Dienstag, April 11, 2006

 
Fortune dagsins
I generally avoid temptation unless I can't resist it.
-- Mae West

Þetta hefur lengi verið einn af mínum veikleikum, það er sú staða komið upp að mig langi svo hrikalega mikið í eitthvað að ég get ekki með nokkru mót hamið mig og kaupi hlutinn. Besta dæmið er sennilega fjallahjólið sem ég keypti fyrir löngu síðan og kostaði 43.000,- krónur ef ég man rétt sem var engin smáupphæð.

Með aldrinum hefur mér tekist að hemja mig aðeins og er besta ráðið að sofa bókstaflega á málinu í einn sólarhring. Þetta er nefnilega oftast að stórum hluta ofursterk sýndarhvöt sem hverfur mjög skjótt og þess vegna er ansi líklegt að maður sjái mikið eftir kaupunum sé keypt í flýti en sé lagst undir feld eru yfirgnæfandi líkur á að ákvörðunin verði að spara peninginn að sinni.


Helstu tíðindi
Ég skrapp á margmiðlunarútsöluna í Perlunni á laugardaginn og var þar marg að finna sem freistaði mín. Ég reyndi þó að vera skynsamur og keypti bara 3 hluti:
1. Very Bad Things á DVD sem er frábær svört kómedía
2. Back to Bedlam með James Blunt sem er alveg magnaður diskur

3. CCR the Platinum collection.
Frá því að ég heyrði "Have You Ever Seen the Rain" í fyrsta skiptið hefur þessi hljómsveit verið í miklum hávegum höfð hjá mér. Mér finnst þeir næstum betri en Bítlarnir, svei mér þá.


Gulls ígildi Posted by Picasa


Á sunnudaginn var það fermingarveisla og var hápunkturinn þegar frænka fermingarbarnsins spilaði einhvern Liszt konsertinn af stakri snilld á píanó, það lá við að ég táraðist. Í kjölfarið prentaði ég út nótur að "Liebenstraum" (Nocturne #3) til að spila en eftir að hafa fengið faglegt álit hjá vinkonum mínum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé sennilega ekki heppilegasta stykkið fyrir byrjanda eins og mig. Liszt er víst mikið spilaður af nemendum á 6. stigi og það eina sem ég hef eru 5 stig á fiðlu!

Óska því hér með eftir ábendingum á léttari og skemmtileg stykki.
Comments:
Eyjó!! ég var að senda þér e-mail í sambandi við verkefnaskil.. :s

Það væri fínt ef þú myndir bara tékka meilið þitt hehe
(ég senti það á þetta:
eyjolfur.snjolfsson@icex.is)

kv. Lilja Karen

Gleðilega páska!!!!
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?