Montag, August 29, 2005

 
Fortune dagsins
The two men feigned friendship but secretly hated each other's guts and took great pleasure in giving one another the needle on any and all occasions. This particular evening they met, quite by accident, at a popular bar. The conversation started innocently enough; then one, with sudden inspiration, ran his hand over the other's bald head and exclaimed,
"By God, Fred, that feels just like my wife's ass!"
The other ran his own hand over his head and nonchalantly retorted,
"Well, I'll be damned, Jim, so it does, so it does!"


Helstu tíðindi
Helgin var mjög góð flughelgi þótt hun hafi ekki byrjað vel. Þar sem hann var norðaustanstæður var ekki möguleiki á að fara í Hafrafellið en ég hitti Gústa formann sem benti mér á tvo ágæta möguleika. Annar í Helgafellinu þegar beygt er til hægri strax eftir Þingvallaafleggjarann og hinn er smá "fjallahryggur" sem nær frá Bláfjallaveginum í átt að borginni, gallinn við síðari staðinn er að ekki er auðvelt að komast að honum á bíl og því ákvað ég að drífa mig í Helgafellið. Vindurinn reyndist síðan vera sterkari en ég treysti mér í og beið ég því með flugið fram eftir kveldi og náði þá einum slide-ara, greinilega mátti vindhraðinn vera ívið meiri.

Á sunnudaginn mætti ég því tvíefldur til leiks staðráðinn í að fljúga ef vindurinn væri aðeins sterkari en kvöldið áður. Ég fylgdist því með sjálfvirku stöðinni sem er á Skálafellinu á www.vedur.is og lagði í hann þegar ég sá að vindhraðinn var góður (sjá bláa rammann á grafinu).


Kjöraðstæður Posted by Picasa

Málið er nefnilega að ef vindhraðinn er of lítill, þá nær maður ekki að hanga í uppstreyminu. Ef vindhraðinn er hins vegar of mikil.. 12-15 m/s, þá er maður í slæmum málum því þá er maður í hættu á að fljúga aftur á bak miðað við jörðina sem er alveg stórhættulegt, sérstaklega ef maður fýkur aftur fyrir fjallið og lendir í svokölluðum rótorum og niðurstreymi. Eins og sést á grafinu var hraðin alveg réttur og náði ég þessu fína hangi áður en ég ákvað að taka enga áhættu og huga að lendingu því ég var einn á ferð sem er ekki alveg nógu sniðugt.

Síðan gerist það þegar ég er lentur og dunda mér við að pakka saman vængnum að jeppi stoppar og öskuill kona æpir: "Ertu alveg brjálaður!". Ég lít þá í kringum mig og sé hóp af hrossum í hinu horni girðingarinnar sem ég lenti innan... "Haaa... áttu við hrossin?" spyr ég eins og fáviti og hún segir já rétt áður en kella leggur hjá bílnum mínum og labbar í humátt til mín. Ég ákveð því að spila út kurteisisspjaldinu og samsinni henni í öllu og segist þykja fyrir því að hafa styggt hrossin (tvö fylfull og allt í skurðum og girðingum í kring). Ekki hefði nú verið gaman ef þau hefðu fælst og slasað sig, eða ef þau hefðu hlaupið til mín og skemmt vænginn svo ég segist munu ræða þetta við mína félaga og biðja þá um að sýna tillitssemi.

Hvað um það, flugið var frábært og þetta var ágætis reynsla í samskiptum við jarðareigendur.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?