Donnerstag, Juni 29, 2006
Fortune dagsins
Does the name Pavlov ring a bell?
-- Höf. óþekktur
Hér er að sjálfsögðu verið að vitna í Ivan Pavlov og hans frægu rannsóknir.
Helstu tíðindi
Íslandsmótið var að mestu leyti vonbrigði þar sem ég náði aðeins um 600 metra löngu flugi þrátt fyrir að hafa keyrt einhvern ógrynni kílómetra í leit að góðum aðstæðum. Fyrst var farið í Herdísarvíkina í Krýsuvík sem er að vísu alveg hrikalega flott svæði með löngum hamravegg er býður upp á langt hang í góðri hafgolu en vindurinn var einfaldlega of sterkur. Síðan var stefnan tekin á Laugarvatn en brekkan er svo hrikalega laus við að vera brött að það var bölvað ströggl að komast í loftið og þar sem ég náði ekki nægri hæð lenti ég, eins og fyrr kom fram, eftir ca 600 metra baráttu. Lendingin var a.m.k. með reisn svo þetta var ágætt.
Sem sagt svolítil fýluferð en til gamans skal þess getið að á leiðinni heim náðu Róbert og Einar fínu flugi í Ármannsfellinu (bak við ferðamiðstöðina á Þingvöllum) og fyrir þá sem hafa Google Earth sett upp hjá sér má skoða flugið hér.
Ég verð bara að halda áfram að þjálfa mig upp svo að ég verði fær í flestan sjó þegar við förum til Portúgal í haust... því þá vil ég komast í þennan góða hóp!
Beautiful
Stór tíðindi í lífi Skjaldar, á þriðjudaginn kom hún Guðný í heimsókn sem ætlar að passa drenginn 2 tíma þrisvar í viku og síðan í heila viku þegar leikskólinn verður lokaður síðar í sumar. Þeim virtist bara lynda prýðilega og því vonandi góð byrjun á því sem koma skal.
Hróshornið
Hrósið fær Klakinn fyrir að taka þátt í að fjölga mannkyninu.
Does the name Pavlov ring a bell?
-- Höf. óþekktur
Hér er að sjálfsögðu verið að vitna í Ivan Pavlov og hans frægu rannsóknir.
Helstu tíðindi
Íslandsmótið var að mestu leyti vonbrigði þar sem ég náði aðeins um 600 metra löngu flugi þrátt fyrir að hafa keyrt einhvern ógrynni kílómetra í leit að góðum aðstæðum. Fyrst var farið í Herdísarvíkina í Krýsuvík sem er að vísu alveg hrikalega flott svæði með löngum hamravegg er býður upp á langt hang í góðri hafgolu en vindurinn var einfaldlega of sterkur. Síðan var stefnan tekin á Laugarvatn en brekkan er svo hrikalega laus við að vera brött að það var bölvað ströggl að komast í loftið og þar sem ég náði ekki nægri hæð lenti ég, eins og fyrr kom fram, eftir ca 600 metra baráttu. Lendingin var a.m.k. með reisn svo þetta var ágætt.
Sem sagt svolítil fýluferð en til gamans skal þess getið að á leiðinni heim náðu Róbert og Einar fínu flugi í Ármannsfellinu (bak við ferðamiðstöðina á Þingvöllum) og fyrir þá sem hafa Google Earth sett upp hjá sér má skoða flugið hér.
Ég verð bara að halda áfram að þjálfa mig upp svo að ég verði fær í flestan sjó þegar við förum til Portúgal í haust... því þá vil ég komast í þennan góða hóp!
Beautiful
Stór tíðindi í lífi Skjaldar, á þriðjudaginn kom hún Guðný í heimsókn sem ætlar að passa drenginn 2 tíma þrisvar í viku og síðan í heila viku þegar leikskólinn verður lokaður síðar í sumar. Þeim virtist bara lynda prýðilega og því vonandi góð byrjun á því sem koma skal.
Hróshornið
Hrósið fær Klakinn fyrir að taka þátt í að fjölga mannkyninu.
