Dienstag, April 25, 2006
Fortune dagsins
If God had meant for Texans to ski he would have made bullshit white.
-- Höf. óþekktur
Helstu tíðindi
Í tilefni af áttræðisafmæli ömmu mun stórfjölskyldan mömmu megin hittast og snæða veislumat í kvöld. Þar sem amma var í húsmæðraskóla í Sorö á sínum tíma er það gefið mál að maturinn verður ekki af verri endanum. Eini mínusinn er að ég missi því miður af Meistaradeildinni.
Unnar frændi er alveg að fá bílpróf og í tilefni þess hef ég lagt til við þá bræður að við skellum okkur í GoKart keppni í Njarðvíkinni til þess að fá úr því skorið hver okkar sé raunverulega besti bílstjórinn. Hugmyndin er að bæta nafna, Grétari mági hans og þeim Gumma og Sigga Furugerðisfrændum í hópinn en einnig kemur til greina að hleypa einum til viðbótar í slaginn sem verður kannski gert.
Brautin góða
Allavega þá er ég búinn að panta brautina þann 20. maí og verður keppt til úrslita í Litlu formúlukeppninni: Tímataka + 15 hringir í alvöru akstri þar sem raðað er á ráspól skv. árangri úr tímatöku. Þetta er hrein snilld og spurning um að gera þetta að árlegum viðburði og kaupa flottan farandsbikar.
MR krókurinn
Síðasti tíminn á morgun því á föstudaginn förum við til Parísar á árshátíð. Almennt er ég mjög sáttur með veturinn og hefur þetta verið mjög gaman.
If God had meant for Texans to ski he would have made bullshit white.
-- Höf. óþekktur
Helstu tíðindi
Í tilefni af áttræðisafmæli ömmu mun stórfjölskyldan mömmu megin hittast og snæða veislumat í kvöld. Þar sem amma var í húsmæðraskóla í Sorö á sínum tíma er það gefið mál að maturinn verður ekki af verri endanum. Eini mínusinn er að ég missi því miður af Meistaradeildinni.
Unnar frændi er alveg að fá bílpróf og í tilefni þess hef ég lagt til við þá bræður að við skellum okkur í GoKart keppni í Njarðvíkinni til þess að fá úr því skorið hver okkar sé raunverulega besti bílstjórinn. Hugmyndin er að bæta nafna, Grétari mági hans og þeim Gumma og Sigga Furugerðisfrændum í hópinn en einnig kemur til greina að hleypa einum til viðbótar í slaginn sem verður kannski gert.
Brautin góða
Allavega þá er ég búinn að panta brautina þann 20. maí og verður keppt til úrslita í Litlu formúlukeppninni: Tímataka + 15 hringir í alvöru akstri þar sem raðað er á ráspól skv. árangri úr tímatöku. Þetta er hrein snilld og spurning um að gera þetta að árlegum viðburði og kaupa flottan farandsbikar.
MR krókurinn
Síðasti tíminn á morgun því á föstudaginn förum við til Parísar á árshátíð. Almennt er ég mjög sáttur með veturinn og hefur þetta verið mjög gaman.
Dienstag, April 18, 2006
Fortune dagsins
We are all so much together and yet we are all dying of loneliness.
-- A. Schweitzer
Eitthvað svo ljóðrænt.
Helstu tíðindi
Vorið er komið og eru eftirtaldir atburðir sönnun um það:
1. Ég tók vænginn út fyrir helgi og "ground handlaði" aðeins á stóra túninu við Glæsibæ, vindstyrkurinn var þó í meira lagi því ég fór aðeins upp í loft og fauk næstum á runnana við Suðurlandsbrautina.
Ground handling
2. Hulunni var svipt af Weber grillinu góða og nokkrir sveittir hamborgarar webraðir. Það jafnast ekkert á við að standa úti með grillspaðann í annarri og einn kaldann í hinni.
Weber Q
3. Skólum fer að ljúka og sumarfrí að byrja.
AC-Mílan mun vonandi lúta í lægra haldi fyrir Börsungum í meistaradeildinni á eftir, hvort sem sú spá gengur eftir eða ekki munum við Óli og co. fylgjast spenntir með rimmunni. Eins og flestir vita er AC-Milan í eigu Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu sem mun að öllum líkindu missa embættið á næstu dögum, skyldi það vera fyrirboði hvað leikinn varðar?
MR krókurinn
Góðar fréttir, góðar fréttir og góðar fréttir:
1. Enginn tími á morgun því ég þarf að ná morgunfluginu til Sverige.
2. Ég mun bæta það upp á föstudaginn kl. 14:35 sem verður N.b. síðasti föstudagstími skólaársins hjá mér.
