Montag, Februar 28, 2005

 
Fortune dagsins
If you don't know where you're going, any road will take you there.
--Höfundur óþekktur

Þetta eru svo sannarlega stór sannindi og vill oft svo verða að ef maður setur sér ekki ákveðin takmörk í framtíðinni þá mun maður seint ná að láta drauma sína rætast. Því er best að skrifa framtíðarmarkmið sín niður á blað og smíða sér áætlun um hvernig fara megi að því að ná þeim, hún þarf ekki að vera ofurnákvæm heldur er aðalatriðið að þar komi fram nokkrir raunhæfir áfangar sem munu að lokum leiða mann að settu marki.


Tökum sem dæmi draum minn að eignast litla tveggja manna fisflugvél sem ég geti svifið á, ásamt konu, afkvæmi eða öðrum góðum einstaklingi, t.d. yfir Þingvallavatn. Fyrsta skrefið er að koma mér sjálfum í loftið og hef ég t.a.m. náð því með að fara á svifdrekanámskeið vorið 2000 og prufa að stýra svifflugvél. Þetta vorið er stefnan sett á paraglidingnámskeið því svifdrekaflugið er óhentugra sökum hærri kostnaðar og fyrirhafnar.

Þegar ég verð svo kominn með góða reynslu og búinn að kynnast fólki betur sem er í innsta hring verður tími kominn fyrir næsta skref. Það verður að læra á vélknúinn svifdreka, fá próf og í kjölfarið að búa til mína eigin fisflugvél t.d. Skyranger og þegar ég hef náð góðum tökum á henni hefur lokatakmarkinu verið náð.


Helstu tíðindi
Það var ótrúlega ljúft að hitta Klakann á laugardaginn. Ég hafði bjallað í Ásmund pabba Kobba fyrr í vikunni því mér hafði ekki tekist að ná í Kobba og bauð hann mér í kjölfarið í kaffi á laugardaginn. Ég í minni einfeldni hélt að sjálfsögðu að þetta væri móttökukaffi ungu hjónunum til heiðurs en nei... þá var þetta afmæliskaffi húsfreyjunni til heiðurs. Ég var alveg eins og asni hvork með blóm eða konfekt handa afmælisbarninu og fannst ég hafa verið lokkaður þangað á fölskum forsendum. Nei Ásmundur kallinn meinti vel og hefur sjálfsagt fundist kjörið tækifæri að slá þarna tvær flugur í einu höggi.

Freitag, Februar 25, 2005

 
Fortune dagsins
I know of no country in which there is so little independence of mind and real freedom of discussion as in America.
-- Alexis de Tocqueville (1805-1859)

Snemma beygist krókurinn!


Helstu tíðindi
Fór á vídeóleiguna í gær og tók 2 myndir: Sú fyrri heitir Drumline og er unglingavella um táningsblökkudreng sem langar að komast í trymbilsdeild skólahljómsveitarinnar. Myndin er svo sem alveg ágæt en það sem heldur henni uppi er alveg magnað bítið. Skjöldur Orri fílaði það líka í botn og dillaði sér eins og óð hæna við húðarsláttinn.

Ekki enn búinn að ákveða mig hvað tónleikana varðar en hallast að því að ég muni fara.

Donnerstag, Februar 24, 2005

 
Fortune dagsins
'The ballot is stronger than the bullet.'
- Abraham Lincoln (1809-1865)

Sérlega "fyndið" í ljósi þess hvernig fór fyrir kauða.


Helstu tíðindi
Mig langar alveg svakalega á tónleikana með Jagúar/noJass á Nasa á laugardaginn. Gæti sloppið með 700 kr sem er svipað því sem það kostar mig að skreppa í bíó... en þá fæ ég mér alltaf popp og kók sem þýðir að raunkostnaðurinn fer upp fyrir 1000 krónur. Verst að ég er ekki búinn að finna neinn til þess að koma með mér og það er frekar hallærislegt að fara einn, ætli ég láti mig ekki hafa það samt.

Ristin er orðin þrælbólgin en ég vonast samt til þess að komast í boltann strax aftur næsta þriðjudag.

