Mittwoch, November 07, 2007
Helstu tíðindi
Ákvað að skrifa smá, svona bara til að sýna lit. Það er búið að vera gjörsamlega brjálað að gera í vinnunni en mér tókst að finna smátíma til að setja inn fallhlífarmyndbandið hans pabba.
Njótið!
Ákvað að skrifa smá, svona bara til að sýna lit. Það er búið að vera gjörsamlega brjálað að gera í vinnunni en mér tókst að finna smátíma til að setja inn fallhlífarmyndbandið hans pabba.
Njótið!
Dienstag, Oktober 09, 2007
Sonntag, Oktober 07, 2007
Montag, Oktober 01, 2007
Helstu tíðindi
Við pabbi fórum í fallhlífastökk sem farþegar á áðan. Fyrst farið upp í rúmlega 3000 metra hæð, þá frítt fall í mínútu áður en fallhlífarnar voru opnaðar. Ég hef sjaldan verið jafnhræddur en þvílík upplifun, alveg einstök tilfinning svo ég vitni í Coka Cola.
Annars höfum við það alveg svakalega gott og er stefnan að fara í loftbelgjaflug á miðvikudaginn.
Over and out
Við pabbi fórum í fallhlífastökk sem farþegar á áðan. Fyrst farið upp í rúmlega 3000 metra hæð, þá frítt fall í mínútu áður en fallhlífarnar voru opnaðar. Ég hef sjaldan verið jafnhræddur en þvílík upplifun, alveg einstök tilfinning svo ég vitni í Coka Cola.
Annars höfum við það alveg svakalega gott og er stefnan að fara í loftbelgjaflug á miðvikudaginn.
Over and out
Montag, September 17, 2007
Fortune dagsins
A student who changes the course of history is probably just taking an exam.
-- Höf. óþekktur
Góður punktur.
Helstu tíðindi
Ég er byrjaður að nota facebook. Í fyrstu fannst mér þetta ekki merkilegur pappír en áttaði mig síðan á að þetta er kannski ekki svo vitlaust fyrirbæri þegar allt kemur til alls. Hægt er að taka alls kyns athyglsiverð próf og setja upp myndasíðu svo eitthvað sé nefnt. Snilldin er síðan sú að einungis þeir sem eru skilgreindir sem "vinir" eða eru í sama networki (ef maður gefur nægileg réttindi) hafa leyfi til að sjá þær persónulegu upplýsingar sem inni liggja.
Ættarmót hjá Dúddaætt í gær og var mjög gaman að hitta ættbálkinn eins og ætið. Ég hlakka samt enn meir til að fara í afríkupartíið hjá Syssu.
A student who changes the course of history is probably just taking an exam.
-- Höf. óþekktur
Góður punktur.
Helstu tíðindi
Ég er byrjaður að nota facebook. Í fyrstu fannst mér þetta ekki merkilegur pappír en áttaði mig síðan á að þetta er kannski ekki svo vitlaust fyrirbæri þegar allt kemur til alls. Hægt er að taka alls kyns athyglsiverð próf og setja upp myndasíðu svo eitthvað sé nefnt. Snilldin er síðan sú að einungis þeir sem eru skilgreindir sem "vinir" eða eru í sama networki (ef maður gefur nægileg réttindi) hafa leyfi til að sjá þær persónulegu upplýsingar sem inni liggja.
Ættarmót hjá Dúddaætt í gær og var mjög gaman að hitta ættbálkinn eins og ætið. Ég hlakka samt enn meir til að fara í afríkupartíið hjá Syssu.
Dienstag, September 04, 2007
Fortune dagsins
I would rather live in a world where my life is surrounded by mystery than live in a world so small that my mind could comprehend it.
-- Harry Emerson Fosdick
Helstu tíðindi
Við Elma skelltum okkur á Norah Jones tónleikana á sunnudaginn var og er óhætt að segja að þeir hafi fyllilega verið peninganna virði. Takk takk FL fyrir að styrkja þessa uppákomu.
Á hinn bóginn á FL sök á því að tónleikarnir voru sérstaklega eftirminnilegir ekki vegna tónlistarinnar heldur vegna framkomu FL í garð tónlistarmannana sem og annarra gesta sem ásamt okkur sátu. Málið var eftirfarandi:
kl 19:55
Við Elma erum komin inn og fáum okkur sæti, ásamt mörgum öðrum gestum, eins og kurteisu fólki sæmir. Erum staðsett fyrir miðju á 14. bekk en fyrstu 10 bekkirnir ásamt nokkrum fyrir aftan okkur eru svo gott sem tómir! Hvernig skyldi standa á þessu? Klikkaði eitthvað í miðasölunni?
kl:20:00 - 20:40 (Skv auglýsingu áttu tónleikar að hefjast 20:00)
Tónleikarnir hefjast með því að Norah syngur ásamt upphitunarforsprakkanum tvö lög áður en upphitunarbandið byrjar í alvöru að kynda salinn. Þetta eru mjög góðir tónlistarmenn og fara þeir á flug í mögnuðu gítaratriði þar sem einn maður er eins og heil hljómsveit. Enn eru sætin auð.
kl 20:40
Upphitunarhljómsveitin hefur lokið hlutverki sínu og er salurinn kominn í góða stemnningu en þá gerist það!