3. Skyndipróf úr öllu efni misserisins á mánudaginn.
Hér með hefur þessu verið komið á framfæri.
We are all so much together and yet we are all dying of loneliness.
-- A. Schweitzer
Eitthvað svo ljóðrænt.
Helstu tíðindi
Vorið er komið og eru eftirtaldir atburðir sönnun um það:
1. Ég tók vænginn út fyrir helgi og "ground handlaði" aðeins á stóra túninu við Glæsibæ, vindstyrkurinn var þó í meira lagi því ég fór aðeins upp í loft og fauk næstum á runnana við Suðurlandsbrautina.
Ground handling
2. Hulunni var svipt af Weber grillinu góða og nokkrir sveittir hamborgarar webraðir. Það jafnast ekkert á við að standa úti með grillspaðann í annarri og einn kaldann í hinni.
Weber Q
3. Skólum fer að ljúka og sumarfrí að byrja.
AC-Mílan mun vonandi lúta í lægra haldi fyrir Börsungum í meistaradeildinni á eftir, hvort sem sú spá gengur eftir eða ekki munum við Óli og co. fylgjast spenntir með rimmunni. Eins og flestir vita er AC-Milan í eigu Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu sem mun að öllum líkindu missa embættið á næstu dögum, skyldi það vera fyrirboði hvað leikinn varðar?
MR krókurinn
Góðar fréttir, góðar fréttir og góðar fréttir:
1. Enginn tími á morgun því ég þarf að ná morgunfluginu til Sverige.
2. Ég mun bæta það upp á föstudaginn kl. 14:35 sem verður N.b. síðasti föstudagstími skólaársins hjá mér.
3. Skyndipróf úr öllu efni misserisins á mánudaginn.
Hér með hefur þessu verið komið á framfæri.
Dienstag, April 11, 2006
Fortune dagsins
I generally avoid temptation unless I can't resist it.
-- Mae West
Þetta hefur lengi verið einn af mínum veikleikum, það er sú staða komið upp að mig langi svo hrikalega mikið í eitthvað að ég get ekki með nokkru mót hamið mig og kaupi hlutinn. Besta dæmið er sennilega fjallahjólið sem ég keypti fyrir löngu síðan og kostaði 43.000,- krónur ef ég man rétt sem var engin smáupphæð.
Með aldrinum hefur mér tekist að hemja mig aðeins og er besta ráðið að sofa bókstaflega á málinu í einn sólarhring. Þetta er nefnilega oftast að stórum hluta ofursterk sýndarhvöt sem hverfur mjög skjótt og þess vegna er ansi líklegt að maður sjái mikið eftir kaupunum sé keypt í flýti en sé lagst undir feld eru yfirgnæfandi líkur á að ákvörðunin verði að spara peninginn að sinni.
Helstu tíðindi
Ég skrapp á margmiðlunarútsöluna í Perlunni á laugardaginn og var þar marg að finna sem freistaði mín. Ég reyndi þó að vera skynsamur og keypti bara 3 hluti:
1. Very Bad Things á DVD sem er frábær svört kómedía
2. Back to Bedlam með James Blunt sem er alveg magnaður diskur
3. CCR the Platinum collection.
Frá því að ég heyrði "Have You Ever Seen the Rain" í fyrsta skiptið hefur þessi hljómsveit verið í miklum hávegum höfð hjá mér. Mér finnst þeir næstum betri en Bítlarnir, svei mér þá.
Gulls ígildi
Á sunnudaginn var það fermingarveisla og var hápunkturinn þegar frænka fermingarbarnsins spilaði einhvern Liszt konsertinn af stakri snilld á píanó, það lá við að ég táraðist. Í kjölfarið prentaði ég út nótur að "Liebenstraum" (Nocturne #3) til að spila en eftir að hafa fengið faglegt álit hjá vinkonum mínum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé sennilega ekki heppilegasta stykkið fyrir byrjanda eins og mig. Liszt er víst mikið spilaður af nemendum á 6. stigi og það eina sem ég hef eru 5 stig á fiðlu!
Óska því hér með eftir ábendingum á léttari og skemmtileg stykki.
I generally avoid temptation unless I can't resist it.
-- Mae West
Þetta hefur lengi verið einn af mínum veikleikum, það er sú staða komið upp að mig langi svo hrikalega mikið í eitthvað að ég get ekki með nokkru mót hamið mig og kaupi hlutinn. Besta dæmið er sennilega fjallahjólið sem ég keypti fyrir löngu síðan og kostaði 43.000,- krónur ef ég man rétt sem var engin smáupphæð.
