Mittwoch, Oktober 26, 2005
Fortune dagsins
Good teaching is one-fourth preparation and three-fourths good theatre.
-- Gail Godwin
Helstu tíðindi
Síðastliðið laugardagskvöld fórum við til Mæju og horfðum á 50 ára Eurovision keppnina. Þetta var skemmtun hin besta en ég saknaði þess svolítið að sjá ekki Diggeloo - Diggelei þar á meðal því lagið er frábært og hefur verið í miklu uppáhaldi alveg frá þeim tíma þegar Herreys bræður komu, sáu og sigruðu í keppninni. Þar sem ég bjó á þeim tíma í Svíþjóð lærði ég allan textann sem væri það skylda.
Ég hélt í þetta skiptið með "Fly on the wings of love" og "Volare", gallin við Volare er hins vegar sá að ég veit ekki um hvað það fjallar. Ég hef nefnilega stundum fallið í þá gryfju að falla fyrir einhverjum slagara vegna þess að melódían er góð en textinn síðan verið annað hvort svona rosalega lélegur eða hrikalega þunglyndislegur, gott dæmi er Linger með Cranberries sem er ansi svart en melódían er hrein snilld.
MR Krókurinn
Ágætur tími en asnaðist til að reyna að skrifa lítið algrím upp á töflu. Þótt mér finnist gaman að forrita var þetta ekki besti vettvangurinn til að brainstorma á þessu sviði. :+(
Good teaching is one-fourth preparation and three-fourths good theatre.
-- Gail Godwin
Helstu tíðindi
Síðastliðið laugardagskvöld fórum við til Mæju og horfðum á 50 ára Eurovision keppnina. Þetta var skemmtun hin besta en ég saknaði þess svolítið að sjá ekki Diggeloo - Diggelei þar á meðal því lagið er frábært og hefur verið í miklu uppáhaldi alveg frá þeim tíma þegar Herreys bræður komu, sáu og sigruðu í keppninni. Þar sem ég bjó á þeim tíma í Svíþjóð lærði ég allan textann sem væri það skylda.
Ég hélt í þetta skiptið með "Fly on the wings of love" og "Volare", gallin við Volare er hins vegar sá að ég veit ekki um hvað það fjallar. Ég hef nefnilega stundum fallið í þá gryfju að falla fyrir einhverjum slagara vegna þess að melódían er góð en textinn síðan verið annað hvort svona rosalega lélegur eða hrikalega þunglyndislegur, gott dæmi er Linger með Cranberries sem er ansi svart en melódían er hrein snilld.
MR Krókurinn
Ágætur tími en asnaðist til að reyna að skrifa lítið algrím upp á töflu. Þótt mér finnist gaman að forrita var þetta ekki besti vettvangurinn til að brainstorma á þessu sviði. :+(
Montag, Oktober 24, 2005
Fortune dagsins
The feminist agenda is not about equal rights for women.
It is about a socialist, anti-family political movement that encourages women to leave their husbands, kill their children, practice witchcraft, destroy capitalism and become lesbians.
-- Pat Robertson, Man of God and serious Republican presidential aspirant, in a letter to supporters.
Svona í tilefni dagsins
Helstu tíðindi
Auðvitað stendur dagurinn í dag upp úr. Konur munu fjölmenna niður í bæ og sanna að rekstur fyrirtækja landsins haggist ekki þótt 50% starsfólks gangi út. Eins og einn forstjórinn svaraði þegar hann var spurður hversu margir ynnu hjá honum....
"Svona um það bil helmingurinn"
Að öllu gamni slepptu þá styð ég þetta framtak þeirra heils hugar.
MR krókurinn
Gekk ágætlega framan af en klúðraði svo tímanum alveg í lokin með því að reyna að útskýra einfaldan hlut með flóknum hætti. Svona svipað og þegar Halldór Ingi Elíasson reyndi að teikna punkt í 7víðu rúmi upp á töflu... alveg skelfilegt.
The feminist agenda is not about equal rights for women.
It is about a socialist, anti-family political movement that encourages women to leave their husbands, kill their children, practice witchcraft, destroy capitalism and become lesbians.
-- Pat Robertson, Man of God and serious Republican presidential aspirant, in a letter to supporters.
