Dienstag, Januar 23, 2007
Helstu tíðindi
Sigur "strákanna okkar" á Evrópumeisturum Frakka. Ég er orðlaus og græt af gleði. Fyrir þá sem eru forvitnir og vilja vita hvað "Svíinn" er þá fann ég eftirfarandi útskýringu á netinu. Hér er greinilega um taktíkst bragð að ræða sem gengur út á að láta línumann skapa pláss fyrir aukasóknarmann sem kemur úr annarri stöðu.
Svíinn (Gurkburk á sænsku)
Sjá hreyfimynd hér: http://dragoerhb.dk/x779.html
Sigur "strákanna okkar" á Evrópumeisturum Frakka. Ég er orðlaus og græt af gleði. Fyrir þá sem eru forvitnir og vilja vita hvað "Svíinn" er þá fann ég eftirfarandi útskýringu á netinu. Hér er greinilega um taktíkst bragð að ræða sem gengur út á að láta línumann skapa pláss fyrir aukasóknarmann sem kemur úr annarri stöðu.
Svíinn (Gurkburk á sænsku)
Sjá hreyfimynd hér: http://dragoerhb.dk/x779.html
Montag, Januar 22, 2007
Fortune dagsins
It's been so long since I made love I can't even remember who gets tied up.
-- Joan Rivers
Manni dettur margt í hug þegar fortune dagsins er lesið. T.d. sagan fræga úr Breiðholtinu af parinu sem kryddaði samlífi sitt með þeim hætti að herrann fór í flotta súpermann búninginn og handjárnaði dömuna. Því næst klifraði minn maður upp á skápinn og "flaug" niður að bjarga fórnarlambinu, en haldiði ekki að helvítis skikkjan hafi þá ekki krækst í skápinn og súpermann rotast í fallinu. Gaman að svara útkalli hjá löggunni þann daginn.
Helstu tíðindi
Best að halda áfram með frásögnina þar sem frá var horfið í síðustu færslu.
Sunnudagur fyrir viku síðan:
Við Elma fórum með Skjöld Orra og þremur af hans bekkjarsystkinum í mikla sleðaferð í Ártúnsbrekkuna. Þetta er liður í vinahópastarfsemi sem tíðkast í Langholtsskóla. Í stuttu máli þá var þetta bara þvílíkt gaman, sérstaklega fyrir krakkana, en við Elma voru vægast til tekið búin eftir sleðaferðirnar því það kom í okkar hlut að draga sleðana upp brekkuna fyrir litla fólkið, aftur, aftur og aftur.
Klukkan fjögur skelltum við feðgarnir okkur í Laugardalshöllina á handboltaleik þar sem við studdum eins vel og við gátum við bakið á" strákunum okkar" gegn hinum austur-evrópsku Tékkum. Síðan þá hefur Skjöldur verið alveg sjúkur í handbolta.
Þriðjudagur:
Stór tíðindi gerðust kl. 07:25! Skjöldur kláraði síðasta variationið af A-B-C-D og fékk nýtt lag. Þetta eru svo sannarlega gleðileg tíðindi og hafa glætt nýju lífi í áhuga drengsins. Nú æfum við Sí-Sí-Sú með hægri... stuð!
It's been so long since I made love I can't even remember who gets tied up.
-- Joan Rivers
Manni dettur margt í hug þegar fortune dagsins er lesið. T.d. sagan fræga úr Breiðholtinu af parinu sem kryddaði samlífi sitt með þeim hætti að herrann fór í flotta súpermann búninginn og handjárnaði dömuna. Því næst klifraði minn maður upp á skápinn og "flaug" niður að bjarga fórnarlambinu, en haldiði ekki að helvítis skikkjan hafi þá ekki krækst í skápinn og súpermann rotast í fallinu. Gaman að svara útkalli hjá löggunni þann daginn.
Helstu tíðindi
Best að halda áfram með frásögnina þar sem frá var horfið í síðustu færslu.
