Montag, November 21, 2005
Fortune dagsins
Is a wedding successful if it comes off without a hitch?
-- Höf. óþekktur
Djúp spurning þessi. Gott efni í heimspekiritgerð.
Helstu tíðindi
Amsterdam var hrein snilld þótt veskið hafi þynnst verulega þessa 4 daga sem við dvöldum í Feneyjum norðursins. Hvað stóð svo upp úr?
Is a wedding successful if it comes off without a hitch?
-- Höf. óþekktur
Djúp spurning þessi. Gott efni í heimspekiritgerð.
Helstu tíðindi
Amsterdam var hrein snilld þótt veskið hafi þynnst verulega þessa 4 daga sem við dvöldum í Feneyjum norðursins. Hvað stóð svo upp úr?
- Pancake factory: Fengum okkur fyrst eina mexicanska því hún var með mat á en síðan þá brasilísku í eftirrétt og mæli ég tvímælalaust með henni. Glühwein (nokkurs konar glögg) var drukkið með.
- Málsverður í hommahverfinu: Ég hef aldrei áður lent í því að vera tekinn út af eins mörgum karlmönnum. Venjulega er það Elma sem fær alla athyglina svo þetta voru áhugaverð umskipti.
- Uppvakningarhringing frá 5-U: Og það kl. 02:00 að staðartíma! Þau hafa vonandi skemmt sér vel í því teiti sem hringt var úr.
- Rottusögur: Að sögn innfæddra er góð ástæða fyrir því að ekki þarf að tína upp popp af gólfinu eftir bíósýningar.
- Rembrant safnið: Ekki er hægt að fara til menningarborgar án þess að kíkja á eitt einasta safn. Þetta var ágætt.
- Rauða hverfið: Þvílík upplifun. Ungmeyjar að spóka sig í bikini í öðrum hverjum glugga. Hassbúllur þar á milli sem og kynlífstækjabúðir. Maður trúir þessu ekki almennilega fyrr en maður hefur verið á staðnum.
MR krókurinn
Smá umræður um línulega virkja í dag (diffrun er, eins og flestir vita, línulegur virki). Þetta er torskilið hugtak við fyrstu kynni en mesta furða að það er ekki er fallað beinum orðum um þá í framhaldsskóla. Það einfaldar hlutina til muna að skilja almennilega hvers vegna línulegir virkjar eru svo þægilegir.