Svona í tilefni dagsins
Helstu tíðindi
Auðvitað stendur dagurinn í dag upp úr. Konur munu fjölmenna niður í bæ og sanna að rekstur fyrirtækja landsins haggist ekki þótt 50% starsfólks gangi út. Eins og einn forstjórinn svaraði þegar hann var spurður hversu margir ynnu hjá honum....
"Svona um það bil helmingurinn"
Að öllu gamni slepptu þá styð ég þetta framtak þeirra heils hugar.
MR krókurinn
Gekk ágætlega framan af en klúðraði svo tímanum alveg í lokin með því að reyna að útskýra einfaldan hlut með flóknum hætti. Svona svipað og þegar Halldór Ingi Elíasson reyndi að teikna punkt í 7víðu rúmi upp á töflu... alveg skelfilegt.
Dienstag, Oktober 18, 2005
Fortune dagsins
Q: What's the difference between erotic and kinky?
A: Erotic is when you use a feather. Kinky is when you use the whole bird...
Helstu tíðindi
Það er búið að vera gjörsamlega brjálað að gera þessa vikuna og ekki mun það skána næstu dagana. Skrepp til Osló á morgun og síðan er miðlarakvöld á Sólon á föstudaginn, skyldumæting fyrir okkur á gólfinu... nema hvað. Ég þarf auk þess að vera duglegur að lesa þessa bévítans lögfræði alla helgina því að prófin nálgast óðfluga.
Jæja á eftir er fótboltinn og mun ég vonandi standa mig ágætlega. Eins og með gæðavínin þá verð ég bara betri með aldrinum enda annað varla hægt þar sem ég var oftast sá sem var kosinn síðast í lið... það vita allir hvers lags vitnisburður það er.
MR krókurinn
Þarf að gefa Skarpa umsögn um stúdentsefnin. Hvernig er hægt að vera harður þegar hópurinn er svona skemmtilegur? Mun þó reyna að finna einhverjar uppbyggilegar athugasemdir.
Q: What's the difference between erotic and kinky?
A: Erotic is when you use a feather. Kinky is when you use the whole bird...
Helstu tíðindi
Það er búið að vera gjörsamlega brjálað að gera þessa vikuna og ekki mun það skána næstu dagana. Skrepp til Osló á morgun og síðan er miðlarakvöld á Sólon á föstudaginn, skyldumæting fyrir okkur á gólfinu... nema hvað. Ég þarf auk þess að vera duglegur að lesa þessa bévítans lögfræði alla helgina því að prófin nálgast óðfluga.
Jæja á eftir er fótboltinn og mun ég vonandi standa mig ágætlega. Eins og með gæðavínin þá verð ég bara betri með aldrinum enda annað varla hægt þar sem ég var oftast sá sem var kosinn síðast í lið... það vita allir hvers lags vitnisburður það er.
MR krókurinn
Þarf að gefa Skarpa umsögn um stúdentsefnin. Hvernig er hægt að vera harður þegar hópurinn er svona skemmtilegur? Mun þó reyna að finna einhverjar uppbyggilegar athugasemdir.
Montag, Oktober 17, 2005
Fortune dagsins
I called my parents the other night, but I forgot about the time difference.
They're still living in the fifties.
-- Strange de Jim
Stundum kunnuleg tilfinning.
Helstu tíðindi
Við Kobbi klaki skruppum í bíó síðastliðið föstudagskvöld og var myndin A History of Violence fyrir valinu. Þetta er svolítið hrottaleg ofbeldis/sálfræðitryllis-mynd og skilur mann eftir í þónokkru sjokki. Ég get tvímælalaust mælt með þessari.
Á laugardaginn var svo farið á Austur Indiafélagið með "gamla settinu" + syssu og var maturinn síður en svo af verri endanum. Uppúr stóð Laxaforrétturinn og rúsínukjúklingarétturinn, já og Nanbrauðið. Mér finnst nanbrauð gott.
