Mittwoch, Februar 22, 2006

 
Fortune dagsins
"You boys lookin' for trouble?"
"Sure. Whaddya got?"
-- Marlon Brando, "The Wild Ones"


Helstu tíðindi
Hlutirnir fara bráðum að róast svolítið því ég er búinn með verðbréfaviðskiptanámið og Elma útskrifast á laugardaginn. Nú erum við að undirbúa veisluna: laga til, hengja upp ljós og myndir og lakka dyrakarmana heima. Það er ekkert grín að lakka og er ekki orðum aukið að venuleg innanhússveggjamálun er hreinn barnaleikur í samanburði. Ef maður setur of lítið lakk verður það rákótt og ljótt en setji maður of mikið rennur það til og myndar dropa sem er eiginlega enn verra. Auk þess nægir lyktin ein til að valda ógleði og svimatilfinningu.

Til að auka pressuna þá tók Skjöldur upp á því að verða veikur og Elma fékk þursabit sem er síður en svo öfundsvert. Ég hef sjálfur 3svar eða fjórum sinnum fengið slíkt og get vel hugsað mér að sleppa frá því að upplifa þann ófögnuð aftur.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?