Donnerstag, November 24, 2005

 
Fortune dagsins
When you have shot and killed a man you have in some measure clarified your attitude toward him.
You have given a definite answer to a definite problem. For better or worse you have acted decisively.

In a way, the next move is up to him.
-- R. A. Lafferty

Góður þessi


Helstu tíðindi
Í gær skruppum við Skjöldur í heimsókn til Siggu og Óla til að horfa á meistaradeildina. Óli var að undirbúa að fara að weba (sögnin að weba er náskyld sögninni að grilla en eins og þeir sem þekkja til weber grilla vita þá er ekki grillað á þeim heldur webað) nokkra girnilega hamborgara. Sigga hafði sýnt þá frábæru fyrirhyggju að gera ráð fyrir okkur feðgunum og fengum við því sitt hvoran glóðaðan sem brögðuðust mjög svo vel með miðinum sem ég bauð upp á. Leikirnir voru ekki alveg eins spennandi og ég hafði vonast til en ferðin var mjöög vel þessi virði.


Ég er alveg hooked á Katie Melua, fyrir viku vissi ég ekki hver þetta var en keypti fyrsta diskinn hennar í Amsterdam þar sem hann var undir "highly recommended" rekkanum og ég var nett forvitinn.


Góður gripur Posted by Picasa

Síðan á leiðinni heim var það fyrsta sem ég las í blöðunum að Katie Melua er að koma á klakann að halda tónleika. Hvað um það, þetta er hinn besti tónlistarmaður og finnst mér lagið "Nine Million Bicycles" bera af (það má finna á diski no. 2). Mæli með henni þótt hún sé í væmnari kantinum.

Montag, November 21, 2005

 
Fortune dagsins
Is a wedding successful if it comes off without a hitch?
-- Höf. óþekktur

Djúp spurning þessi. Gott efni í heimspekiritgerð.


Helstu tíðindi
Amsterdam var hrein snilld þótt veskið hafi þynnst verulega þessa 4 daga sem við dvöldum í Feneyjum norðursins. Hvað stóð svo upp úr?
  1. Pancake factory: Fengum okkur fyrst eina mexicanska því hún var með mat á en síðan þá brasilísku í eftirrétt og mæli ég tvímælalaust með henni. Glühwein (nokkurs konar glögg) var drukkið með.
  2. Málsverður í hommahverfinu: Ég hef aldrei áður lent í því að vera tekinn út af eins mörgum karlmönnum. Venjulega er það Elma sem fær alla athyglina svo þetta voru áhugaverð umskipti.
  3. Uppvakningarhringing frá 5-U: Og það kl. 02:00 að staðartíma! Þau hafa vonandi skemmt sér vel í því teiti sem hringt var úr.
  4. Rottusögur: Að sögn innfæddra er góð ástæða fyrir því að ekki þarf að tína upp popp af gólfinu eftir bíósýningar.
  5. Rembrant safnið: Ekki er hægt að fara til menningarborgar án þess að kíkja á eitt einasta safn. Þetta var ágætt.
  6. Rauða hverfið: Þvílík upplifun. Ungmeyjar að spóka sig í bikini í öðrum hverjum glugga. Hassbúllur þar á milli sem og kynlífstækjabúðir. Maður trúir þessu ekki almennilega fyrr en maður hefur verið á staðnum.


MR krókurinn
Smá umræður um línulega virkja í dag (diffrun er, eins og flestir vita, línulegur virki). Þetta er torskilið hugtak við fyrstu kynni en mesta furða að það er ekki er fallað beinum orðum um þá í framhaldsskóla. Það einfaldar hlutina til muna að skilja almennilega hvers vegna línulegir virkjar eru svo þægilegir.

Mittwoch, November 16, 2005

 
Helstu tíðindi
Amsterdam kallar og síðan eru það jólahlaðborðin, hvert á fætur öðru. Ég á svo eftir að fitna að það er ekki fyndið. Meiri leikfimiástundun verður nýársheitið fyrir 2006.