MR krókurinn
Árshátíðarmaturinn á Broadway var mun betri en ég átti von á þar sem ég bjóst alveg eins við að fá einhvern pottrétt eins og oft er gert þegar svona margir borða saman. En nei þetta var bara alveg prýðilegt og á meðan við innbyrtum kræsingarnar var boðið upp á skemmtiatriði, uppistand og hátíðarræðu. Veislustjórinn og uppistandarinn hann Þorsteinn Guðmundsson stóð sig prýðilega, með á köflum fullbeittan húmor, og Dagur B. Eggertsson fyrrv. Inspector Scolae var alveg ágætur.
Hvað um það, eftir matinn var farið í "fyrirpartí" (til aðgreiningar frá morgunpartíinu annars vegar og eftirpartíinu hins vegar... þessi ungmenni hafa að því er virðist ekkert betra að gera en að sækja partí). Mér var boðið að koma með og voru greinilega miklar væntingar gerðar því Ármann Jakobs., sem stór hluti nemendanna bauð í fyrra, hafði verið stuðbolti dauðans og kom varla til greina að vera minni maður en hann. Þetta byrjaði hægt en mér tókst allavega að sýna smá lit, bæði með smá sýnikennslu í old fashioned Breakdancing og stíga nokkur dansspor.
Skemmtilegri verða partíin ekki og þakka ég kærlega fyrir mig.
I called my parents the other night, but I forgot about the time difference.
They're still living in the fifties.
-- Strange de Jim
Stundum kunnuleg tilfinning.
Helstu tíðindi
Við Kobbi klaki skruppum í bíó síðastliðið föstudagskvöld og var myndin A History of Violence fyrir valinu. Þetta er svolítið hrottaleg ofbeldis/sálfræðitryllis-mynd og skilur mann eftir í þónokkru sjokki. Ég get tvímælalaust mælt með þessari.
Á laugardaginn var svo farið á Austur Indiafélagið með "gamla settinu" + syssu og var maturinn síður en svo af verri endanum. Uppúr stóð Laxaforrétturinn og rúsínukjúklingarétturinn, já og Nanbrauðið. Mér finnst nanbrauð gott.
MR krókurinn
Árshátíðarmaturinn á Broadway var mun betri en ég átti von á þar sem ég bjóst alveg eins við að fá einhvern pottrétt eins og oft er gert þegar svona margir borða saman. En nei þetta var bara alveg prýðilegt og á meðan við innbyrtum kræsingarnar var boðið upp á skemmtiatriði, uppistand og hátíðarræðu. Veislustjórinn og uppistandarinn hann Þorsteinn Guðmundsson stóð sig prýðilega, með á köflum fullbeittan húmor, og Dagur B. Eggertsson fyrrv. Inspector Scolae var alveg ágætur.
Hvað um það, eftir matinn var farið í "fyrirpartí" (til aðgreiningar frá morgunpartíinu annars vegar og eftirpartíinu hins vegar... þessi ungmenni hafa að því er virðist ekkert betra að gera en að sækja partí). Mér var boðið að koma með og voru greinilega miklar væntingar gerðar því Ármann Jakobs., sem stór hluti nemendanna bauð í fyrra, hafði verið stuðbolti dauðans og kom varla til greina að vera minni maður en hann. Þetta byrjaði hægt en mér tókst allavega að sýna smá lit, bæði með smá sýnikennslu í old fashioned Breakdancing og stíga nokkur dansspor.
Skemmtilegri verða partíin ekki og þakka ég kærlega fyrir mig.
Mittwoch, Oktober 12, 2005
Fortune dagsins
She was a farmer's daughter but she couldn't keep her calves together.
-- Höf. óþekktur
Helstu tíðindi
M&P áttu 30 ára brúðkaupsafmæli í gær og munum við fagna vel á einhverjum af hugglegri veitingastöðum borgarinnar á laugardaginn. Auk þess er Stjáni svissvinur á landinu um þessar mundir sem kallar á félagsskyldu í einu eða öðru forminu. Alltaf gaman að hitta Stjána sem og aðra vini okkar sem við kynntumst úti... við smáfjölskyldan ættum eiginlega að reyna að komast út í heimsókn bráðlega.
Aðrar fréttir eru að Heimamyndir, okkar uppáhaldsvídeóleiga, býður um þessar mundir alla DVD diska (og myndbönd en þau eru úrelt) á aðeins 250kr. Ég geri því fastlega ráð fyrir að við "neyðumst" til að vera dugleg að nýta tilboðið.