Með aldrinum hefur mér tekist að hemja mig aðeins og er besta ráðið að sofa bókstaflega á málinu í einn sólarhring. Þetta er nefnilega oftast að stórum hluta ofursterk sýndarhvöt sem hverfur mjög skjótt og þess vegna er ansi líklegt að maður sjái mikið eftir kaupunum sé keypt í flýti en sé lagst undir feld eru yfirgnæfandi líkur á að ákvörðunin verði að spara peninginn að sinni.
Helstu tíðindi
Ég skrapp á margmiðlunarútsöluna í Perlunni á laugardaginn og var þar marg að finna sem freistaði mín. Ég reyndi þó að vera skynsamur og keypti bara 3 hluti:
1. Very Bad Things á DVD sem er frábær svört kómedía
2. Back to Bedlam með James Blunt sem er alveg magnaður diskur
3. CCR the Platinum collection.
Frá því að ég heyrði "Have You Ever Seen the Rain" í fyrsta skiptið hefur þessi hljómsveit verið í miklum hávegum höfð hjá mér. Mér finnst þeir næstum betri en Bítlarnir, svei mér þá.
Gulls ígildi
Á sunnudaginn var það fermingarveisla og var hápunkturinn þegar frænka fermingarbarnsins spilaði einhvern Liszt konsertinn af stakri snilld á píanó, það lá við að ég táraðist. Í kjölfarið prentaði ég út nótur að "Liebenstraum" (Nocturne #3) til að spila en eftir að hafa fengið faglegt álit hjá vinkonum mínum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé sennilega ekki heppilegasta stykkið fyrir byrjanda eins og mig. Liszt er víst mikið spilaður af nemendum á 6. stigi og það eina sem ég hef eru 5 stig á fiðlu!
Óska því hér með eftir ábendingum á léttari og skemmtileg stykki.
Dienstag, April 04, 2006
Fortune dagsins
'Mounten' wird fuer drei Dinge benutzt:
'Aufsitzen' auf Pferde,
'einklinken'von Festplatten in Dateisysteme, und,
nun, 'besteigen' beim Sex.
--Christa Keil
Sumir eru formlegri en aðrir þegar skilgreina skal hinar náttúrulegustu aðgerðir.
Helstu tíðindi
Katie Melua tónleikarnir voru alveg geggjaðir og komu vel á óvart því fyrir utan að taka eigin lög rokkaði hún dagskrána upp með sína eigin útgáfu af 19th Nervous Breakdown með Rolling Stones, Spaceman með Babylon Zoo og Lucy in the Sky with Diamonds. Að mörgu leyti voru hennar útgáfur skemmtilegri en frumútsetningarnar og gerði sennilega gæfumuninn hvað hún hafði hæfileikaríkt fólk með sér sem fékk hvert um sig gott svigrúm til að láta ljós sitt skína sem skærast.
Henry Spinetti á Slagverki: Skallapoppari með gleraugu. Ég er ekki mikill kunnáttumaður þegar húðir eru annars vegar en sérstaklega hafði ég gaman af flóknum rythmafléttunum sem og þegar hann sló ekki beint á húðirnar heldur í rammana.
Justin Sandercoe á gítar: Greinilega mjög hæfileikaríkur og skipti engu hvort hann var að taka flókin sólo, jassgripasamsetningar eða riff.
Jim Watson á flygli: Jazz píanisti að menntun og sá sem var hvað rólegastur á sviðinu. Það endurspeglaðist hins vegar síður en svo í músikinni því hann töfraði fram hinar fegurstu melódíur á lyklaborðinu að það var sem hið besta eyrnarkonfekt.
Frank Gallagher á... fiðlu, sítar, flautu, o.s.frv: Sem menntaður fiðlari gat ég ekki annað en dáðst að fiminni hjá Frankie boy. Hann fór létt með að draga fram ferundir og fimmundir og virtist engu máli skipta hvaða hljóðfæri var mundað. Allt virkaði eitthvað svo natural og léttleikandi hjá manninum.
Lucy Shaw á Bassa/bassa: Ótvírætt mest sjarmerandi persónan á sviðinu. Ef Katie er eins og falleg álfamær þá er Lucy töffarinn sem lætur það virka cool að spila á gamaldags bassa, með liðað hár, svartan derhatt og leyndardómsfullt bros. Hún var augljóslega á heimavelli með klassíska bassann því nótnasamsetningarnar virtust oft vera ansi flóknar en ekki var hún síðri á rafbassanum. Sérstaklega var flott hvernig hún renndi niður strenginn í 19th Nervous Breakdown.
