Donnerstag, April 12, 2007

 
Fortune dagsins
I didn't like the play, but I saw it under adverse conditions. The curtain was up.
-- Höf. óþekktur

Helstu tíðindi
Við skruppum í Bláa lónið á sunnudaginn var svona til þess að njóta páskanna í samveru. Byrjuðum á því að keyra yfir í Krýsuvík og að Herdísarvíkinni þar sem ég sýndi Elmu og Skildi hvar við fljúgum á sumrin, þetta er alveg ótrúlega fallegt svæði og hamrabeltið býður upp á langt og skemmtilegt hangflug. Keyrðum síðan inn í Grindavík og þaðan í Lónið. Mjög skemmtilegur dagur og naut Skjöldur þess greinilega að láta sig fljóta á bakinu og fá rigninguna upp í sig.

Aldrei þessu vant þá tókst mér að detta í bók og að þessu sinni var "Viltu vinna milljarð" fyrir valinu.

Ég myndi kannski ekki beint segja að hér séu um heimsbókmenntir að ræða en sagan er í senn fræðandi og mannbætandi sem og skemmtileg. Því get ég hiklaust mælt með að þeir sem hafi ekkert að gera verði sér úti um eintak og gefi þessari skruddu tækifæri.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?