Dienstag, Juni 06, 2006

 
Fortune dagsins
Entreprenuer, n.:
A high-rolling risk taker who would rather be a spectacular failure than a dismal success.
-- Höf. óþekktur


Helstu tíðindi
Ég er illa sólbrenndur þessa dagana og er ástæðan auðvitað sú að ég eyddi heilum degi utanhúss í ágætisveðri án þess að svo mikið sem bera dropa af sólarvörn í smettið. Það eina sem bjargaði því litla sem bjarga mátti var aloe-vera gelið sem við áttum heima. Þetta svínvirkar þegar lágmarka skal eftirá skaðann og takmarka flögnunaráhrif.

Að öðru leyti var helgin frábær. Ég hóf laugardaginn á að fara ásamt Skildi í Laugardalinn að keppa í fótbolta. Strákurinn átti ágætisinnkomur og fór svo að hans lið náði öðru sæti í öðrum styrkleikaflokki. Harla gott svo ég segi ekki meir. Að þessu búnu brunaði ég upp í Hafrafell í Hafragrautinn þar sem ég náði einu ágætisflugi og að lokum var það kveðjupartíið sem var alveg stórskemmtilegt.

Sunnudagurinn var öllu rólegri en þá nýttum við hjónin tímann vel á meðan Skjöldur var enn í pössun og fórum í sund og golf. Síðustu tvo daga hefur svo gymmið verið í fókuspunkti og er ég því ansi ansi ansi þreyttur í skrokknum.


Hróshornið
Hrós dagsins fær að þessu sinni Dagur frændi sem er að stíga sín fyrstu skref í heimi íþróttafréttaritara. Minn maður er kominn með blaðamannapassa, laun og ég veit ekki hvað frá aðstandendum fotbolti.net þar sem lesa má nýjustu greinar frænda og annarra penna sem þar starfa.
Comments:
Í alvöru..það er greinilegt að allir vilja fá þig aftur og mér finnst það ekki spurning, þú ert besti stærðfræði kennari sem ég hef haft og það væri frábært að hafa þig á síðasta árinu! Langar samt að spyrja að einu alveg ótengt þessu..."Dömurnar sáu síðan um að skaffa salat, köku og kúkís og var ég því saddur og meir en sáttur þegar ég hélt heim á leið um 23:30." hvað er kúkís??
 
Kúkís: Ís úr vél. Sennilega var þetta hugtak búið til af ömmu eða mömmu en þetta er vísun í hvernig ísinn kemur úr vélinn.
 
skil...;)
 
namm....
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?