MR krókurinn
Ég hef tekið þá ákvörðun að breyta nafninu úr "krakkahornið" í MR krókinn. Nýja nafnið á mun betur við vegna þess að ungmennin sem ég kenni þetta árið er heilu ári eldri en síðast og það munar alveg ótrúlega hve miklu mannaðri þau eru í 5. heldur en 4. bekk.
Var með 2. skyndipróf þessa misseris fyrir helgi og voru margir að standa sig mjög vel. Eftirá séð er ég ekki alveg nógu ánægður með 1 spurningu sem var óhefðbundin en reyndi að "gefa vel" til þess að bæta upp fyrir það. Eitt erfiðasta vandamálið þegar semja skal próf er að hafa spurningurnar nógu skýrar og ótvíræðar þannig að ekki séu miklar líkur á að þær geti misskilist. Dæmi um óheppilega orðaða spurningu má sjá hér að neðan:
Finn x
Á morgun hefur mér verið boðið í árshátíðarmatinn með bekknum og er það mikill heiður. Ég hlakka til.
She was a farmer's daughter but she couldn't keep her calves together.
-- Höf. óþekktur
Helstu tíðindi
M&P áttu 30 ára brúðkaupsafmæli í gær og munum við fagna vel á einhverjum af hugglegri veitingastöðum borgarinnar á laugardaginn. Auk þess er Stjáni svissvinur á landinu um þessar mundir sem kallar á félagsskyldu í einu eða öðru forminu. Alltaf gaman að hitta Stjána sem og aðra vini okkar sem við kynntumst úti... við smáfjölskyldan ættum eiginlega að reyna að komast út í heimsókn bráðlega.
Aðrar fréttir eru að Heimamyndir, okkar uppáhaldsvídeóleiga, býður um þessar mundir alla DVD diska (og myndbönd en þau eru úrelt) á aðeins 250kr. Ég geri því fastlega ráð fyrir að við "neyðumst" til að vera dugleg að nýta tilboðið.
MR krókurinn
Ég hef tekið þá ákvörðun að breyta nafninu úr "krakkahornið" í MR krókinn. Nýja nafnið á mun betur við vegna þess að ungmennin sem ég kenni þetta árið er heilu ári eldri en síðast og það munar alveg ótrúlega hve miklu mannaðri þau eru í 5. heldur en 4. bekk.
Var með 2. skyndipróf þessa misseris fyrir helgi og voru margir að standa sig mjög vel. Eftirá séð er ég ekki alveg nógu ánægður með 1 spurningu sem var óhefðbundin en reyndi að "gefa vel" til þess að bæta upp fyrir það. Eitt erfiðasta vandamálið þegar semja skal próf er að hafa spurningurnar nógu skýrar og ótvíræðar þannig að ekki séu miklar líkur á að þær geti misskilist. Dæmi um óheppilega orðaða spurningu má sjá hér að neðan:
Finn x
Á morgun hefur mér verið boðið í árshátíðarmatinn með bekknum og er það mikill heiður. Ég hlakka til.
Donnerstag, Oktober 06, 2005
Fortune dagsins
Viking, n.:
1. Daring Scandinavian seafarers, explorers, adventurers, entrepreneurs world-famous for their aggressive, nautical import business, highly leveraged takeovers and blue eyes.
2. Bloodthirsty sea pirates who ravaged northern Europe beginning in the 9th century.
Helstu tíðindi
Þegar ég varð þrítugur í sumar fékk ég margar góðar gjafir eins og paragliding-harness frá M&P, paragliding-námskeið frá konunni, risa heimsatlas frá syssu en gjöfin sem ég hef notað hvað mest og er alveg gulls ígildi eru headphone-in sem ég fékk frá vinnufélögunum. Sennheiser HD 595 heitir gripurinn og er með svo kallaða Eargonomic acoustic refinement (E.A.R.) hönnun sem veldur alveg sérstaklega góða upplifun.
