Mittwoch, August 31, 2005

 
Fortune dagsins
If you think things can't get worse it's probably only because you lack sufficient imagination.
-- Höf. óþekktur


Helstu tíðindi
Í dag var lambalifur í matinn, ój bjakk, og þar með er ekki öll sagan sögð því það hefur verið heldur til óspennandi matur á boðstólnum alla vikuna. Mánudagur: Risafitupylsa, Þriðjudagur: Kjötfarsbollur sem allir vita að er ekkert annað en afgangur/úrgangur og svo þetta til að kóróna úrvalið. Ég skil ekki hvað verið er að bjóða manni upp á svona "kræsingar".

Til þess að lina þjáningarnar hringdi ég í vini mína hjá Devitos Pizza: +354 5112244
Og pantaði 1 stk "Eyfi special" sem er hádegistilboð með hakki, skinku og pepperóní. Brandarinn er að pizzan ásamt 0.5 l af Coke/Diet Coke kostar aðeins 600 kr. og er tilbúið á innan við 10 mínútum. Og svo eru pizzurnar þeirra alveg þvílíkt góðar. Mmmm Devitos.

Montag, August 29, 2005

 
Fortune dagsins
The two men feigned friendship but secretly hated each other's guts and took great pleasure in giving one another the needle on any and all occasions. This particular evening they met, quite by accident, at a popular bar. The conversation started innocently enough; then one, with sudden inspiration, ran his hand over the other's bald head and exclaimed,
"By God, Fred, that feels just like my wife's ass!"
The other ran his own hand over his head and nonchalantly retorted,
"Well, I'll be damned, Jim, so it does, so it does!"


Helstu tíðindi
Helgin var mjög góð flughelgi þótt hun hafi ekki byrjað vel. Þar sem hann var norðaustanstæður var ekki möguleiki á að fara í Hafrafellið en ég hitti Gústa formann sem benti mér á tvo ágæta möguleika. Annar í Helgafellinu þegar beygt er til hægri strax eftir Þingvallaafleggjarann og hinn er smá "fjallahryggur" sem nær frá Bláfjallaveginum í átt að borginni, gallinn við síðari staðinn er að ekki er auðvelt að komast að honum á bíl og því ákvað ég að drífa mig í Helgafellið. Vindurinn reyndist síðan vera sterkari en ég treysti mér í og beið ég því með flugið fram eftir kveldi og náði þá einum slide-ara, greinilega mátti vindhraðinn vera ívið meiri.

Á sunnudaginn mætti ég því tvíefldur til leiks staðráðinn í að fljúga ef vindurinn væri aðeins sterkari en kvöldið áður. Ég fylgdist því með sjálfvirku stöðinni sem er á Skálafellinu á www.vedur.is og lagði í hann þegar ég sá að vindhraðinn var góður (sjá bláa rammann á grafinu).


Kjöraðstæður Posted by Picasa

Málið er nefnilega að ef vindhraðinn er of lítill, þá nær maður ekki að hanga í uppstreyminu. Ef vindhraðinn er hins vegar of mikil.. 12-15 m/s, þá er maður í slæmum málum því þá er maður í hættu á að fljúga aftur á bak miðað við jörðina sem er alveg stórhættulegt, sérstaklega ef maður fýkur aftur fyrir fjallið og lendir í svokölluðum rótorum og niðurstreymi. Eins og sést á grafinu var hraðin alveg réttur og náði ég þessu fína hangi áður en ég ákvað að taka enga áhættu og huga að lendingu því ég var einn á ferð sem er ekki alveg nógu sniðugt.

