Montag, Januar 22, 2007
Fortune dagsins
It's been so long since I made love I can't even remember who gets tied up.
-- Joan Rivers
Manni dettur margt í hug þegar fortune dagsins er lesið. T.d. sagan fræga úr Breiðholtinu af parinu sem kryddaði samlífi sitt með þeim hætti að herrann fór í flotta súpermann búninginn og handjárnaði dömuna. Því næst klifraði minn maður upp á skápinn og "flaug" niður að bjarga fórnarlambinu, en haldiði ekki að helvítis skikkjan hafi þá ekki krækst í skápinn og súpermann rotast í fallinu. Gaman að svara útkalli hjá löggunni þann daginn.
Helstu tíðindi
Best að halda áfram með frásögnina þar sem frá var horfið í síðustu færslu.
Sunnudagur fyrir viku síðan:
Við Elma fórum með Skjöld Orra og þremur af hans bekkjarsystkinum í mikla sleðaferð í Ártúnsbrekkuna. Þetta er liður í vinahópastarfsemi sem tíðkast í Langholtsskóla. Í stuttu máli þá var þetta bara þvílíkt gaman, sérstaklega fyrir krakkana, en við Elma voru vægast til tekið búin eftir sleðaferðirnar því það kom í okkar hlut að draga sleðana upp brekkuna fyrir litla fólkið, aftur, aftur og aftur.
Klukkan fjögur skelltum við feðgarnir okkur í Laugardalshöllina á handboltaleik þar sem við studdum eins vel og við gátum við bakið á" strákunum okkar" gegn hinum austur-evrópsku Tékkum. Síðan þá hefur Skjöldur verið alveg sjúkur í handbolta.
Þriðjudagur:
Stór tíðindi gerðust kl. 07:25! Skjöldur kláraði síðasta variationið af A-B-C-D og fékk nýtt lag. Þetta eru svo sannarlega gleðileg tíðindi og hafa glætt nýju lífi í áhuga drengsins. Nú æfum við Sí-Sí-Sú með hægri... stuð!
It's been so long since I made love I can't even remember who gets tied up.
-- Joan Rivers
Manni dettur margt í hug þegar fortune dagsins er lesið. T.d. sagan fræga úr Breiðholtinu af parinu sem kryddaði samlífi sitt með þeim hætti að herrann fór í flotta súpermann búninginn og handjárnaði dömuna. Því næst klifraði minn maður upp á skápinn og "flaug" niður að bjarga fórnarlambinu, en haldiði ekki að helvítis skikkjan hafi þá ekki krækst í skápinn og súpermann rotast í fallinu. Gaman að svara útkalli hjá löggunni þann daginn.
Helstu tíðindi
Best að halda áfram með frásögnina þar sem frá var horfið í síðustu færslu.
Sunnudagur fyrir viku síðan:
Við Elma fórum með Skjöld Orra og þremur af hans bekkjarsystkinum í mikla sleðaferð í Ártúnsbrekkuna. Þetta er liður í vinahópastarfsemi sem tíðkast í Langholtsskóla. Í stuttu máli þá var þetta bara þvílíkt gaman, sérstaklega fyrir krakkana, en við Elma voru vægast til tekið búin eftir sleðaferðirnar því það kom í okkar hlut að draga sleðana upp brekkuna fyrir litla fólkið, aftur, aftur og aftur.
Klukkan fjögur skelltum við feðgarnir okkur í Laugardalshöllina á handboltaleik þar sem við studdum eins vel og við gátum við bakið á" strákunum okkar" gegn hinum austur-evrópsku Tékkum. Síðan þá hefur Skjöldur verið alveg sjúkur í handbolta.
Þriðjudagur:
Stór tíðindi gerðust kl. 07:25! Skjöldur kláraði síðasta variationið af A-B-C-D og fékk nýtt lag. Þetta eru svo sannarlega gleðileg tíðindi og hafa glætt nýju lífi í áhuga drengsins. Nú æfum við Sí-Sí-Sú með hægri... stuð!