inn í húsið þar sem við dvöldum og rændu ýmsum munum sem voru okkur mjög kærir. M.a. stafræna myndavélin, verða því ekki nýjar myndir settar inn í bráð, og úrið mitt góða sem ég hef átt í næstum 10 ár. Vona bara að þessir munir endi að lokum hjá góðu fólki sem kann að meta þessa góðu gripi.

Nú er mánuður í prófin og er maður óðum að komast í fluggír í lestrinum, þessa stundina er ég að lesa Adaptive filters eða aðlagaðar síur og er hin mesta skemmtun. Get samt ekki beðið eftir því að ljúka þessum prófum.

Skjöldur er að stíga sín fyrstu spor í heimi kerfisins því hann var að hefja þátttöku í leikskólanum. Sem sannur víkingur hefur hann verið iðinn við að sýna Svissneskum börnum hvar Davíð eða Dao keypti ölið, slær frá sér og hendir munum út um allt, fóstrurnar vilja meina að þetta séu eðlileg varnarviðbrögð gagnvart nýjum aðstæðum, þ.e. tungumáli, umhverfi, aðskilnaði frá foreldrum og nýjum félögum. Við vonum að það sé rétt.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?