Mittwoch, Februar 23, 2005

 
Fortune dagsins
"If you want to become a millionaire, found a religion."
-- L. Ron Hubbard

Hversu satt er ekki þetta og hversu sorglegt er ekki þetta? Dæmin sanna svo sannarlega að þessi fullyrðing á vel við rök að styðjast, hver kannast ekki við söfnuð Yoon og vísindakirkjuna sem snúast ekki um annað en að féfletta saklaust og auðtrúa fólk.

Og því miður er nóg að líta á einhvern þátt á Omega til þess að sjá svona fégráðuga einstaklinga að verki. Eitthvert besta dæmið er augljóslega Benny Hinn sem þykist vera að lækna fólk í beinni sem haldið er einhverjum kvilla og allt í gegnum guð að sjálfsögðu:
Benny: "Heima hjá sér í stofunni er kona á fimmtugsaldri sem er með verk í hægri mjöðm og er að missa sjónina... guð hefur nú læknað hana, Halelúja!".

Ömurleg hræsni þetta.


Helstu tíðindi
Klakinn hefur alltaf verið hreinræktaður töffari og virðist það sko ekkert vera að breytast eftir því sem aldurinn færist yfir hann. Eins og ég hef sagt frá er hann á leiðinni heim og það frá Arizona sem er vestarlega í BNA. Að sjálfsögðu er búslóð og annað sem flytja þarf heim og dó Kobbi ekki ráðalaus, ónei.

Hann byrjar á því að kaupa sér alveg hrikalega stóran pickupp en er ekki alveg fyllilega ánægður og hækkar hann því upp og skellir húsi á. Síðan er lagt í hann til austurstrandarinnar, Klakinn á flutningabíl með búslóðina og Bjögga á pickuppinum með Audi-inn fína í eftirdragi. Ferðin tekur allt í allt 4-5 daga þannig að ef þetta er ekki töffaraskapur þá veit ég ekki hvað.


Skellti mér til Óla frænda í gær eftir að hafa slasað mig í boltanum og horfðum við saman á töframenn Madridarliðsins Real leika listir sínar. Það er alveg ótrúlegt hvað þessir snillingar eru góðir með boltann og að hinum ólöstuðum verð ég að taka ofan fyrir Zinedine Zidane sem hefur svo mikið og gott vald á boltanum að það er með ólíkindum.

Dienstag, Februar 22, 2005

 
Fortune dagsins
"I don't think they could put him in a mental hospital. On the other
hand, if he were already in, I don't think they'd let him out."
-- Höfundur óþekktur

Þekki ég marga sem þetta á við eða hvað?


Helstu tíðindi
Fleiri en ég hafa greinilega verið að hugsa vel um konuna sína á sunnudaginn var. Myndin hér að neðan birtist í fréttablaðinu á mánudaginn og er hún af góðkunningja mínum og snillingnum Gulla "gcd" Briem sem hefur heldur betur verið að spandera aurunum í einhverja kvensuna. Gott hjá honum


Gulli Briem flottur á því Posted by Hello


Síðan urðu góðvinir mínir þeir Geiri og Kobbi klaki þrítugir á sunnudaginn. Því miður verð ég aðeins að bíða með að samfagna þeim þar sem félagarnir dveljast báðir erlendis eins og er: Klakinn í Arizona og Geiri í Köben en Kobbi er á leiðinni heim sem er síður en svo leiðinlegt.


Krakkahornið
Ég sé að gríslingarnir eru duglegir að kíkja á síðuna mína (skv www.goldstats.com/free er þrusugóð trackingsíða) og hef ég svolítið verið að velta því fyrir mér hvort það sé gott eða slæmt. Þ.e.a.s. er múrinn sem æskilegt sé að skilji nemendur frá kennaranum orðinn of veikburða þegar þau hafa svona greiðan aðgang að mínu "einkalífi"? Ég tel þó að skaðinn sé enginn svo framarlega sem vandlega er með farið því hafa þarf eftirfarandi í huga þegar verið er að blogga:

En hvað er ég svo sem að rausa, efast um að nokkur heilvita manneskja muni lesa þessa þvælu til enda.

