Mittwoch, April 04, 2007

 
Fortune dagsins
Kindness is a language which the deaf can hear and the blind can read.
-- Mark Twain

Að lesa svona falleg orð er eins og að hlusta á góða músík.

Helstu tíðindi
Byrja á taflfréttum, æfingin skapar meistarann segir málshátturinn góði og vil ég kannski ekki meina að ég sé beint orðinn meistari en tölfræðin talar sínu máli og er nokkuð greinilegt að æfingarnar hafa gert sitt gagn.

Enn er ég fyrir neðan meðaltalið, sem er í kringum 1500 stig, og þýðir að það er líklegra að ég muni tapa skák á móti Jóni Jónssyni heldur en að ég vinni hana. Engu að síður er þetta skref í rétta átt og þýðir ekkert annað en að halda ótrauður áfram. Spennó!

Kristján Geir Svissvinur kemur til landsins í dag og munum við hjónin að sjálfsögðu taka höfðinglega á móti kappanum. Planið er að bjóða honum í sushi annað kvöld og sjá síðan til með framhaldið. Það er alltaf gaman að hitta Kristján.

Að lokum verð ég að hrósa Herragarðinum þeirri ágætu verzlun. Málið er að á síðustu útsölu keypti ég þessi fínu jakkaföt sem ég hélt mikið upp á enda fyrstu fötin af týpu "Slim Fit" sem ég fjárfesti í... svona er að vera duglegur í ræktinni, smám saman uppsker maður laun erfiðisins.
Hvað um það, ég er sem sagt kominn með þessi fínu jakkaföt og nota þau því nokkuð eða svona 4-5 sinnum fyrsta mánuðinn. Þá fer ég að taka eftir því að efnið er allt farið að slitna og trosna undarlega mikið og verð frekar hissa því þau voru nú ekki beint ódýr. Gerði mér því ferð í Herragarðinn og sýndi verslunarstjóranum hvernig fyrir þessum fötum væri komið og er skemmst frá því að segja að hann bauð mér að skoða mig um og velja hvaða jakkaföt sem hugurinn girntist.
Þetta kalla ég góða þjónustu!

Ég mun vígja nýja settið á árshátíðinni þann 14. apríl.
Comments:
hallú skák meistari.

ég ætla að fá að leyfa mér að efast um að það sé líklegra að þú munir tapa fyrir jóni jónssyni í skák heldur en ekki - þar sem ég geri fastlega ráð fyrir að tölfræðin þarna byggi á þeim sem fara inn á skáksíðu til að æfa sig í að leysa skákvandamál:p

kv. Helga Guðrún
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?