Montag, Oktober 17, 2005
Fortune dagsins
I called my parents the other night, but I forgot about the time difference.
They're still living in the fifties.
-- Strange de Jim
Stundum kunnuleg tilfinning.
Helstu tíðindi
Við Kobbi klaki skruppum í bíó síðastliðið föstudagskvöld og var myndin A History of Violence fyrir valinu. Þetta er svolítið hrottaleg ofbeldis/sálfræðitryllis-mynd og skilur mann eftir í þónokkru sjokki. Ég get tvímælalaust mælt með þessari.
Á laugardaginn var svo farið á Austur Indiafélagið með "gamla settinu" + syssu og var maturinn síður en svo af verri endanum. Uppúr stóð Laxaforrétturinn og rúsínukjúklingarétturinn, já og Nanbrauðið. Mér finnst nanbrauð gott.
MR krókurinn
Árshátíðarmaturinn á Broadway var mun betri en ég átti von á þar sem ég bjóst alveg eins við að fá einhvern pottrétt eins og oft er gert þegar svona margir borða saman. En nei þetta var bara alveg prýðilegt og á meðan við innbyrtum kræsingarnar var boðið upp á skemmtiatriði, uppistand og hátíðarræðu. Veislustjórinn og uppistandarinn hann Þorsteinn Guðmundsson stóð sig prýðilega, með á köflum fullbeittan húmor, og Dagur B. Eggertsson fyrrv. Inspector Scolae var alveg ágætur.
Hvað um það, eftir matinn var farið í "fyrirpartí" (til aðgreiningar frá morgunpartíinu annars vegar og eftirpartíinu hins vegar... þessi ungmenni hafa að því er virðist ekkert betra að gera en að sækja partí). Mér var boðið að koma með og voru greinilega miklar væntingar gerðar því Ármann Jakobs., sem stór hluti nemendanna bauð í fyrra, hafði verið stuðbolti dauðans og kom varla til greina að vera minni maður en hann. Þetta byrjaði hægt en mér tókst allavega að sýna smá lit, bæði með smá sýnikennslu í old fashioned Breakdancing og stíga nokkur dansspor.
Skemmtilegri verða partíin ekki og þakka ég kærlega fyrir mig.
I called my parents the other night, but I forgot about the time difference.
They're still living in the fifties.
-- Strange de Jim
Stundum kunnuleg tilfinning.
Helstu tíðindi
Við Kobbi klaki skruppum í bíó síðastliðið föstudagskvöld og var myndin A History of Violence fyrir valinu. Þetta er svolítið hrottaleg ofbeldis/sálfræðitryllis-mynd og skilur mann eftir í þónokkru sjokki. Ég get tvímælalaust mælt með þessari.
Á laugardaginn var svo farið á Austur Indiafélagið með "gamla settinu" + syssu og var maturinn síður en svo af verri endanum. Uppúr stóð Laxaforrétturinn og rúsínukjúklingarétturinn, já og Nanbrauðið. Mér finnst nanbrauð gott.
MR krókurinn
Árshátíðarmaturinn á Broadway var mun betri en ég átti von á þar sem ég bjóst alveg eins við að fá einhvern pottrétt eins og oft er gert þegar svona margir borða saman. En nei þetta var bara alveg prýðilegt og á meðan við innbyrtum kræsingarnar var boðið upp á skemmtiatriði, uppistand og hátíðarræðu. Veislustjórinn og uppistandarinn hann Þorsteinn Guðmundsson stóð sig prýðilega, með á köflum fullbeittan húmor, og Dagur B. Eggertsson fyrrv. Inspector Scolae var alveg ágætur.
Hvað um það, eftir matinn var farið í "fyrirpartí" (til aðgreiningar frá morgunpartíinu annars vegar og eftirpartíinu hins vegar... þessi ungmenni hafa að því er virðist ekkert betra að gera en að sækja partí). Mér var boðið að koma með og voru greinilega miklar væntingar gerðar því Ármann Jakobs., sem stór hluti nemendanna bauð í fyrra, hafði verið stuðbolti dauðans og kom varla til greina að vera minni maður en hann. Þetta byrjaði hægt en mér tókst allavega að sýna smá lit, bæði með smá sýnikennslu í old fashioned Breakdancing og stíga nokkur dansspor.
Skemmtilegri verða partíin ekki og þakka ég kærlega fyrir mig.