Donnerstag, Juni 22, 2006
Fortune dagsins
Once the toothpaste is out of the tube, it's hard to get it back in.
-- H.R. Haldeman
Skilaboðin í þessari setningu eiga við um svo marga aðra hluti, mikil speki en samt furðuleg framsetning.
Helstu tíðindi
Hemmi vinnufélagi benti mér á þennan disk með henni Madeleine Peyroux sem er algjört gull. Ef maður ætlar bara að kaupa einn disk í ár þá er ekki slæmt val að setja peningana í þennan.
Íslandsmeistaramótið í paragliding hófst í morgun en þar sem ég tímdi ekki að taka 2 frídaga þá ætla ég að hefja leikinn í fyrramálið. Vonandi fæ ég a.m.k. eitt gott flug annað hvort á morgun eða hinn og verður gps tækið þá vígt í leiðinni... í fluglegum skilningi.
Hróshornið
Hrósið fær veðrið sem virðist loksins vera að skána.
Once the toothpaste is out of the tube, it's hard to get it back in.
-- H.R. Haldeman
Skilaboðin í þessari setningu eiga við um svo marga aðra hluti, mikil speki en samt furðuleg framsetning.
Helstu tíðindi
Hemmi vinnufélagi benti mér á þennan disk með henni Madeleine Peyroux sem er algjört gull. Ef maður ætlar bara að kaupa einn disk í ár þá er ekki slæmt val að setja peningana í þennan.
Íslandsmeistaramótið í paragliding hófst í morgun en þar sem ég tímdi ekki að taka 2 frídaga þá ætla ég að hefja leikinn í fyrramálið. Vonandi fæ ég a.m.k. eitt gott flug annað hvort á morgun eða hinn og verður gps tækið þá vígt í leiðinni... í fluglegum skilningi.
Hróshornið
Hrósið fær veðrið sem virðist loksins vera að skána.
Montag, Juni 19, 2006
Fortune dagsins
If your aim in life is nothing, you can't miss.
-- Höf. óþekktur
Kannski spurning um að setja markið aðeins hærra!
Helstu tíðindi
Síðastliðin vika var svokölluð "vinavika" hér í vinnunni. Fyrirkomulagið var með þeim hætti að hver dró eitt nafn úr potti og átti síðan leynt að stjana við viðkomandi með einum eða öðrum hætti. Ég dró Unni gæðastjóra en vissi að sjálfsögðu ekki hver hefði verið svo "heppinn" að fá mig sem vin. Allavega þá var framvindan á þessa leið.
Mánudagur:
Ég fékk vöffluuppskrift í tölvupósti sem benti klárlega til þess að viðkomandi þekkti mig ágætlega. Sjálfur skrapp ég í Kringluna í hádeginu og keypti sitt lítið af hverju í Tiger og eina krús í B&B. Setti tuskuapa á borðið hjá Unni ásamt fyndnu korti.
Þriðjudagur:
Nýr tölvupóstur barst mér í hádeginu, þessu sinni með þeim skilaboðum að glaðningur biði mín inni á karlaklósettinu! Það vildi svo skemmtilega til að skyldan kallaði og sá ég þetta fína andrés blað fyrir ofan tojarann. Menningarritið kom svo sannarlega að góðum notum. Unnur fékk nú listrænan hitamæli sem var ekki heppilegri í laginu en það að margir misskildu notagildi þessa hluts á versta veg.
Miðvikudagur:
Enginn tölvupóstur í þetta skiptið heldur 1stk Freyju draumur með þeim skilaboðum að ég væri "draumavinur" har har har. Unnur fékk tvo fyndna bolla, annar með mynd af tveimur nunnum drekkandi bjór.
Fimmtudagur:
Bíómiðar fyrir tvo og A4 blað fullt af hagnýtum fróðleik, dæmi: Ekkert er betra en góður vinur, nema góður vinur með súkkulaði. Eða Guð hlýtur að elska kalóríur því það er svo mikið af þeim. Þessi manneskja þekkir mig greinilega mjög vel og því var mig farið að gruna ýmislegt. Plantaði bollanum úr B&B á borðinu hennar Unnar ásamt fyndu korti.