Geggjuð gæði
Málið er að ég hlusta mjög mikið á tónlist úr i-Poddinum mínum í vinnunni og eftir að ég fékk heyrnartólin hef ég tekið eftir fullt af "nýjum hljóðum" í lögum sem ég hef hlustað á a.m.k. 100 sinnum. Ég held að þetta sé sérstaklega áberandi á háum og lágum tíðnisviðum. Á hvað er ég svo að hlusta? Meðal þeirra laga sem ég held upp á eru:
Rocket með Smashing Pumpkins
Had a Dad með Jane's Addiction
Apache Rose Peacock með RHCP
Sway með Shaft
Sweet Wanomi með Bill Withers
Midlife Crisis með Faith no More
Stripped með Rammstein (Depeche Mode cover útgáfa)
Voodoo People með Prodigy
Horse with no Name með America
Notorious með Duran Duran
All Mixed Up með 311
Suzanne með Leonard Cohen
og ca 470 lög í viðbót sem ég er með í Top Rated playlistanum mínum.
Í kvöld förum við hjónin í vínsmökkun/Tapas kvöld...mmmm. Og á morgun gæti ég vel hugsað mér að kíkja á Oktoberfestivalið sem þýskunemum hefur loksins dottið í hug að markaðssetja. Gott framtak hjá þeim og fær maður þá vonandi tækifæri til þess að æfa þýskuna aðeins.
Viking, n.:
1. Daring Scandinavian seafarers, explorers, adventurers, entrepreneurs world-famous for their aggressive, nautical import business, highly leveraged takeovers and blue eyes.
2. Bloodthirsty sea pirates who ravaged northern Europe beginning in the 9th century.
Hagar's note: The first definition is much preferred; the second is used only by malcontents, the envious, and disgruntled owners of waterfront property.
Þetta með "owners of waterfront property" er alveg milljón.Helstu tíðindi
Þegar ég varð þrítugur í sumar fékk ég margar góðar gjafir eins og paragliding-harness frá M&P, paragliding-námskeið frá konunni, risa heimsatlas frá syssu en gjöfin sem ég hef notað hvað mest og er alveg gulls ígildi eru headphone-in sem ég fékk frá vinnufélögunum. Sennheiser HD 595 heitir gripurinn og er með svo kallaða Eargonomic acoustic refinement (E.A.R.) hönnun sem veldur alveg sérstaklega góða upplifun.
Geggjuð gæði
Málið er að ég hlusta mjög mikið á tónlist úr i-Poddinum mínum í vinnunni og eftir að ég fékk heyrnartólin hef ég tekið eftir fullt af "nýjum hljóðum" í lögum sem ég hef hlustað á a.m.k. 100 sinnum. Ég held að þetta sé sérstaklega áberandi á háum og lágum tíðnisviðum. Á hvað er ég svo að hlusta? Meðal þeirra laga sem ég held upp á eru:
Rocket með Smashing Pumpkins
Had a Dad með Jane's Addiction
Apache Rose Peacock með RHCP
Sway með Shaft
Sweet Wanomi með Bill Withers
Midlife Crisis með Faith no More
Stripped með Rammstein (Depeche Mode cover útgáfa)
Voodoo People með Prodigy
Horse with no Name með America
Notorious með Duran Duran
All Mixed Up með 311
Suzanne með Leonard Cohen
og ca 470 lög í viðbót sem ég er með í Top Rated playlistanum mínum.
Í kvöld förum við hjónin í vínsmökkun/Tapas kvöld...mmmm. Og á morgun gæti ég vel hugsað mér að kíkja á Oktoberfestivalið sem þýskunemum hefur loksins dottið í hug að markaðssetja. Gott framtak hjá þeim og fær maður þá vonandi tækifæri til þess að æfa þýskuna aðeins.
Mittwoch, Oktober 05, 2005
Fortune dagsins
Coach: What would you say to a beer, Normie?
Norm: Daddy wuvs you.
-- Cheers, The Mail Goes to Jail
Helstu tíðindi
Allt er gott sem endar vel. Einstaklingurinn sem kom með athugasemdina, með óvelkominni hjálp frá félaga sínum, hefur játað verknaðinn og er hann maður að meiri fyrir vikið. Hins vegar má álykta að ef pikk-upp línur kauða eru venjulega í þessum dúr skal engan undra ef honum gengur illa að hössla :+)
Sem sagt, þetta er by-gones og heyrir sögunni til. Fortíðin er til að læra af en ekki til að hanga í.
Coach: What would you say to a beer, Normie?