Ljósin kvikna og inn streymir þotuliðið sem hefur verið í kokteilpartíi í næsta hliðarherbergi. Þarna má sjá: Kára Stef, Bjarna Ármanns, Gísla Martein, Þórð Friðjóns, Svöfu Grönfeld, Guðfinnu Bjarna, Ingólf Helga, Evu Maríu, Frosta sexy, marga starfsmenn hjá Straumi, Kaupþingi, Lansa og Glitni svo einhverjir séu nefndir.
Salurinn kólnar niður fyrir frostmark við þessa truflun og öll vinna upphitunarbandsins til einskis.
Þetta var hið ægilegasta klúður eins og hefur varla farið fram hjá neinum sem fylgist með því sem stendur í fjölmiðlum þessa Eyríkis. Talsmaður FL, sem btw var á tónleikunum frá 20:40, hefur reynt að hvítþvo hendur fyrirtækisins af þessari smekkleysu og segir boðsgestina ekki hafa verið hlekkjaða fasta við súlur í forpartíinu og því verið frjálst að fara á tónleikana hvenær sem þá langaði til. Spurningin er hins vegar:
1. Var það ekki FL sem hélt umrætt forpartí?
2. Var það þá ekki FL sem stýrði ferðinni og vísaði boðsgestum í salinn fyrst kl 20:40?
3. Er þetta boðlegt í ljósi þess að FL styrkti tónleikana?
Vissulega ættu hinu fínu gestir að hafa gert sér fulla grein fyrir hvað var í gangi en þeir voru jú gestir í boði FL og sem slíkir hafa þeir að sjálfsögðu sýnt þá lágmarkskurteisi að vera á staðnum þar til augljóst merki væri gefið um að tími væri kominn til að fara inn í tónleikasalinn.
I would rather live in a world where my life is surrounded by mystery than live in a world so small that my mind could comprehend it.
-- Harry Emerson Fosdick
Helstu tíðindi
Við Elma skelltum okkur á Norah Jones tónleikana á sunnudaginn var og er óhætt að segja að þeir hafi fyllilega verið peninganna virði. Takk takk FL fyrir að styrkja þessa uppákomu.
Á hinn bóginn á FL sök á því að tónleikarnir voru sérstaklega eftirminnilegir ekki vegna tónlistarinnar heldur vegna framkomu FL í garð tónlistarmannana sem og annarra gesta sem ásamt okkur sátu. Málið var eftirfarandi:
kl 19:55
Við Elma erum komin inn og fáum okkur sæti, ásamt mörgum öðrum gestum, eins og kurteisu fólki sæmir. Erum staðsett fyrir miðju á 14. bekk en fyrstu 10 bekkirnir ásamt nokkrum fyrir aftan okkur eru svo gott sem tómir! Hvernig skyldi standa á þessu? Klikkaði eitthvað í miðasölunni?
kl:20:00 - 20:40 (Skv auglýsingu áttu tónleikar að hefjast 20:00)
Tónleikarnir hefjast með því að Norah syngur ásamt upphitunarforsprakkanum tvö lög áður en upphitunarbandið byrjar í alvöru að kynda salinn. Þetta eru mjög góðir tónlistarmenn og fara þeir á flug í mögnuðu gítaratriði þar sem einn maður er eins og heil hljómsveit. Enn eru sætin auð.
kl 20:40
Upphitunarhljómsveitin hefur lokið hlutverki sínu og er salurinn kominn í góða stemnningu en þá gerist það!
Ljósin kvikna og inn streymir þotuliðið sem hefur verið í kokteilpartíi í næsta hliðarherbergi. Þarna má sjá: Kára Stef, Bjarna Ármanns, Gísla Martein, Þórð Friðjóns, Svöfu Grönfeld, Guðfinnu Bjarna, Ingólf Helga, Evu Maríu, Frosta sexy, marga starfsmenn hjá Straumi, Kaupþingi, Lansa og Glitni svo einhverjir séu nefndir.
Salurinn kólnar niður fyrir frostmark við þessa truflun og öll vinna upphitunarbandsins til einskis.