Föstudagur:
Hvítvín af Chardonnay tegund... mmm sennilega gott með kjúklingarétti eða sjávarfangi. Grunaði helst Bibbu sessunaut en hún fann að hringurinn var farinn að þrengjast og tókst því að spila sig út úr honum. Ég gískaði því á Binna félaga sem reyndist ekki rétt. Unnur fékk að þessu sinni fótboltaútvarp úr BT sem féll vel í kramið (Unnur er fyrrv. liðsmaður í Breiðablik). Hún var því miður ekki í vandræðum með að gíska á mig og mun ég því kaupa meir af stelpulegum gjöfum næst til þess að villa á mig heimildir.
Þessi vika var skemmtun hin besta og ótrúlega gaman að sjá hvað öðrum hafði dottið í hug: Setja smartís á lyklaborð, senda tímarit upp á hótel, símskeyti í heimahús, nuddolíur, vinate og svo má lengi telja.
Hm stendur sem hæst og er ég helst á því að Argentína verði sigurvegarar mótsins, næstlíklegastir að mínu mati eru Spanjólar. Því miður er ég ekki með Sýn en sem betur fer eru alltaf leiðir ef vilji er fyrir hendi.
Hróshornið
Aftur handboltastrákarnir okkar sem kórónuðu glæsilegan þjóðhátíðardag!
If your aim in life is nothing, you can't miss.
-- Höf. óþekktur
Kannski spurning um að setja markið aðeins hærra!
Helstu tíðindi
Síðastliðin vika var svokölluð "vinavika" hér í vinnunni. Fyrirkomulagið var með þeim hætti að hver dró eitt nafn úr potti og átti síðan leynt að stjana við viðkomandi með einum eða öðrum hætti. Ég dró Unni gæðastjóra en vissi að sjálfsögðu ekki hver hefði verið svo "heppinn" að fá mig sem vin. Allavega þá var framvindan á þessa leið.
Mánudagur:
Ég fékk vöffluuppskrift í tölvupósti sem benti klárlega til þess að viðkomandi þekkti mig ágætlega. Sjálfur skrapp ég í Kringluna í hádeginu og keypti sitt lítið af hverju í Tiger og eina krús í B&B. Setti tuskuapa á borðið hjá Unni ásamt fyndnu korti.
Þriðjudagur:
Nýr tölvupóstur barst mér í hádeginu, þessu sinni með þeim skilaboðum að glaðningur biði mín inni á karlaklósettinu! Það vildi svo skemmtilega til að skyldan kallaði og sá ég þetta fína andrés blað fyrir ofan tojarann. Menningarritið kom svo sannarlega að góðum notum. Unnur fékk nú listrænan hitamæli sem var ekki heppilegri í laginu en það að margir misskildu notagildi þessa hluts á versta veg.
Miðvikudagur:
Enginn tölvupóstur í þetta skiptið heldur 1stk Freyju draumur með þeim skilaboðum að ég væri "draumavinur" har har har. Unnur fékk tvo fyndna bolla, annar með mynd af tveimur nunnum drekkandi bjór.
Fimmtudagur:
Bíómiðar fyrir tvo og A4 blað fullt af hagnýtum fróðleik, dæmi: Ekkert er betra en góður vinur, nema góður vinur með súkkulaði. Eða Guð hlýtur að elska kalóríur því það er svo mikið af þeim. Þessi manneskja þekkir mig greinilega mjög vel og því var mig farið að gruna ýmislegt. Plantaði bollanum úr B&B á borðinu hennar Unnar ásamt fyndu korti.
Föstudagur:
Hvítvín af Chardonnay tegund... mmm sennilega gott með kjúklingarétti eða sjávarfangi. Grunaði helst Bibbu sessunaut en hún fann að hringurinn var farinn að þrengjast og tókst því að spila sig út úr honum. Ég gískaði því á Binna félaga sem reyndist ekki rétt. Unnur fékk að þessu sinni fótboltaútvarp úr BT sem féll vel í kramið (Unnur er fyrrv. liðsmaður í Breiðablik). Hún var því miður ekki í vandræðum með að gíska á mig og mun ég því kaupa meir af stelpulegum gjöfum næst til þess að villa á mig heimildir.
