Mittwoch, Februar 01, 2006

 
Fortune dagsins
If you have to ask what jazz is, you'll never know.
-- Louis Armstrong

Ég fíla léttan djass, bendi áhugasömum á Getz&Gilberto plötuna sem er sígilt meistaraverk. Einnig á tónleika Samma&Stórsveitar hans í kvöld.


Helstu tíðindi
Íslenska liðið í handbolta afrekaði hið ótrúlega... sigraði Rússneska björninn og er það í fyrsta skipti í alvörumóti sem við höfum betur á móti þessu sísterka og geysiöfluga liði.


Snillingur Posted by Picasa

Á eftir, kl 17:00 tiltekið, eru það Króatarnir sem bíða okkar. Auðvitað vonar maður það besta en ljóst er að við ramman reip verður að draga. Áfram Ísland!


MR krókurinn
Vegna prófana í Verðbréfamiðlunarnáminu hef ég ekki náð að undirbúa mig fyrir kennslu síðustu daga eins vel og ég hefði viljað en nú verður bætt úr því. Sem betur fer hefur efnið verið það létt að skaðinn var lágmarkaður.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?