Mittwoch, November 02, 2005

 
Fortune dagsins
Picking up a man in a bar is like a snowstorm, you never know when he's coming, how many inches you'll get or how long'll he'll stay.
-- Höf. óþekktur

Minnir mig á annan góðan brandara sem ég heyrði um daginn.
Q: Hvað er líkt með fellibyljum og konum?
A: Þær eru heitar og rakar þegar þær koma en taka bílinn og húsið þegar þær fara.


Helstu tíðindi
Við hjónin erum búin að fresta Amsterdamferðinni um tvær vikur:
Kostir: Ég verð ekki með blæðandi magasár út af prófunum, við förum út að borða á föstudag þegar syssa verður 25 ára, ég kemst í MR reunion partí og næ að lesa þessa helv... lögfræði.
Gallar: Elma missir því miður af "jólahlaðborði" með vinkonum sínum en þær munu fá hina indversku Sabbanah til að elda dýrindis rétti.

Ég er að gæla við að sækja frönskunámskeið eftir áramót þar sem stefnan er að halda árshátíðina í París. Ágætur spænskugrunnurinn mun vonandi koma að góðum notum og verð ég því vonandi "mellufær" á tungu ástarinnar í vor.


MR krókurinn
Loksins er komið að því. Ungmennin að stíga sín fyrstu spor í heimi diffrunar. Það eru engar ýkjur að maður er hálfbitlaus á vettvangi stærðfræðinnar ef maður kann ekki að diffra. Það opnar einfaldlega svo margar dyr... nær óendanlegir möguleikar. Og þegar maður hefur lært að diffra er maður í stakk búinn að fara út í tegur og svo loks diffurjöfnur.

Aðeins eitt vantar sem ég er ekki alveg nógu sáttur með hvað varðar menntastefnu okkar ágætu þjóðar. Mér finnst að kenna ætti línulega algebru miklu fyrr og hafa hana undirliggjandi bak við tjöldin þegar færi gefst til, alveg frá grunnskóla.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?