Þessi vika var skemmtun hin besta og ótrúlega gaman að sjá hvað öðrum hafði dottið í hug: Setja smartís á lyklaborð, senda tímarit upp á hótel, símskeyti í heimahús, nuddolíur, vinate og svo má lengi telja.
Hm stendur sem hæst og er ég helst á því að Argentína verði sigurvegarar mótsins, næstlíklegastir að mínu mati eru Spanjólar. Því miður er ég ekki með Sýn en sem betur fer eru alltaf leiðir ef vilji er fyrir hendi.
Hróshornið
Aftur handboltastrákarnir okkar sem kórónuðu glæsilegan þjóðhátíðardag!
Dienstag, Juni 13, 2006
Fortune dagsins
One day an elderly Jewish Pole, living in Warsaw, finds an old lamp in his attic. He starts to polish it and (poof!) a genie appears in cloud of smoke. "Greetings, Mortal!" exclaims the genie, stretching and yawning, "For releasing me I will grant you three wishes."
The old man thinks for a moment, then replies, "I want Genghis Khan resurrected. I want him to re-unite the Mongol hordes, march to the Polish border, decide he doesn't want to invade, and march back home."
"No sooner said than done!" thunders the genie. "Your second wish?"
"Hmmmm. I want Genghis Khan resurrected. I want him to re-unite the Mongol hordes, march to the Polish border, decide he doesn't want to invade, and march back home."
"But... well, all right! Your third wish?"
"I want Genghis Khan resurrected. I want him to re-unite his ---"
"OKOKOKOK! Right. Got it. Why do you want Genghis Khan to march to Poland three times and never invade?"
The old man smiles. "He has to pass through Russia six times."
Helstu tíðindi
Tækjafíkillinn er kominn með nýtt leikfang og það ekki af verri gerðinni. Mál er þannig með vexti að Helga systir keypti fyrir okkur Elmu Forerunner 305 púlsmæli með gps staðsetningartæki, sjá mynd hér að neðan:
Ekki bara flott... líka hagnýtt
Þessi gripur er ekkert annað en hrein snilld. Í fyrsta lagi þá nýtist hann í leikfimi við að sjá stundarpúlsgildin og að æfingu lokinni má hlaða gögnunum yfir í tölvu og framkvæma ítarlegri greiningu. T.d. sjá skífurit með skiptingu fitubrennslu, þolþjálfunar og hvíldar, eða þá að sjá samhengi milli lengdar, tíma, hæðar, hraða og hjartsláttar. En mesta snilldin er að með einum takka má kasta gögnunum í google earth og sjá mjög vel hvert farið var. Síðastnefndi möguleikinn er eins og gefur að skilja sérstaklega spennandi þegar svifvængjaflugið er haft í huga. Nú get ég flogið hvar sem er í heiminum, og fært flugin til bókar með þessum hætti... ég hlakka til.
Annars var helgin mjög viðburðarík. Á föstudaginn fórum við með úgglendingum og mökum á Fjöruborðið að snæða humarveislu með tilheyrandi meðlæti. Þetta er í þriðja skiptið sem ég borða þarna og er alltaf jafngaman. Á laugardaginn fórum við vinnufélagarnir ásamt nokkrum stjórnarmönnum út á flóann að veiða á stöng og er skemmst frá því að segja að ég krækti í tvær ýsur sem ég tók með mér heim og enduðu því í pottinum hjá ömmu og afa. Það er langt síðan maður hefur borðað ferskan fisk á sunnudegi!
Hróshornið
Hrósið fá strákarnir okkar sem yfirbuguðu svíagrýluna um daginn. Hver veit nema maður skelli sér á leikinn hér heima.
One day an elderly Jewish Pole, living in Warsaw, finds an old lamp in his attic. He starts to polish it and (poof!) a genie appears in cloud of smoke. "Greetings, Mortal!" exclaims the genie, stretching and yawning, "For releasing me I will grant you three wishes."
