Mittwoch, Oktober 26, 2005

 
Fortune dagsins
Good teaching is one-fourth preparation and three-fourths good theatre.
-- Gail Godwin


Helstu tíðindi
Síðastliðið laugardagskvöld fórum við til Mæju og horfðum á 50 ára Eurovision keppnina. Þetta var skemmtun hin besta en ég saknaði þess svolítið að sjá ekki Diggeloo - Diggelei þar á meðal því lagið er frábært og hefur verið í miklu uppáhaldi alveg frá þeim tíma þegar Herreys bræður komu, sáu og sigruðu í keppninni. Þar sem ég bjó á þeim tíma í Svíþjóð lærði ég allan textann sem væri það skylda.

Ég hélt í þetta skiptið með "Fly on the wings of love" og "Volare", gallin við Volare er hins vegar sá að ég veit ekki um hvað það fjallar. Ég hef nefnilega stundum fallið í þá gryfju að falla fyrir einhverjum slagara vegna þess að melódían er góð en textinn síðan verið annað hvort svona rosalega lélegur eða hrikalega þunglyndislegur, gott dæmi er Linger með Cranberries sem er ansi svart en melódían er hrein snilld.


MR Krókurinn
Ágætur tími en asnaðist til að reyna að skrifa lítið algrím upp á töflu. Þótt mér finnist gaman að forrita var þetta ekki besti vettvangurinn til að brainstorma á þessu sviði. :+(
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?