Montag, Februar 21, 2005

 
Fortune dagsins
In Africa some of the native tribes have a custom of beating the ground with
clubs and uttering spine chilling cries. Anthropologists call this a form of
primitive self-expression. In America we call it golf.
-- Höf óþekktur

Þessi greining hjálpar mér að skilja hvurs vegna í andsk. svona margir stunda þessa "íþrótt". Sjálfur hef ég gert tvær sæmilega heiðarlegar tilraunir til þess að fá BAKTERÍUNA en ekki tekist sem skyldi. Ástæðan er líklega helst sú að ég er ekki enn kominn á rétta aldurinn þótt þroskaður sé.


Helstu tíðindi
Hittumst í nýju íbúðinni hennar Birnu að horfa á Idol og finna góð skemmtiatriði fyrir árshátíðina. Hildur Vala er sú sem ég veðja á enda hefur hún allt sem þarf til að rúlla þessum skemmtiþætti upp. Til þess að fagna niðurstöðu kvöldsins var farið í Singstar, eða singalong eins og RÞJ kallar það, og var frammistaða manna.... athyglisverð.

Á laugardaginn var svo byrjað á brunch hjá "gamla settinu" sem var alveg frábært, reyktur áll með scrambled eggs og púrrulauk er toppurinn. Um kvöldið sá ég svo um eldamennskuna í tilefni sunnudagsins: Byrjaði á því að steikja gulrótarstrimla og Zucchini upp úr ólíu með engifer, hvítlauk og smá lauk. Að því búnu setti ég draslið í skál, skellti nokkrum risahörpudiskum á pönnuna ásamt smáslettu af hvítvíni. Allt síðan framreitt saman ásamt rúccolablöndu.... Var mjög gott þó ég segi sjálfur frá.

Freitag, Februar 18, 2005

 
Fortune dagsins
'If you want to look young and thin, hang around old fat people.'
- Jim Eason

Við sjáum því glögglega að megrun og aðhald er bara fyrir bjána.


Helstu tíðindi
Ferðin var góð en verst hvað það er erfitt að sofna í nýju rúmi í nýju tímabelti sem er óhagstætt, og svo þarf að vakna enn fyrr morguninn eftir. Ekki furða að ég er svolítið þreyttur og ögn þokukenndur í hausnum.


Með góðum vilja tókst mér að losa mig við nokkrar krónur:
1. Tivoli Audio 1:
því það er einfaldlega besta útvarpstæki í heimi.

2. Bindi til að bera á fundunum:
Nokkuð ánægður með valið en var eftirá að hyggja full íhaldssamt

3. Aladdin DVD handa stráksa:
Sá var síður en svo þakklátur þegar ég sýndi honum diskinn..."Ég vil ekki Aladdin, ég er búinn að sjá Aladdin". Var þó mun sáttari þegar ég góðfúslega bauðst til þess að gefa einhverjum öðrum í leikskólanum gripinn.

4. Bók til að lesa í vélinni:
Lofar góðu


Las samt ekki mikið á leiðinni heim því í ljós kom að maðurinn sem sat við hliðina á mér hafði verið bekkjarbróðir og félagi Valda föðurbróður á Núpi í denn. Við skiptumst því á sögum, upplýsingum og skoðunum um hin og þessi mál... mjög gaman að drepa tímann með skemmitlegum samræðum.

Dienstag, Februar 15, 2005

 
Fortune dagsins
Use what talents you possess: the woods would be very silent if no birds sang there except those that sang best.
-- Henry van Dyke

Og eins og við hin vitum, þá skapar æfingin meistarann.


Helstu tíðindi
Sá í fréttablaði dagsins, og það á forsíðunni, að Alexander "frændi" og vinur hans björguðu lífi félaga síns. Þetta kallar maður að eiga góða vini. Ætli kumpánarnir fái fálkaorðuna um næstu áramót, þeir eiga hana a.m.k. mun frekar skilið en fólk sem forsetaembættið hefur verið að verðlauna fyrir það eitt að gegna starfi sínu.

Skrepp stutt til Sverige á morgun og ef ég er heppinn (þ.e. næ fyrra flugi frá Kastrup) fæ ég mér kvöldkaffi með þeim Gunna og Jessicu. Ég efast þó stórlega um það því skv. áætlun á ég að lenda um 21 sem þýðir að ég verð ekki kominn í bæinn fyrr en 21:45 eða svo. Daginn eftir eru það 2 fundir og síðan beina leið heim. Alltid kul att prata lite svenska.