Sunnudagur fyrir viku síðan:
Við Elma fórum með Skjöld Orra og þremur af hans bekkjarsystkinum í mikla sleðaferð í Ártúnsbrekkuna. Þetta er liður í vinahópastarfsemi sem tíðkast í Langholtsskóla. Í stuttu máli þá var þetta bara þvílíkt gaman, sérstaklega fyrir krakkana, en við Elma voru vægast til tekið búin eftir sleðaferðirnar því það kom í okkar hlut að draga sleðana upp brekkuna fyrir litla fólkið, aftur, aftur og aftur.
Klukkan fjögur skelltum við feðgarnir okkur í Laugardalshöllina á handboltaleik þar sem við studdum eins vel og við gátum við bakið á" strákunum okkar" gegn hinum austur-evrópsku Tékkum. Síðan þá hefur Skjöldur verið alveg sjúkur í handbolta.
Þriðjudagur:
Stór tíðindi gerðust kl. 07:25! Skjöldur kláraði síðasta variationið af A-B-C-D og fékk nýtt lag. Þetta eru svo sannarlega gleðileg tíðindi og hafa glætt nýju lífi í áhuga drengsins. Nú æfum við Sí-Sí-Sú með hægri... stuð!
Mittwoch, Januar 17, 2007
Fortune dagsins
I used up all my sick days, so I'm calling in dead.
-- Höf. óþekktur
Heyrst hefur að sumir "nota" alltaf þá tvo veikindadaga sem þeir hafa í mánuði. Ætli þeir spái nokkuð í hvað gerist ef þeir verða skyndilega raunverulega veikir?
Helstu tíðindi
Ég hef síður en svo verið iðinn við bloggið síðustu daga og er það gott merki um að ég hafi nóg að gera þegar ég hef ekki einu sinni tíma til að slá nokkrar nótur á píanóið. Því ætti ekki að koma á óvart að þessi færsla verður í lengri kantinum og best að segja frá hlutum í krónologískri röð.
Fimmtudagur:
Við hjónin erum aftur byrjuð að stunda dansinn. Fyrst vorum við 2 misseri veturinn 1999-2000, síðan 2 misseri veturinn 2003-2004 og nú aftur veturinn 2006-2007. Talnaglöggir menn ættu að vera búnir að sjá að ástundun okkar í dansinum má næstum lýsa með mismunarunu sem gefin er með eftirfarandi formúlu: a = 2000 og a[n] = a[n-1] + 3.
Við hófum leikinn í hópi sem ber heitið "Framhald 2" en sáum fljótt að við kunnum mun meir en verið var að æfa og tókum því strax þá ákvörðun að uppfæra okkur í "Framhald 4". Breytingin hefur jafnframt þann kost að hinn salurinn er miklu breiðari sem er sérstaklega gott þegar ballroom dansarnir eru annars vegar.
Laugardagur:
Eitt af áramótaheitum mínum var að elda meira í ár heldur en 2006 en einnig höfum við hjónin ákveðið að vera myndarlegri við að bjóða vinum og fjölskyldumeðlimum í mat... listinn er orðinn ansi langur og veit ég satt að segja ekki hvort að árið endist til að borga skuldina. Nú var röðin komin að Hákarlinum og Marín og hafði ég ákveðið að nýta skyldi kunnáttuna frá Sushinámskeiðinu sem Elma sendi mig á fyrir jól og bjóða turtildúfunum í heimalagað eðalsushi.
Sushi er sko ekkert grín, ha? sjóða hrísgrjón og skella hráum fiski á, hvaða mál er það? Nei þetta er ekki alveg svo einfalt því t.d. þarf fyrst að skola hrísgrjónin aftur og aftur og aftur og aftur... o.s.frv. Undir engum kringumstæðum skal vanmeta mikilvægi þess að skola grjónin almennilega og ég er ekki að ljúga þegar ég segi að á fyrsta ári hins 3ja ára sushikokka námskeiðs í Japan gerir neminn ekkert annað en að skola sushigrjón!! Hugsið ykkur.
Sem sagt þá byrjaði ég á því að skola og skola í heilan klukkutíma.