MR Krókurinn
Ég gekk alveg fram af bekknum með of löngu og of þungu prófi. Svona lagað er hættulegt þar sem áhuginn getur drabbast niður en á hinn bóginn hafa þau gott af að fá smá "wake up call" áður en prófin nálgast. Ég veit vel að þau gætu verið iðnari heima, been there, done that, og einmitt þess vegna er svo sárt að sjá efnilega og mjög skýra nemendur skora illa sökum leti.

Mittwoch, November 09, 2005

 
Helstu tíðindi
Skjöldur Orri varð fimm ára í gær. Það var mikill höfuðverkur að finna góða afmælisgjöf því drengurinn var alveg æstur í að fá Harry Potter legókastala en hann kostar litlar 15.000 krónur. Legó er skemmtilegt en ekki alveg svona skemmtilegt.... a.m.k. ekki þangað til drengurinn verður orðinn aðeins eldri. Í staðinn keypti ég fjarstýrðan jeppa sem kostaði aðeins minna. Nú höfum við feðgarnir góða afsökun til þess að fara út saman þegar vel viðrar.

Eitthvað hefur bloggtíðnin lækkað hjá mér en fyrir því er ágæt ástæða. Ég er í próftörn í lögfræði og verður að játast að ég hef gert skemmtilegri hluti en að lesa um mótbárumissi skuldara gegn framsalshafa, dæmigerða meðferð einkamála í héraðsdómi eða hver sé munurinn á firma, fyrirtæki og félagi. Nei nei, þetta hefur sínar góðu hliðar því nú er maður margs fróðari um hvernig haga skuli málum við að kæra aðra, eða hvaða skuldbindingar fylgja því að gefa loforð o.s.frv.


MR krókurinn
Kynningin á diffrun gengur ágætlega að mínu mati og hef ég reynt að tengja svolítið betur saman markgildi/samfelldni/diffrun en var gert þegar ég var að læra efnið... vona bara að e-ð komist til skila. Eitt af þeim vandamálum sem kennarar þurfa að takast á við er að reyna að setja sig í spor nemenda og finna út hvað þurfi að útskýra vel og hvað sé svo einfalt í þeirra hugum að það þarfnist ekki mikillar málalengingar. Þegar neminn sér efni í fyrstu sýn líta sumir hlutir út fyrir að vera mjög flóknir en í huga þess sem kann það vel getur verið erfitt að sjá og skilja hvers vegna svo er.

Mittwoch, November 02, 2005

 
Fortune dagsins
Picking up a man in a bar is like a snowstorm, you never know when he's coming, how many inches you'll get or how long'll he'll stay.
-- Höf. óþekktur

Minnir mig á annan góðan brandara sem ég heyrði um daginn.
Q: Hvað er líkt með fellibyljum og konum?
A: Þær eru heitar og rakar þegar þær koma en taka bílinn og húsið þegar þær fara.


Helstu tíðindi
Við hjónin erum búin að fresta Amsterdamferðinni um tvær vikur:
Kostir: Ég verð ekki með blæðandi magasár út af prófunum, við förum út að borða á föstudag þegar syssa verður 25 ára, ég kemst í MR reunion partí og næ að lesa þessa helv... lögfræði.
Gallar: Elma missir því miður af "jólahlaðborði" með vinkonum sínum en þær munu fá hina indversku Sabbanah til að elda dýrindis rétti.

Ég er að gæla við að sækja frönskunámskeið eftir áramót þar sem stefnan er að halda árshátíðina í París. Ágætur spænskugrunnurinn mun vonandi koma að góðum notum og verð ég því vonandi "mellufær" á tungu ástarinnar í vor.


MR krókurinn
Loksins er komið að því. Ungmennin að stíga sín fyrstu spor í heimi diffrunar. Það eru engar ýkjur að maður er hálfbitlaus á vettvangi stærðfræðinnar ef maður kann ekki að diffra. Það opnar einfaldlega svo margar dyr... nær óendanlegir möguleikar. Og þegar maður hefur lært að diffra er maður í stakk búinn að fara út í tegur og svo loks diffurjöfnur.

Aðeins eitt vantar sem ég er ekki alveg nógu sáttur með hvað varðar menntastefnu okkar ágætu þjóðar. Mér finnst að kenna ætti línulega algebru miklu fyrr og hafa hana undirliggjandi bak við tjöldin þegar færi gefst til, alveg frá grunnskóla.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?