Norm: Daddy wuvs you.
-- Cheers, The Mail Goes to Jail
Sam: What'd you like, Normie?
Norm: A reason to live. Gimme another beer.
-- Cheers, Behind Every Great Man
Sam: What will you have, Norm?
Norm: Well, I'm in a gambling mood, Sammy. I'll take a glass of whatever comes out of that tap.
Sam: Oh, looks like beer, Norm.
Norm: Call me Mister Lucky.
-- Cheers, The Executive's Executioner
Helstu tíðindi
Allt er gott sem endar vel. Einstaklingurinn sem kom með athugasemdina, með óvelkominni hjálp frá félaga sínum, hefur játað verknaðinn og er hann maður að meiri fyrir vikið. Hins vegar má álykta að ef pikk-upp línur kauða eru venjulega í þessum dúr skal engan undra ef honum gengur illa að hössla :+)
Sem sagt, þetta er by-gones og heyrir sögunni til. Fortíðin er til að læra af en ekki til að hanga í.
Dienstag, Oktober 04, 2005
Fortune dagsins
The three sexual positions during preganancy.
During the first four months: Missionary style
During the second four months: Doggie style
And during the last month: Coyote style
Coyote style?
You sit by the hole and howl.
Kannski í grófari kantinum en mér fannst hann bara of fyndinn.
Helstu tíðindi
Mér finnst sem ég hafi varla gert nokkurn skapaðan hlut alla helgina... það hlýtur að hafa verið eitthvað en ég veit samt ekki hvað. Ekki var hægt að fljúga þar sem blautt var í veðri, ekki er enn hægt að fara á skíði og vegna þess að verbréfanámið tekur 4klst af laugardeginum var ekki mikið eftir. Jú við tókum myndina Crash á leigu sem er alveg ágæt kynþáttafordómaádeila og á sunnudaginn skrapp ég til Siggu og Óla að horfa á leikinn þar sem Chelsea, þetta óþolandi lið, sigraði Liverpool hálfdurtalega.
Einhverjir hafa líklegast tekið eftir því að Krakkahornið er horfið af síðunni. Í kjölfar blóðheitra skoðanaskipta og að lokum ruddalegrar athugasemdar í kommentunum komst ég að þeirri niðurstöðu að best væri að sleppa þessu bara. Mér hefur alltaf fundist einstaklingar sem eru með fyrir-neðan-beltis-skot á netinu í skjóli nafnleyndar vera með eindæmum ómerkilegir. Maður með einhvern snefil af sjálfsvirðingu skrifar einfaldlega ekki hluti fyrir opnum tjöldum sem hann getur ekki sett nafnið sitt undir.
The three sexual positions during preganancy.
During the first four months: Missionary style
During the second four months: Doggie style
And during the last month: Coyote style
Coyote style?
You sit by the hole and howl.
Kannski í grófari kantinum en mér fannst hann bara of fyndinn.
Helstu tíðindi
Mér finnst sem ég hafi varla gert nokkurn skapaðan hlut alla helgina... það hlýtur að hafa verið eitthvað en ég veit samt ekki hvað. Ekki var hægt að fljúga þar sem blautt var í veðri, ekki er enn hægt að fara á skíði og vegna þess að verbréfanámið tekur 4klst af laugardeginum var ekki mikið eftir. Jú við tókum myndina Crash á leigu sem er alveg ágæt kynþáttafordómaádeila og á sunnudaginn skrapp ég til Siggu og Óla að horfa á leikinn þar sem Chelsea, þetta óþolandi lið, sigraði Liverpool hálfdurtalega.
Einhverjir hafa líklegast tekið eftir því að Krakkahornið er horfið af síðunni. Í kjölfar blóðheitra skoðanaskipta og að lokum ruddalegrar athugasemdar í kommentunum komst ég að þeirri niðurstöðu að best væri að sleppa þessu bara. Mér hefur alltaf fundist einstaklingar sem eru með fyrir-neðan-beltis-skot á netinu í skjóli nafnleyndar vera með eindæmum ómerkilegir. Maður með einhvern snefil af sjálfsvirðingu skrifar einfaldlega ekki hluti fyrir opnum tjöldum sem hann getur ekki sett nafnið sitt undir.