Mittwoch, Februar 23, 2005

 
Fortune dagsins
"If you want to become a millionaire, found a religion."
-- L. Ron Hubbard

Hversu satt er ekki þetta og hversu sorglegt er ekki þetta? Dæmin sanna svo sannarlega að þessi fullyrðing á vel við rök að styðjast, hver kannast ekki við söfnuð Yoon og vísindakirkjuna sem snúast ekki um annað en að féfletta saklaust og auðtrúa fólk.

Og því miður er nóg að líta á einhvern þátt á Omega til þess að sjá svona fégráðuga einstaklinga að verki. Eitthvert besta dæmið er augljóslega Benny Hinn sem þykist vera að lækna fólk í beinni sem haldið er einhverjum kvilla og allt í gegnum guð að sjálfsögðu:
Benny: "Heima hjá sér í stofunni er kona á fimmtugsaldri sem er með verk í hægri mjöðm og er að missa sjónina... guð hefur nú læknað hana, Halelúja!".

Ömurleg hræsni þetta.


Helstu tíðindi
Klakinn hefur alltaf verið hreinræktaður töffari og virðist það sko ekkert vera að breytast eftir því sem aldurinn færist yfir hann. Eins og ég hef sagt frá er hann á leiðinni heim og það frá Arizona sem er vestarlega í BNA. Að sjálfsögðu er búslóð og annað sem flytja þarf heim og dó Kobbi ekki ráðalaus, ónei.

Hann byrjar á því að kaupa sér alveg hrikalega stóran pickupp en er ekki alveg fyllilega ánægður og hækkar hann því upp og skellir húsi á. Síðan er lagt í hann til austurstrandarinnar, Klakinn á flutningabíl með búslóðina og Bjögga á pickuppinum með Audi-inn fína í eftirdragi. Ferðin tekur allt í allt 4-5 daga þannig að ef þetta er ekki töffaraskapur þá veit ég ekki hvað.


Skellti mér til Óla frænda í gær eftir að hafa slasað mig í boltanum og horfðum við saman á töframenn Madridarliðsins Real leika listir sínar. Það er alveg ótrúlegt hvað þessir snillingar eru góðir með boltann og að hinum ólöstuðum verð ég að taka ofan fyrir Zinedine Zidane sem hefur svo mikið og gott vald á boltanum að það er með ólíkindum.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?