The old man thinks for a moment, then replies, "I want Genghis Khan resurrected. I want him to re-unite the Mongol hordes, march to the Polish border, decide he doesn't want to invade, and march back home."
"No sooner said than done!" thunders the genie. "Your second wish?"
"Hmmmm. I want Genghis Khan resurrected. I want him to re-unite the Mongol hordes, march to the Polish border, decide he doesn't want to invade, and march back home."
"But... well, all right! Your third wish?"
"I want Genghis Khan resurrected. I want him to re-unite his ---"
"OKOKOKOK! Right. Got it. Why do you want Genghis Khan to march to Poland three times and never invade?"
The old man smiles. "He has to pass through Russia six times."
Helstu tíðindi
Tækjafíkillinn er kominn með nýtt leikfang og það ekki af verri gerðinni. Mál er þannig með vexti að Helga systir keypti fyrir okkur Elmu Forerunner 305 púlsmæli með gps staðsetningartæki, sjá mynd hér að neðan:
Ekki bara flott... líka hagnýtt
Þessi gripur er ekkert annað en hrein snilld. Í fyrsta lagi þá nýtist hann í leikfimi við að sjá stundarpúlsgildin og að æfingu lokinni má hlaða gögnunum yfir í tölvu og framkvæma ítarlegri greiningu. T.d. sjá skífurit með skiptingu fitubrennslu, þolþjálfunar og hvíldar, eða þá að sjá samhengi milli lengdar, tíma, hæðar, hraða og hjartsláttar. En mesta snilldin er að með einum takka má kasta gögnunum í google earth og sjá mjög vel hvert farið var. Síðastnefndi möguleikinn er eins og gefur að skilja sérstaklega spennandi þegar svifvængjaflugið er haft í huga. Nú get ég flogið hvar sem er í heiminum, og fært flugin til bókar með þessum hætti... ég hlakka til.
Annars var helgin mjög viðburðarík. Á föstudaginn fórum við með úgglendingum og mökum á Fjöruborðið að snæða humarveislu með tilheyrandi meðlæti. Þetta er í þriðja skiptið sem ég borða þarna og er alltaf jafngaman. Á laugardaginn fórum við vinnufélagarnir ásamt nokkrum stjórnarmönnum út á flóann að veiða á stöng og er skemmst frá því að segja að ég krækti í tvær ýsur sem ég tók með mér heim og enduðu því í pottinum hjá ömmu og afa. Það er langt síðan maður hefur borðað ferskan fisk á sunnudegi!
Hróshornið
Hrósið fá strákarnir okkar sem yfirbuguðu svíagrýluna um daginn. Hver veit nema maður skelli sér á leikinn hér heima.
Donnerstag, Juni 08, 2006
Myndir af mér frá Hafragrautnum síðastliðinn laugardag
Ekki svo löngu eftir take-off (sem var reverse take-off)
Þvílík himnasæla
Bráðum að lenda
Ekki svo löngu eftir take-off (sem var reverse take-off)
Þvílík himnasæla
Bráðum að lenda
Dienstag, Juni 06, 2006
Fortune dagsins
Entreprenuer, n.:
A high-rolling risk taker who would rather be a spectacular failure than a dismal success.
-- Höf. óþekktur
Helstu tíðindi
Ég er illa sólbrenndur þessa dagana og er ástæðan auðvitað sú að ég eyddi heilum degi utanhúss í ágætisveðri án þess að svo mikið sem bera dropa af sólarvörn í smettið. Það eina sem bjargaði því litla sem bjarga mátti var aloe-vera gelið sem við áttum heima. Þetta svínvirkar þegar lágmarka skal eftirá skaðann og takmarka flögnunaráhrif.
Að öðru leyti var helgin frábær. Ég hóf laugardaginn á að fara ásamt Skildi í Laugardalinn að keppa í fótbolta. Strákurinn átti ágætisinnkomur og fór svo að hans lið náði öðru sæti í öðrum styrkleikaflokki. Harla gott svo ég segi ekki meir. Að þessu búnu brunaði ég upp í Hafrafell í Hafragrautinn þar sem ég náði einu ágætisflugi og að lokum var það kveðjupartíið sem var alveg stórskemmtilegt.