Þetta var hið ægilegasta klúður eins og hefur varla farið fram hjá neinum sem fylgist með því sem stendur í fjölmiðlum þessa Eyríkis. Talsmaður FL, sem btw var á tónleikunum frá 20:40, hefur reynt að hvítþvo hendur fyrirtækisins af þessari smekkleysu og segir boðsgestina ekki hafa verið hlekkjaða fasta við súlur í forpartíinu og því verið frjálst að fara á tónleikana hvenær sem þá langaði til. Spurningin er hins vegar:
1. Var það ekki FL sem hélt umrætt forpartí?
2. Var það þá ekki FL sem stýrði ferðinni og vísaði boðsgestum í salinn fyrst kl 20:40?
3. Er þetta boðlegt í ljósi þess að FL styrkti tónleikana?
Vissulega ættu hinu fínu gestir að hafa gert sér fulla grein fyrir hvað var í gangi en þeir voru jú gestir í boði FL og sem slíkir hafa þeir að sjálfsögðu sýnt þá lágmarkskurteisi að vera á staðnum þar til augljóst merki væri gefið um að tími væri kominn til að fara inn í tónleikasalinn.
Freitag, August 24, 2007
Fortune dagsins
Kapp er best með forsjá
Helstu tíðindi
Síðastliðna helgi hélt Glitnir Reykjavíkurmaraþonið góðkunna þótt sumir er farnir að kalla það glitnishlaupið sem mér finnst svolítil synd en hitt verður ekki frá þeim tekið að skipulagningin og markaðssetningin og framkvæmdin hefur verið til fyrirmyndar. Aldrei þessu vant lét ég verða af því að bæði skrá mig og klára kílómetrana tíu, í fyrra skráði ég mig að vísu en fékk þursabit í kjölfar þessa eina æfingahlaups sem ég lagði í... ekki skynsamlegt það. Nú kvað því við annan tón og tókst mér að klára hlaupið á innan við klukkutíma sem er ágætisbyrjun en mig langar til að vera undir 50 min næst. Nú er því bara að vera duglegur og æfa sig af krafti.
Í vikunni á undan dvöldum við í sumarbústað á Flúðum og var það alveg einstaklega ljúft. Skreppa ítrekað í pottinn, grilla góðan mat og slappa af í faðmi fjölskyldunnar. Það er varla hægt að biðja um mikið meira. Í bónus þá fengum við heimsókn frá Klakanum og fjölskyldu sem og foreldrum mínum.
Nú er Skólaárið hafið og litli drengurinn kominn í annan bekk sem ber nú heitið 2. SS hvorki meira né minna. Skjöldur sagði "Alveg eins og pylsurnar" en mér datt svolítið annað og hryllilegra í hug. Síðan verður það fótboltinn, píanóið og vonandi badminton sem er nú einu sinni hverfisíþróttin. Planið er að hann fari á æfingu einu sinni í viku og síðan ætlum við feðgarnir að spila saman á miðvikudögum... ég hlakka til.
Kapp er best með forsjá
Helstu tíðindi
Síðastliðna helgi hélt Glitnir Reykjavíkurmaraþonið góðkunna þótt sumir er farnir að kalla það glitnishlaupið sem mér finnst svolítil synd en hitt verður ekki frá þeim tekið að skipulagningin og markaðssetningin og framkvæmdin hefur verið til fyrirmyndar. Aldrei þessu vant lét ég verða af því að bæði skrá mig og klára kílómetrana tíu, í fyrra skráði ég mig að vísu en fékk þursabit í kjölfar þessa eina æfingahlaups sem ég lagði í... ekki skynsamlegt það. Nú kvað því við annan tón og tókst mér að klára hlaupið á innan við klukkutíma sem er ágætisbyrjun en mig langar til að vera undir 50 min næst. Nú er því bara að vera duglegur og æfa sig af krafti.
Í vikunni á undan dvöldum við í sumarbústað á Flúðum og var það alveg einstaklega ljúft. Skreppa ítrekað í pottinn, grilla góðan mat og slappa af í faðmi fjölskyldunnar. Það er varla hægt að biðja um mikið meira. Í bónus þá fengum við heimsókn frá Klakanum og fjölskyldu sem og foreldrum mínum.
Nú er Skólaárið hafið og litli drengurinn kominn í annan bekk sem ber nú heitið 2. SS hvorki meira né minna. Skjöldur sagði "Alveg eins og pylsurnar" en mér datt svolítið annað og hryllilegra í hug. Síðan verður það fótboltinn, píanóið og vonandi badminton sem er nú einu sinni hverfisíþróttin. Planið er að hann fari á æfingu einu sinni í viku og síðan ætlum við feðgarnir að spila saman á miðvikudögum... ég hlakka til.