Mittwoch, Mai 30, 2007

 
Fortune dagsins
Lifðu í lukku en ekki í krukku
-- Höf. óþekktur

Skilaboð til minna stúdentsefna.

Helstu tíðindi
Kennarar eru þrælar dauðans. Eftir að hafa upplifað þá vinnu sem fylgir þessum blessuðu stúdentsprófum og orðið vitni af álaginu sem fylgir samkennurum mínum, þá er ekki hægt að komast að annari niðurstöðu en að þetta sé ekki öfundsvert starf miðað við þau laun sem fást í bransanum. Ekki furða að það er ekki á færi allra að endast í þessu starfi.
Kostirnir hins vegar eru sennilega þrír... júní, júlí og ágúst :+)
(Gamall brandari)

Ég er allavega búinn að sinna skyldu minni og af 25 nemendum fengu 2 ágætiseinkunn og 1 féll sem var því miður ekki alveg óviðbúið. Ég uni því sáttur við þessa niðurstöðu.


Nú er ég 2svar búinn að prófa vélina. Fyrsta tilraunin endaði næstum því með hörmungum því batteríin sem fylgdu í pakkanum, og fóru beina leið í fjarstýringuna, reyndust vera svo gott sem búin og ollu því að ég missti allt samband við vélina í hvert skipti sem hún fór úr 10m færi. Ég neitaði samt að deyja ráðalaus og keypti því alvöru Duracell rafhlöður í gær. Flug no2 gekk því eins og í sögu og tókst mér meira að segja að láta vélina fara í 2 loop-ur. Þetta er ekkert smá gaman.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?