Dienstag, August 23, 2005

 
Fortune dagsins
[Norm comes in with an attractive woman.]
Coach: Normie, Normie, could this be Vera?
Norm: With a lot of expensive surgery, maybe.
-- Cheers, Norman's Conquest

Coach: What's up, Normie?
Norm: The temperature under my collar, Coach.
-- Cheers, I'll Be Seeing You (Part 2)

Coach: What would you say to a nice beer, Normie?
Norm: Going down?
-- Cheers, Diane Meets Mom

Já þessir þættir eru hrein snilld, sérstaklega seríurnar þegar Shelley Long var enn með og Woddy Harrelson byrjaður. Kristey Alley náði aldrei sama flugi.


Helstu tíðindi
Ólíkt árinu á undan var mér nú boðið að taka þátt í "ICEX Men Open" og eins og alltaf þegar karlmenn taka sig til og gera eitthvað einir fara konurnar að láta í sér heyra. Það er auðvitað í lagi að þær fari saman í nudd, borða úti eða í partí því þá er um "minnihlutahóp" að ræða. Sjáiði t.d. fyrir ykkur að "Karlahlaupið" yrði liðið sem árviss viðburður... ég held nú ekki.

Hvað um það eitthvað hafa mér verið sendar illar árur því strax á 3ju holu varð ég fyrir því óláni að snúa mér illa í bakinu og fá vott af þursabiti fyrir vikið. Ég er enn ekki búinn að ná mér að fullu þrátt fyrir töluverðan bata. Ég reyndi þó ekki láta neitt á þessum óþægindum bera en það leyndi sér víst ekki að hér var um illa haldinn mann að ræða því miðað við allar hreyfingar mátti halda að ég væri á áttræðis- en ekki fertugsaldri.

Hvað sem öðru líður var þetta skemmtun hin bezta og vonast ég svo sannarlega til að geta stundað þetta reglulega í framtíðinni.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?