Síðan gerist það þegar ég er lentur og dunda mér við að pakka saman vængnum að jeppi stoppar og öskuill kona æpir: "Ertu alveg brjálaður!". Ég lít þá í kringum mig og sé hóp af hrossum í hinu horni girðingarinnar sem ég lenti innan... "Haaa... áttu við hrossin?" spyr ég eins og fáviti og hún segir já rétt áður en kella leggur hjá bílnum mínum og labbar í humátt til mín. Ég ákveð því að spila út kurteisisspjaldinu og samsinni henni í öllu og segist þykja fyrir því að hafa styggt hrossin (tvö fylfull og allt í skurðum og girðingum í kring). Ekki hefði nú verið gaman ef þau hefðu fælst og slasað sig, eða ef þau hefðu hlaupið til mín og skemmt vænginn svo ég segist munu ræða þetta við mína félaga og biðja þá um að sýna tillitssemi.

Hvað um það, flugið var frábært og þetta var ágætis reynsla í samskiptum við jarðareigendur.

Freitag, August 26, 2005

 
Fortune dagsins
Men of quality are not afraid of women for equality.
-- Höf. óþekktur


Helstu tíðindi
Í dag eru nákvæmlega 11 ár síðan við Elma hittumst á Mallorka, mér finnst það reyndar vera meir eins og 4 -5 sem hlýtur að vera gott merki. Í tilefni dagsins munum við a.ö.l. opna eina Mumms - Gordon Rouge sem er í dvala í ískápnum heima og bíður þess óþreyjufull að vera drukkin. Annars er ekki mikið á planinu fyrir helgina, held bara að við slöppum aðeins af því helgina þar á eftir verður farið í Hópeflisferð upp í sveit.

Dienstag, August 23, 2005

 
Fortune dagsins
[Norm comes in with an attractive woman.]
Coach: Normie, Normie, could this be Vera?
Norm: With a lot of expensive surgery, maybe.
-- Cheers, Norman's Conquest

Coach: What's up, Normie?
Norm: The temperature under my collar, Coach.
-- Cheers, I'll Be Seeing You (Part 2)

Coach: What would you say to a nice beer, Normie?
Norm: Going down?
-- Cheers, Diane Meets Mom

Já þessir þættir eru hrein snilld, sérstaklega seríurnar þegar Shelley Long var enn með og Woddy Harrelson byrjaður. Kristey Alley náði aldrei sama flugi.


Helstu tíðindi
Ólíkt árinu á undan var mér nú boðið að taka þátt í "ICEX Men Open" og eins og alltaf þegar karlmenn taka sig til og gera eitthvað einir fara konurnar að láta í sér heyra. Það er auðvitað í lagi að þær fari saman í nudd, borða úti eða í partí því þá er um "minnihlutahóp" að ræða. Sjáiði t.d. fyrir ykkur að "Karlahlaupið" yrði liðið sem árviss viðburður... ég held nú ekki.

Hvað um það eitthvað hafa mér verið sendar illar árur því strax á 3ju holu varð ég fyrir því óláni að snúa mér illa í bakinu og fá vott af þursabiti fyrir vikið. Ég er enn ekki búinn að ná mér að fullu þrátt fyrir töluverðan bata. Ég reyndi þó ekki láta neitt á þessum óþægindum bera en það leyndi sér víst ekki að hér var um illa haldinn mann að ræða því miðað við allar hreyfingar mátti halda að ég væri á áttræðis- en ekki fertugsaldri.

Hvað sem öðru líður var þetta skemmtun hin bezta og vonast ég svo sannarlega til að geta stundað þetta reglulega í framtíðinni.

Donnerstag, August 11, 2005

 
Fortune dagsins
Woman on Street: Sir, you are drunk; very, very drunk.

Winston Churchill: Madame, you are ugly; very, very ugly.
I shall be sober in the morning.


Helstu tíðindi
Fjölskylduferðin í Kjarnholti var mjög skemmtileg og kíktum við m.a. á Gullfoss og Strokk í x-ta skiptið frá því að ég man eftir mér. Ég fæ nett deja-vu í hvert skipti sem ég kem þangað og rifja upp einhverjar minningar, t.d. lít ég alltaf á Kerlingarfjöllin frá Gullfossi og rifja upp þá tíma þegar hægt var að skíða í fjöllunum á sumrin... gróðurhúsaáhrifin hafa séð til þess að það er ekki lengur hægt. Bónusinn við helgina var að við gistum í sumarbústað á Flúðum með M&P og var það mjööög fínt.

