Montag, Juni 19, 2006

 
Fortune dagsins
If your aim in life is nothing, you can't miss.
-- Höf. óþekktur

Kannski spurning um að setja markið aðeins hærra!


Helstu tíðindi
Síðastliðin vika var svokölluð "vinavika" hér í vinnunni. Fyrirkomulagið var með þeim hætti að hver dró eitt nafn úr potti og átti síðan leynt að stjana við viðkomandi með einum eða öðrum hætti. Ég dró Unni gæðastjóra en vissi að sjálfsögðu ekki hver hefði verið svo "heppinn" að fá mig sem vin. Allavega þá var framvindan á þessa leið.
Mánudagur:
Ég fékk vöffluuppskrift í tölvupósti sem benti klárlega til þess að viðkomandi þekkti mig ágætlega. Sjálfur skrapp ég í Kringluna í hádeginu og keypti sitt lítið af hverju í Tiger og eina krús í B&B. Setti tuskuapa á borðið hjá Unni ásamt fyndnu korti.
Þriðjudagur:
Nýr tölvupóstur barst mér í hádeginu, þessu sinni með þeim skilaboðum að glaðningur biði mín inni á karlaklósettinu! Það vildi svo skemmtilega til að skyldan kallaði og sá ég þetta fína andrés blað fyrir ofan tojarann. Menningarritið kom svo sannarlega að góðum notum. Unnur fékk nú listrænan hitamæli sem var ekki heppilegri í laginu en það að margir misskildu notagildi þessa hluts á versta veg.
Miðvikudagur:
Enginn tölvupóstur í þetta skiptið heldur 1stk Freyju draumur með þeim skilaboðum að ég væri "draumavinur" har har har. Unnur fékk tvo fyndna bolla, annar með mynd af tveimur nunnum drekkandi bjór.
Fimmtudagur:
Bíómiðar fyrir tvo og A4 blað fullt af hagnýtum fróðleik, dæmi: Ekkert er betra en góður vinur, nema góður vinur með súkkulaði. Eða Guð hlýtur að elska kalóríur því það er svo mikið af þeim. Þessi manneskja þekkir mig greinilega mjög vel og því var mig farið að gruna ýmislegt. Plantaði bollanum úr B&B á borðinu hennar Unnar ásamt fyndu korti.
Föstudagur:
Hvítvín af Chardonnay tegund... mmm sennilega gott með kjúklingarétti eða sjávarfangi. Grunaði helst Bibbu sessunaut en hún fann að hringurinn var farinn að þrengjast og tókst því að spila sig út úr honum. Ég gískaði því á Binna félaga sem reyndist ekki rétt. Unnur fékk að þessu sinni fótboltaútvarp úr BT sem féll vel í kramið (Unnur er fyrrv. liðsmaður í Breiðablik). Hún var því miður ekki í vandræðum með að gíska á mig og mun ég því kaupa meir af stelpulegum gjöfum næst til þess að villa á mig heimildir.

Þessi vika var skemmtun hin besta og ótrúlega gaman að sjá hvað öðrum hafði dottið í hug: Setja smartís á lyklaborð, senda tímarit upp á hótel, símskeyti í heimahús, nuddolíur, vinate og svo má lengi telja.


Hm stendur sem hæst og er ég helst á því að Argentína verði sigurvegarar mótsins, næstlíklegastir að mínu mati eru Spanjólar. Því miður er ég ekki með Sýn en sem betur fer eru alltaf leiðir ef vilji er fyrir hendi.


Hróshornið
Aftur handboltastrákarnir okkar sem kórónuðu glæsilegan þjóðhátíðardag!
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?