Donnerstag, Juni 29, 2006

 
Fortune dagsins
Does the name Pavlov ring a bell?
-- Höf. óþekktur

Hér er að sjálfsögðu verið að vitna í Ivan Pavlov og hans frægu rannsóknir.


Helstu tíðindi
Íslandsmótið var að mestu leyti vonbrigði þar sem ég náði aðeins um 600 metra löngu flugi þrátt fyrir að hafa keyrt einhvern ógrynni kílómetra í leit að góðum aðstæðum. Fyrst var farið í Herdísarvíkina í Krýsuvík sem er að vísu alveg hrikalega flott svæði með löngum hamravegg er býður upp á langt hang í góðri hafgolu en vindurinn var einfaldlega of sterkur. Síðan var stefnan tekin á Laugarvatn en brekkan er svo hrikalega laus við að vera brött að það var bölvað ströggl að komast í loftið og þar sem ég náði ekki nægri hæð lenti ég, eins og fyrr kom fram, eftir ca 600 metra baráttu. Lendingin var a.m.k. með reisn svo þetta var ágætt.

Sem sagt svolítil fýluferð en til gamans skal þess getið að á leiðinni heim náðu Róbert og Einar fínu flugi í Ármannsfellinu (bak við ferðamiðstöðina á Þingvöllum) og fyrir þá sem hafa Google Earth sett upp hjá sér má skoða flugið hér.

Ég verð bara að halda áfram að þjálfa mig upp svo að ég verði fær í flestan sjó þegar við förum til Portúgal í haust... því þá vil ég komast í þennan góða hóp!

Beautiful


Stór tíðindi í lífi Skjaldar, á þriðjudaginn kom hún Guðný í heimsókn sem ætlar að passa drenginn 2 tíma þrisvar í viku og síðan í heila viku þegar leikskólinn verður lokaður síðar í sumar. Þeim virtist bara lynda prýðilega og því vonandi góð byrjun á því sem koma skal.


Hróshornið
Hrósið fær Klakinn fyrir að taka þátt í að fjölga mannkyninu.
Comments:
halló brósi

alltaf gaman að kíkja við og fá fréttir af ykkur. Skjöldur litli ara kominn með barnapíu, enn sætt:)

knús, Helga
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?