Á laugardaginn var það síðan 70 ára afmæli skíðadeildarinnar og var ég þarna í skíðaskálanum innan um fólk sem var að meðaltali ca 70 ára gamalt. Leið fyrst eins og ég væri á árshátíð hjá elliheimili. Sú tilfinning hvar samt fljótt því við áttum það öll sameiginlegt að vera einlægir skíðaáhugamenn og flestir voru afreksfólk hið mesta sem höfðu frá mörgu skemmtilegu að segja. Ég hins vegar get ekki státað af neinum stórum titlum, og ekki heldur neinum litlum titlum ef því er að skipta en er ekki aðalatriðið að vera með?
MR krókurinn
Búinn að fara yfir námsefni vetrarins og er því "bara" upprifjun og undirbúningur fyrir prófið eftir. Þau munu standa sig með miklum sóma vona ég.
'Mounten' wird fuer drei Dinge benutzt:
'Aufsitzen' auf Pferde,
'einklinken'von Festplatten in Dateisysteme, und,
nun, 'besteigen' beim Sex.
--Christa Keil
Sumir eru formlegri en aðrir þegar skilgreina skal hinar náttúrulegustu aðgerðir.
Helstu tíðindi
Katie Melua tónleikarnir voru alveg geggjaðir og komu vel á óvart því fyrir utan að taka eigin lög rokkaði hún dagskrána upp með sína eigin útgáfu af 19th Nervous Breakdown með Rolling Stones, Spaceman með Babylon Zoo og Lucy in the Sky with Diamonds. Að mörgu leyti voru hennar útgáfur skemmtilegri en frumútsetningarnar og gerði sennilega gæfumuninn hvað hún hafði hæfileikaríkt fólk með sér sem fékk hvert um sig gott svigrúm til að láta ljós sitt skína sem skærast.
Henry Spinetti á Slagverki: Skallapoppari með gleraugu. Ég er ekki mikill kunnáttumaður þegar húðir eru annars vegar en sérstaklega hafði ég gaman af flóknum rythmafléttunum sem og þegar hann sló ekki beint á húðirnar heldur í rammana.
Justin Sandercoe á gítar: Greinilega mjög hæfileikaríkur og skipti engu hvort hann var að taka flókin sólo, jassgripasamsetningar eða riff.
Jim Watson á flygli: Jazz píanisti að menntun og sá sem var hvað rólegastur á sviðinu. Það endurspeglaðist hins vegar síður en svo í músikinni því hann töfraði fram hinar fegurstu melódíur á lyklaborðinu að það var sem hið besta eyrnarkonfekt.
Frank Gallagher á... fiðlu, sítar, flautu, o.s.frv: Sem menntaður fiðlari gat ég ekki annað en dáðst að fiminni hjá Frankie boy. Hann fór létt með að draga fram ferundir og fimmundir og virtist engu máli skipta hvaða hljóðfæri var mundað. Allt virkaði eitthvað svo natural og léttleikandi hjá manninum.
Lucy Shaw á Bassa/bassa: Ótvírætt mest sjarmerandi persónan á sviðinu. Ef Katie er eins og falleg álfamær þá er Lucy töffarinn sem lætur það virka cool að spila á gamaldags bassa, með liðað hár, svartan derhatt og leyndardómsfullt bros. Hún var augljóslega á heimavelli með klassíska bassann því nótnasamsetningarnar virtust oft vera ansi flóknar en ekki var hún síðri á rafbassanum. Sérstaklega var flott hvernig hún renndi niður strenginn í 19th Nervous Breakdown.
Á laugardaginn var það síðan 70 ára afmæli skíðadeildarinnar og var ég þarna í skíðaskálanum innan um fólk sem var að meðaltali ca 70 ára gamalt. Leið fyrst eins og ég væri á árshátíð hjá elliheimili. Sú tilfinning hvar samt fljótt því við áttum það öll sameiginlegt að vera einlægir skíðaáhugamenn og flestir voru afreksfólk hið mesta sem höfðu frá mörgu skemmtilegu að segja. Ég hins vegar get ekki státað af neinum stórum titlum, og ekki heldur neinum litlum titlum ef því er að skipta en er ekki aðalatriðið að vera með?
MR krókurinn
Búinn að fara yfir námsefni vetrarins og er því "bara" upprifjun og undirbúningur fyrir prófið eftir. Þau munu standa sig með miklum sóma vona ég.