Montag, Februar 28, 2005

 
Fortune dagsins
If you don't know where you're going, any road will take you there.
--Höfundur óþekktur

Þetta eru svo sannarlega stór sannindi og vill oft svo verða að ef maður setur sér ekki ákveðin takmörk í framtíðinni þá mun maður seint ná að láta drauma sína rætast. Því er best að skrifa framtíðarmarkmið sín niður á blað og smíða sér áætlun um hvernig fara megi að því að ná þeim, hún þarf ekki að vera ofurnákvæm heldur er aðalatriðið að þar komi fram nokkrir raunhæfir áfangar sem munu að lokum leiða mann að settu marki.


Tökum sem dæmi draum minn að eignast litla tveggja manna fisflugvél sem ég geti svifið á, ásamt konu, afkvæmi eða öðrum góðum einstaklingi, t.d. yfir Þingvallavatn. Fyrsta skrefið er að koma mér sjálfum í loftið og hef ég t.a.m. náð því með að fara á svifdrekanámskeið vorið 2000 og prufa að stýra svifflugvél. Þetta vorið er stefnan sett á paraglidingnámskeið því svifdrekaflugið er óhentugra sökum hærri kostnaðar og fyrirhafnar.

Þegar ég verð svo kominn með góða reynslu og búinn að kynnast fólki betur sem er í innsta hring verður tími kominn fyrir næsta skref. Það verður að læra á vélknúinn svifdreka, fá próf og í kjölfarið að búa til mína eigin fisflugvél t.d. Skyranger og þegar ég hef náð góðum tökum á henni hefur lokatakmarkinu verið náð.


Helstu tíðindi
Það var ótrúlega ljúft að hitta Klakann á laugardaginn. Ég hafði bjallað í Ásmund pabba Kobba fyrr í vikunni því mér hafði ekki tekist að ná í Kobba og bauð hann mér í kjölfarið í kaffi á laugardaginn. Ég í minni einfeldni hélt að sjálfsögðu að þetta væri móttökukaffi ungu hjónunum til heiðurs en nei... þá var þetta afmæliskaffi húsfreyjunni til heiðurs. Ég var alveg eins og asni hvork með blóm eða konfekt handa afmælisbarninu og fannst ég hafa verið lokkaður þangað á fölskum forsendum. Nei Ásmundur kallinn meinti vel og hefur sjálfsagt fundist kjörið tækifæri að slá þarna tvær flugur í einu höggi.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?