Síðan sjóða með nákvæmlega réttu vatnsmagni í nákvæmlega réttan fjölda mínútna.
Að því búnu setja í skál, kæla aðeins og setja hrísgrjónaedikblönduna yfir.
Loks losa um klumpana með sleif og þá eru hrísgrjónin tilbúin til notkunar.
Við Dóri, með hjálp frá dömunum, bjuggum til nokkrar maki-rúllur með laxi eða túnfiski og slatta af nigiri-bitum með laxi eða túnfiski. Þetta rann alveg einkar vel niður með japönskum eðalbjór.
I used up all my sick days, so I'm calling in dead.
-- Höf. óþekktur
Heyrst hefur að sumir "nota" alltaf þá tvo veikindadaga sem þeir hafa í mánuði. Ætli þeir spái nokkuð í hvað gerist ef þeir verða skyndilega raunverulega veikir?
Helstu tíðindi
Ég hef síður en svo verið iðinn við bloggið síðustu daga og er það gott merki um að ég hafi nóg að gera þegar ég hef ekki einu sinni tíma til að slá nokkrar nótur á píanóið. Því ætti ekki að koma á óvart að þessi færsla verður í lengri kantinum og best að segja frá hlutum í krónologískri röð.
Fimmtudagur:
Við hjónin erum aftur byrjuð að stunda dansinn. Fyrst vorum við 2 misseri veturinn 1999-2000, síðan 2 misseri veturinn 2003-2004 og nú aftur veturinn 2006-2007. Talnaglöggir menn ættu að vera búnir að sjá að ástundun okkar í dansinum má næstum lýsa með mismunarunu sem gefin er með eftirfarandi formúlu: a = 2000 og a[n] = a[n-1] + 3.
Við hófum leikinn í hópi sem ber heitið "Framhald 2" en sáum fljótt að við kunnum mun meir en verið var að æfa og tókum því strax þá ákvörðun að uppfæra okkur í "Framhald 4". Breytingin hefur jafnframt þann kost að hinn salurinn er miklu breiðari sem er sérstaklega gott þegar ballroom dansarnir eru annars vegar.
Laugardagur:
Eitt af áramótaheitum mínum var að elda meira í ár heldur en 2006 en einnig höfum við hjónin ákveðið að vera myndarlegri við að bjóða vinum og fjölskyldumeðlimum í mat... listinn er orðinn ansi langur og veit ég satt að segja ekki hvort að árið endist til að borga skuldina. Nú var röðin komin að Hákarlinum og Marín og hafði ég ákveðið að nýta skyldi kunnáttuna frá Sushinámskeiðinu sem Elma sendi mig á fyrir jól og bjóða turtildúfunum í heimalagað eðalsushi.
Sushi er sko ekkert grín, ha? sjóða hrísgrjón og skella hráum fiski á, hvaða mál er það? Nei þetta er ekki alveg svo einfalt því t.d. þarf fyrst að skola hrísgrjónin aftur og aftur og aftur og aftur... o.s.frv. Undir engum kringumstæðum skal vanmeta mikilvægi þess að skola grjónin almennilega og ég er ekki að ljúga þegar ég segi að á fyrsta ári hins 3ja ára sushikokka námskeiðs í Japan gerir neminn ekkert annað en að skola sushigrjón!! Hugsið ykkur.
Sem sagt þá byrjaði ég á því að skola og skola í heilan klukkutíma.
Síðan sjóða með nákvæmlega réttu vatnsmagni í nákvæmlega réttan fjölda mínútna.
Að því búnu setja í skál, kæla aðeins og setja hrísgrjónaedikblönduna yfir.
Loks losa um klumpana með sleif og þá eru hrísgrjónin tilbúin til notkunar.
Við Dóri, með hjálp frá dömunum, bjuggum til nokkrar maki-rúllur með laxi eða túnfiski og slatta af nigiri-bitum með laxi eða túnfiski. Þetta rann alveg einkar vel niður með japönskum eðalbjór.