Dienstag, August 09, 2005

 
Fortune dagsins
Conversation, n.:
A vocal competition in which the one who is catching his breath is called the listener.
-- höf. óþekktur


Helstu tíðindi
Nú er ég loksins kominn með fullan paraglidingútbúnað og var tími til kominn. Ég hef aldrei áður lent í öðru eins í viðskiptum og er maður reynslunni ríkari eftir þessa útreið. Smá samantekt fylgir:

26. maí: Sendi póst þar sem ég lýsi yfir áhuga á að fá einn af námskeiðisvængjunum.
9. júní: Panta nýtt flugvesti og nýjan hjálm.
21. júní: Fæ fréttir að flugvestið sé komið en síðar sama dag að það tilheyrir annarri pöntun.
21. júlí: Fæ fréttir að flugvestið sem tilgreint var um 21. júní var mitt en fór til annars aðila og í millitíðinni hafði það drullast aðeins út :+(
21. júlí: Fer að sækja flugvestið og líta á vænginn sem ég var búinn að láta taka frá... þá er búið að selja vænginn! Hvað er að þessu liði? Sem betur fer var til annað eintak af sömu tegund en pokinn utan um vænginn í mun verra ástandi en sá sem fylgdi "mínum". Hjálmurinn ekki kominn!


Wave vængur Posted by Picasa


Altilplume flugvesti Posted by Picasa


5. ágúst: Fæ fréttir að hjálmurinn er kominn en spurður hvort mér sé ekki sama að annar sem er óþolinmóður fái hann og ég fái úr síðari pöntun eftir viku.... held nú ekki! Fer og sæki hjálminn.


Flottur hjálmur Posted by Picasa

Sem sagt næstum 2 mánuði að fá vörurnar og auk þess frekar sjúskaðar en verðið var mjög sanngjarnt svo ég hafði ekki efni á að kvarta upphátt.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?