Sunnudagurinn var öllu rólegri en þá nýttum við hjónin tímann vel á meðan Skjöldur var enn í pössun og fórum í sund og golf. Síðustu tvo daga hefur svo gymmið verið í fókuspunkti og er ég því ansi ansi ansi þreyttur í skrokknum.
Hróshornið
Hrós dagsins fær að þessu sinni Dagur frændi sem er að stíga sín fyrstu skref í heimi íþróttafréttaritara. Minn maður er kominn með blaðamannapassa, laun og ég veit ekki hvað frá aðstandendum fotbolti.net þar sem lesa má nýjustu greinar frænda og annarra penna sem þar starfa.
Entreprenuer, n.:
A high-rolling risk taker who would rather be a spectacular failure than a dismal success.
-- Höf. óþekktur
Helstu tíðindi
Ég er illa sólbrenndur þessa dagana og er ástæðan auðvitað sú að ég eyddi heilum degi utanhúss í ágætisveðri án þess að svo mikið sem bera dropa af sólarvörn í smettið. Það eina sem bjargaði því litla sem bjarga mátti var aloe-vera gelið sem við áttum heima. Þetta svínvirkar þegar lágmarka skal eftirá skaðann og takmarka flögnunaráhrif.
Að öðru leyti var helgin frábær. Ég hóf laugardaginn á að fara ásamt Skildi í Laugardalinn að keppa í fótbolta. Strákurinn átti ágætisinnkomur og fór svo að hans lið náði öðru sæti í öðrum styrkleikaflokki. Harla gott svo ég segi ekki meir. Að þessu búnu brunaði ég upp í Hafrafell í Hafragrautinn þar sem ég náði einu ágætisflugi og að lokum var það kveðjupartíið sem var alveg stórskemmtilegt.
Sunnudagurinn var öllu rólegri en þá nýttum við hjónin tímann vel á meðan Skjöldur var enn í pössun og fórum í sund og golf. Síðustu tvo daga hefur svo gymmið verið í fókuspunkti og er ég því ansi ansi ansi þreyttur í skrokknum.
Hróshornið
Hrós dagsins fær að þessu sinni Dagur frændi sem er að stíga sín fyrstu skref í heimi íþróttafréttaritara. Minn maður er kominn með blaðamannapassa, laun og ég veit ekki hvað frá aðstandendum fotbolti.net þar sem lesa má nýjustu greinar frænda og annarra penna sem þar starfa.
Freitag, Juni 02, 2006
Fortune dagsins
As the Catholic church becomes more and more tolerant, some day they will have to consider the possibility of a gay pope. Possibly the largest issue will be having to decide whether he is:
"absolutely divine" or "just simply marvelous."
Ekki slæm framtíðarsýn það :+)
Helstu tíðindi
Í gær útskrifuðumst við hjónakornin formlega úr verðbréfamiðlunarnáminu og erum því komin með hið eftirsótta "Próf í verðbréfaviðskiptum" sem m.a. er vísað til í lögum um verðbréfaviðskipti. Að öllu gamni slepptu þá er þessi pappír orðinn svolítið eins og stúdentspróf í fjármálaheiminum... það þykir sjálfsagt að hafa tekið og staðist prófið, annars er eitthvað dularfullt í gangi. Athöfnin sjálf var látlaus þar sem pól- og everestfarinn Haraldur Ólafsson (einnig formaður prófnefndar) hélt stutta ræðu áður en hann afhenti okkur skírteinin. Að lokum var svo boðið upp á léttar veitingar og spjallað. Því miður virðist sem mörgum finnst það vera fyrir neðan síðan virðingu að mæta á þetta og fyrir þær sakir gekk þetta allt mjög greiðlega fyrir sig.
