Dienstag, Juli 17, 2007
Fortune dagsins
Jeg önsker mig en himmelseng
en himmelseng með spejl i
hvor jeg kan ligge og spejle mig
aah gud, hvor jeg er dejlig!
Jeg önsker mig en himmelseng
en himmelseng með spejl i
hvor jeg kan ligge og spejle mig
aah gud, hvor jeg er dejlig!
Tileinkað Frú Victoriu Beckham sem finnst soldið erfitt að vera ómótstæðileg.
Helstu tíðindi
Best að koma með smá flugfréttir. Eins og ég hef líklega sagt frá í fyrri færslu þá seldi ég fisfélaginu flugdótið mitt í vor, bæði vegna þess að vængurinn var að nálgast síðasta söludag og að mig langaði til þess að verða frambærilegur í golfi. Planið var því að selja vænginn til að fá positive cashflow um tíma og kaupa nýjan útbúnað næsta vor. Nota þetta sumar í golftíma og spila með konunni. Flott plan en hvernig virkar það svo í praktíkinni?
Ég stóð við mitt og seldi vænginn, skellti mér að því búnu í golftíma og spilaði eins og óður maður í nokkrar vikur enda árangurinn bara nokkuð sæmilegur en konan var ekki alveg eins áfjáð. Síðan förum við til Sviss og þar "fell ég" eins og góðum alka sæmir. Það nefnilega alveg það sama með flugið og aðra frábæra hluti að þegar maður hefur einu sinni bragðað hinn forboðna ávöxt þá verður ekki aftur snúið, maður vill bara meira og meira og meira og meira. Ég stóðst einfaldlega ekki freistinguna og leigði mér útbúnað í smábænum Emmetten þar sem ég flaug úr 1600 metra hæð! Alveg kolgeggjað. Ég verð að viðurkenna að ég var alveg hrikalega stressaður á leiðinni upp í kláfnum og ekki batnaði það þegar ég var að taka græjurnar til innan um 20 baulandi beljur með stórar klingjandi bjöllur um hálsinn, en þegar ég var búinn að spenna á mig útbúnaðinn fylltist ég þessari sælutilfinningu þegar ég tók á loft, og fullyrði ég að nánast ekkert jafnist á við þá tilfinningu.
Þegar heim var komið hafði ég strax samband við gjaldkera fisfélagsins og samdi um sumarleigu á mínum gamla útbúnaði. Ég groundaði aðeins fyrst svona til þess að fá tilfinninguna fyrir græjunni minni aftur og í gær tók ég mitt fyrsta flug hér á landi þetta sumarið í Herdísarvíkinni.
Tugkílómetra hraunkambur
Þvílík sæla! Golfið er skemmtilegt en þetta er einfaldlega svo miklu miklu betra. Ég vil þó ekki alveg taka svo djúpt í árinni og segja "Golf Sucks" eins og félagi minn sem var í svona bol.
Spurning hvort ég ætti að fá mér einn slíkan? Nei ég ætla að gefa golfinu meira tækifæri og mun að öllum líkindum spila með pabba í Bedford UK á fimmtudaginn.