Freitag, Februar 18, 2005

 
Fortune dagsins
'If you want to look young and thin, hang around old fat people.'
- Jim Eason

Við sjáum því glögglega að megrun og aðhald er bara fyrir bjána.


Helstu tíðindi
Ferðin var góð en verst hvað það er erfitt að sofna í nýju rúmi í nýju tímabelti sem er óhagstætt, og svo þarf að vakna enn fyrr morguninn eftir. Ekki furða að ég er svolítið þreyttur og ögn þokukenndur í hausnum.


Með góðum vilja tókst mér að losa mig við nokkrar krónur:
1. Tivoli Audio 1:
því það er einfaldlega besta útvarpstæki í heimi.

2. Bindi til að bera á fundunum:
Nokkuð ánægður með valið en var eftirá að hyggja full íhaldssamt

3. Aladdin DVD handa stráksa:
Sá var síður en svo þakklátur þegar ég sýndi honum diskinn..."Ég vil ekki Aladdin, ég er búinn að sjá Aladdin". Var þó mun sáttari þegar ég góðfúslega bauðst til þess að gefa einhverjum öðrum í leikskólanum gripinn.

4. Bók til að lesa í vélinni:
Lofar góðu


Las samt ekki mikið á leiðinni heim því í ljós kom að maðurinn sem sat við hliðina á mér hafði verið bekkjarbróðir og félagi Valda föðurbróður á Núpi í denn. Við skiptumst því á sögum, upplýsingum og skoðunum um hin og þessi mál... mjög gaman að drepa tímann með skemmitlegum samræðum.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?