Montag, Februar 14, 2005

 
Fortune dagsins
Those who know the least know it the loudest.
-- Höfundur óþekktur

Það næsta sem við höfum er væntanlega: "Hæst glymur í tómri tunnu"


Helstu tíðindi
Elma vann kökukeppnina að sjálfsögðu, reyndar var hún ekki sú fallegasta að mínu mati en það sem gerði útslagið var að hennar kaka var sú eina sem hafði krem á milli laga... og það með smá kaffislettu út í.

Ég drullaðist loksins í leikfimi og svo á kóræfingu, erum að æfa Nínu og ég er ekki enn búinn að mynda mér skoðun um ágæti útsetningarinnar. Annað sem gerðist á æfingunni var að við bassarnir vorum að æfa í hljóðfæraherberginu þegar nokkrir af þeim fóru að fikta í magnaranum. Sigfús snillingur hækkaði svo mikið upp í master rofanum að herbergið dundi og eftir að við göntuðumst með að hann hefði þarna skemmt tæki fyrir um 3-400 þús. lét hann sig hverfa, frekar skömmustulegur.

Satt að segja erum við með smá móral yfir að hafa ruglað svona í kauða.

Freitag, Februar 11, 2005

 
Fortune dagsins
Sometimes a cigar is just a cigar

Á vel við um gærkvöldið


Helstu tíðindi
Ég er farinn að halda að þetta sé ekki BARA þursabit sem ég fékk síðastliðinn föstudag því ég er enn með þrálátan verk í mjóhryggnum og virðist hann stundum leiða ýmist út í mjöðmina eða niður hægri fótinn. Skv. áliti fróðra manna gæti vel verið um brjósklos að ræða en ég vona ekki því það myndi svo sannarlega setja strik í reikninginn varðandi almenna íþróttaiðkun og skíðaferðir.... þær reyna svo helvíti mikið á bakið, a.m.k. eins og ég skíða.

Síðan er það kökukeppnin mikla annað kvöld. Elma, vinkonur og Haukur Egg ætla að baka súkkulaðikökur sem munu svo fara fyrir dómnefnd... lucky me. Fyrst munum við þó snæða nýbakað Roast Beef og eftir keppnina verður farið í Sing Star keppni. Vonandi rúlla ég henni upp því ég hef verið ötull við að æfa gamla slagara eins og "Take on Me", "One Time" og "Hungry Like the Wolf". Sem sagt ég hlakka alveg heilmikið til.

Mittwoch, Februar 09, 2005

 
Fortune dagsins
If you stay up all night wondering where the sun is, it will dawn on you.

Ég hef alveg ótrúlega gaman að þessum tvíræðu setningum, annað dæmi er uppáhaldsbrandari hans afa míns:
Ekki er jakki frakki nema síður sé.


Helstu tíðindi
Ég fékk fjárans andskotans þursabit á föstudaginn var, fann strax er ég vaknaði að bakið var ekki alveg í lagi en dreif mig í sturtu því ég átti að kenna auk þess sem aðrir á sviðinu voru ýmist veikir eða fjarverandi. Neinei, þá bara neitaði bakið að halda mér uppi og ég skreið aftur upp í rúm. Komst loks í vinnuna um 11 leytið eftir að hafa fengið lyfseðilskylt vöðvaslakandi.

Nú er ég orðinn mun skárri en finn samt fyrir ónotum, þetta er sko ekki gaman.

Mittwoch, Februar 02, 2005

 
Fortune dagsins
Pardon my feet, said the elephant as he danced among the chickens.

Hmmm, ekki gaman að vera kjúlli á því dansgólfi.


Helstu tíðindi
Líkamsræktin virðist aldeilis vera að skila árangri því ég finn fyrir sárum missi, bumban er að hverfa og vil ég því nota tækifærið og lýsa eftir henni. Einnig er erfiðið farið að skila sér í fótboltann þar sem ég get hlaupið mun lengur án þess að sortni fyrir augum og átti ég einhvern minn allrabesta leik í gær... skoraði a.m.k. 4 mörk sem er met.

Eftir vinnu skrapp ég til Einars Freys og horfðum við ásamt Leifi og Sigga frænda hans Einars á United bursta Arsenal. Fín skemmtun og ekki skemmdi fyrir að EFS bauð okkur í þrítugsafmælið sitt sem verður haldið um næstu helgi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?