Loksins var flugveður í gær og þar sem ég hef verið duglegur við að afla mér kontakta í geiranum tókst mér að finna einn vanan sem ætlaði í Hafrafellið og skellti ég mér af stað. Ég náði einu stuttu glide-i og öðru mun lengra, ég hefði jafnvel getað náð mínu fyrsta hangi þrátt fyrir lítinn vindhraða en treysti mér ekki í það vegna þess að ég var nýbúinn að flækja línurnar og því ekki viss í fyrstu um að línurnar væru allar í góðu standi. Æfingin skapar meistarann og er ég viss um að brátt styttist í mitt fyrsta "alvöruflug".

Dienstag, August 09, 2005

 
Fortune dagsins
Conversation, n.:
A vocal competition in which the one who is catching his breath is called the listener.
-- höf. óþekktur


Helstu tíðindi
Nú er ég loksins kominn með fullan paraglidingútbúnað og var tími til kominn. Ég hef aldrei áður lent í öðru eins í viðskiptum og er maður reynslunni ríkari eftir þessa útreið. Smá samantekt fylgir:

26. maí: Sendi póst þar sem ég lýsi yfir áhuga á að fá einn af námskeiðisvængjunum.
9. júní: Panta nýtt flugvesti og nýjan hjálm.
21. júní: Fæ fréttir að flugvestið sé komið en síðar sama dag að það tilheyrir annarri pöntun.
21. júlí: Fæ fréttir að flugvestið sem tilgreint var um 21. júní var mitt en fór til annars aðila og í millitíðinni hafði það drullast aðeins út :+(
21. júlí: Fer að sækja flugvestið og líta á vænginn sem ég var búinn að láta taka frá... þá er búið að selja vænginn! Hvað er að þessu liði? Sem betur fer var til annað eintak af sömu tegund en pokinn utan um vænginn í mun verra ástandi en sá sem fylgdi "mínum". Hjálmurinn ekki kominn!


Wave vængur Posted by Picasa


Altilplume flugvesti Posted by Picasa


5. ágúst: Fæ fréttir að hjálmurinn er kominn en spurður hvort mér sé ekki sama að annar sem er óþolinmóður fái hann og ég fái úr síðari pöntun eftir viku.... held nú ekki! Fer og sæki hjálminn.


Flottur hjálmur Posted by Picasa

Sem sagt næstum 2 mánuði að fá vörurnar og auk þess frekar sjúskaðar en verðið var mjög sanngjarnt svo ég hafði ekki efni á að kvarta upphátt.

Dienstag, August 02, 2005

 
Fortune dagsins
The average girl would rather have beauty than brains
because she knows that the average man can see much better than he can think.
-- Ladies' Home Journal


Helstu tíðindi
Þegar ég fór til London í júni keypti ég mér eintak af nýjasta Jack Johnson disknum því Helga syssa mælti með honum og þrátt fyrir að geta fundið tónlistina á netinu þá leist mér nógu vel á gripinn til þess að vera þeirrar skoðunar að þetta væri listamaður sem er þess virði að styrkja.

Málið er að almennt séð finnst mér í lagi að sækja tónlist á netinu en þá bara til þess að finna stök góð lög eða til þess að meta hvort að viðkomandi listamaður/plata sé þess virði að fjárfesta í. Ég kaupi því ekki færri diska en fyrir tíma internetsins og p2p skráarskiptaforrita heldur eru kaup mín núorðið "betri" þar sem ég veit fyrir hvað ég er að fá í hendurnar... enginn köttur í sekknum eins og t.d. þegar ég keypti "Wild at Heart" diskinn eða "Made in Japan" með Deep Purple.


Ekki bara flottur, heldur líka góður Posted by Picasa

Hvað um það, diskurinn er hrein snilld og nýt ég þess að hlusta á hvert lagið á fætur því fyrra.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?