Dienstag, April 25, 2006
Fortune dagsins
If God had meant for Texans to ski he would have made bullshit white.
-- Höf. óþekktur
Helstu tíðindi
Í tilefni af áttræðisafmæli ömmu mun stórfjölskyldan mömmu megin hittast og snæða veislumat í kvöld. Þar sem amma var í húsmæðraskóla í Sorö á sínum tíma er það gefið mál að maturinn verður ekki af verri endanum. Eini mínusinn er að ég missi því miður af Meistaradeildinni.
Unnar frændi er alveg að fá bílpróf og í tilefni þess hef ég lagt til við þá bræður að við skellum okkur í GoKart keppni í Njarðvíkinni til þess að fá úr því skorið hver okkar sé raunverulega besti bílstjórinn. Hugmyndin er að bæta nafna, Grétari mági hans og þeim Gumma og Sigga Furugerðisfrændum í hópinn en einnig kemur til greina að hleypa einum til viðbótar í slaginn sem verður kannski gert.
Brautin góða
Allavega þá er ég búinn að panta brautina þann 20. maí og verður keppt til úrslita í Litlu formúlukeppninni: Tímataka + 15 hringir í alvöru akstri þar sem raðað er á ráspól skv. árangri úr tímatöku. Þetta er hrein snilld og spurning um að gera þetta að árlegum viðburði og kaupa flottan farandsbikar.
MR krókurinn
Síðasti tíminn á morgun því á föstudaginn förum við til Parísar á árshátíð. Almennt er ég mjög sáttur með veturinn og hefur þetta verið mjög gaman.
If God had meant for Texans to ski he would have made bullshit white.
-- Höf. óþekktur
Helstu tíðindi
Í tilefni af áttræðisafmæli ömmu mun stórfjölskyldan mömmu megin hittast og snæða veislumat í kvöld. Þar sem amma var í húsmæðraskóla í Sorö á sínum tíma er það gefið mál að maturinn verður ekki af verri endanum. Eini mínusinn er að ég missi því miður af Meistaradeildinni.
Unnar frændi er alveg að fá bílpróf og í tilefni þess hef ég lagt til við þá bræður að við skellum okkur í GoKart keppni í Njarðvíkinni til þess að fá úr því skorið hver okkar sé raunverulega besti bílstjórinn. Hugmyndin er að bæta nafna, Grétari mági hans og þeim Gumma og Sigga Furugerðisfrændum í hópinn en einnig kemur til greina að hleypa einum til viðbótar í slaginn sem verður kannski gert.
Brautin góða
Allavega þá er ég búinn að panta brautina þann 20. maí og verður keppt til úrslita í Litlu formúlukeppninni: Tímataka + 15 hringir í alvöru akstri þar sem raðað er á ráspól skv. árangri úr tímatöku. Þetta er hrein snilld og spurning um að gera þetta að árlegum viðburði og kaupa flottan farandsbikar.
MR krókurinn
Síðasti tíminn á morgun því á föstudaginn förum við til Parísar á árshátíð. Almennt er ég mjög sáttur með veturinn og hefur þetta verið mjög gaman.
Comments:
<< Home
Það er ekki langt í það þessi special offer for you my friend staður hans Stebba Reis verði rifi niður! Eignaaðilar Smáralindar eru búnir að kaupa landið og ætla reisa þar einhverja mini Kringlu! Svo þú verður að njóta þess meðan þú getur að keyra þarna í hring eftir hring!
kv
Hulda Njarðvíkingur
kv
Hulda Njarðvíkingur
hehe, kannski ég ætti að skora á bekkinn síðar í sumar. Niðurlægingin væri líklega of mikil. Svona gamlir karlar eins og ég hafa verri viðbrögð.
Kommentar veröffentlichen
<< Home