Donnerstag, Februar 09, 2006

 
Fortune dagsins
Once a word has been allowed to escape, it cannot be recalled.
-- Quintus Horatius Flaccus (Horace)

Flest látum við einhvern tímann orð falla sem við vildum síst að væru eftir okkur höfð. Með aldrinum hefur mér sem betur fer tekist að vera varkárari í þessum efnum og er það gott.


Helstu tíðindi
Skjöldur Orri stóð sig eins og algjör hetja í spilatíma dagsins. Hélt út í rúmar 20 mínútur og afrekaði það að spila Kópavogur - hopp - hopp, flugbrautarlendinguna og langt stutt stutt langt stutt stutt bæði án og með undirleik. Á kappinn því von á feitum verðlaunum á eftir.


MR krókurinn
Þessi ágætu ljúfmenni buðu mér í árshátíðarmatinn í næstu viku og eftir mikið sálarstríð afþakkaði ég pent enda erfitt að toppa breikið frá því fyrir áramót. Svona gerist þegar maður spilar út alla ásana strax í byrjun, þá er allt púðrið búið. Ég fékk síðan smá bakþanka en fattaði þá að ég verð í Sverige á sama tíma svo ég hef ekkert val þegar allt kemur til alls. Óska þeim bara góðrar skemmtunar.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?