Að þessu búnu hélt ég upp í grafarvog í stærðfræðikennaragrillpartí sem var mjög skemmtilegt. Fyrir eigin neyslu kom ég með BBQ grísakótelettu og 2 bjóra, fyrir gestgjafann kom ég með ágætis Merlot flösku og fyrir hina kartöflustrá sem er alltaf ágætis meðlæti með grillmat. Dömurnar sáu síðan um að skaffa salat, köku og kúkís og var ég því saddur og meir en sáttur þegar ég hélt heim á leið um 23:30. Umræðuefnin voru mörg hver ansi eldfim og verður því ekkert fölyrt um innihald samræðanna hér.
Framundan er Bónusmót hjá 8. fl. karla á morgun þar sem Skjöldur Orri verður í sviðsljósinu. Þar á eftir Hafragrauturinn sem er grímubúninga-paraglidingmót í Hafrafellinu kl. 13:00 ef veður leyfir (áhugasömum bent á að mæta því þetta verður mikið sjónarspil) og svo loks kveðjupartí fyrir Einar Freyr sem er á leið í læknisfræðisérnám til BNA. Stuð.
MR krókurinn
Mér stendur til boða að fylgja börnunum alla leið það sem eftir er af menntagöngu þeirra í Lærða skólanum. Stóra spursmálið er hvort að þau vilji sjá mig aftur, hvort að ég geti með góðu móti samtvinnað það við vinnuna og hvort að ég hafi ekki gert nógu stóran skaða nú þegar! Ég þarf að leggjast undir feld og ræða síðan málið í góðu rúmi.
As the Catholic church becomes more and more tolerant, some day they will have to consider the possibility of a gay pope. Possibly the largest issue will be having to decide whether he is:
"absolutely divine" or "just simply marvelous."
Ekki slæm framtíðarsýn það :+)
Helstu tíðindi
Í gær útskrifuðumst við hjónakornin formlega úr verðbréfamiðlunarnáminu og erum því komin með hið eftirsótta "Próf í verðbréfaviðskiptum" sem m.a. er vísað til í lögum um verðbréfaviðskipti. Að öllu gamni slepptu þá er þessi pappír orðinn svolítið eins og stúdentspróf í fjármálaheiminum... það þykir sjálfsagt að hafa tekið og staðist prófið, annars er eitthvað dularfullt í gangi. Athöfnin sjálf var látlaus þar sem pól- og everestfarinn Haraldur Ólafsson (einnig formaður prófnefndar) hélt stutta ræðu áður en hann afhenti okkur skírteinin. Að lokum var svo boðið upp á léttar veitingar og spjallað. Því miður virðist sem mörgum finnst það vera fyrir neðan síðan virðingu að mæta á þetta og fyrir þær sakir gekk þetta allt mjög greiðlega fyrir sig.
Að þessu búnu hélt ég upp í grafarvog í stærðfræðikennaragrillpartí sem var mjög skemmtilegt. Fyrir eigin neyslu kom ég með BBQ grísakótelettu og 2 bjóra, fyrir gestgjafann kom ég með ágætis Merlot flösku og fyrir hina kartöflustrá sem er alltaf ágætis meðlæti með grillmat. Dömurnar sáu síðan um að skaffa salat, köku og kúkís og var ég því saddur og meir en sáttur þegar ég hélt heim á leið um 23:30. Umræðuefnin voru mörg hver ansi eldfim og verður því ekkert fölyrt um innihald samræðanna hér.
Framundan er Bónusmót hjá 8. fl. karla á morgun þar sem Skjöldur Orri verður í sviðsljósinu. Þar á eftir Hafragrauturinn sem er grímubúninga-paraglidingmót í Hafrafellinu kl. 13:00 ef veður leyfir (áhugasömum bent á að mæta því þetta verður mikið sjónarspil) og svo loks kveðjupartí fyrir Einar Freyr sem er á leið í læknisfræðisérnám til BNA. Stuð.
MR krókurinn
Mér stendur til boða að fylgja börnunum alla leið það sem eftir er af menntagöngu þeirra í Lærða skólanum. Stóra spursmálið er hvort að þau vilji sjá mig aftur, hvort að ég geti með góðu móti samtvinnað það við vinnuna og hvort að ég hafi ekki gert nógu stóran skaða nú þegar! Ég þarf að leggjast undir feld og ræða síðan málið í góðu rúmi.