Mittwoch, März 29, 2006
Fortune dagsins
Examinations are formidable even to the best prepared, for
even the greatest fool may ask more than the wisest man can answer.
-- C.C. Colton
Hef þetta bak við eyrun þegar ég sem vorprófið.
Helstu tíðindi
Fengum sænskan sérfræðing hingað til landsins til að halda kynningu um væntanlegar breytingar í viðskiptakerfinu um helgina. Eins og góðum gestgjöfum sæmir buðum við honum út að borða og var ákveðið að prufukeyra Perluna, aðallega vegna útsýnisins. Ég hafði heyrt margt misjafnt um matinn en það voru greinilega hinar verstu lygasögur því maturinn var frábær: Hörpudiskur og tígrisrækjur í forrétt, önd í aðalrétt og prýðisgott léttvín með þessu. Eini mínusinn var að þjónustan var keyrð áfram í lága drifinu sem gerði það að verkum að ég var þarna "fastur" frá 19-23:15. Ekkert slappað af í faðmi fjölskyldunnar þetta kvöldið.
Smá fréttir af drengnum: Skjöldur Orri fór á sína aðra knattspyrnuæfingu með 8. flokki Þróttar á laugardaginn með afa sínum og var það víst skemmtun hin bezta. Lítið fer nú fyrir fallegum leiktilþrifum hjá hópnum því þetta er meir eins og samansafn af óvitum sem hafa varla hugmynd um til hvers er ætlast af þeim í leiknum en æfingin skapar meistarann eins og sagt er og betra er að byrja ungur. Til gamans skal þess getið að ég æfði á tímabili með 5. flokki Þróttar akkúrat í sama leikfimishúsinu en það er önnur... og frekar stutt saga.
Sá stutti heldur stöðugt áfram að koma á óvart og núna í byggingarfærni. Mál er þannig með vexti að í tilefni þess hve vel honum gekk í síðasta píanótíma gáfum við honum sæmilegt legó í verðlaun (fékk á slikk á útsölu Leikbæjar). Minn maður settist niður, tók leiðbeiningarnar og setti saman legóið alveg án nokkurrar aðstoðar. Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu og er greinilegt að ég þarf að finna gamla legóið mitt aftur og leyfa honum að spreyta sig.
Að lokum: Glæsilegur sigur hjá Arsenal í gær!
MR krókurinn
Eini mínusinn við kennsluna er að fara yfir próf og verkefni. Ef ég ætti sand af seðlum myndi ég ráða e-n háskólanema í það verkefni :+) Eina ráðið er að hafa eitthvað nógu hresst á i-podinum og það lag sem hefur reynst hvað best er:
Smack my bitch up með Prodigy
Nema hvað!
Examinations are formidable even to the best prepared, for
even the greatest fool may ask more than the wisest man can answer.
-- C.C. Colton
Hef þetta bak við eyrun þegar ég sem vorprófið.
Helstu tíðindi
Fengum sænskan sérfræðing hingað til landsins til að halda kynningu um væntanlegar breytingar í viðskiptakerfinu um helgina. Eins og góðum gestgjöfum sæmir buðum við honum út að borða og var ákveðið að prufukeyra Perluna, aðallega vegna útsýnisins. Ég hafði heyrt margt misjafnt um matinn en það voru greinilega hinar verstu lygasögur því maturinn var frábær: Hörpudiskur og tígrisrækjur í forrétt, önd í aðalrétt og prýðisgott léttvín með þessu. Eini mínusinn var að þjónustan var keyrð áfram í lága drifinu sem gerði það að verkum að ég var þarna "fastur" frá 19-23:15. Ekkert slappað af í faðmi fjölskyldunnar þetta kvöldið.
Smá fréttir af drengnum: Skjöldur Orri fór á sína aðra knattspyrnuæfingu með 8. flokki Þróttar á laugardaginn með afa sínum og var það víst skemmtun hin bezta. Lítið fer nú fyrir fallegum leiktilþrifum hjá hópnum því þetta er meir eins og samansafn af óvitum sem hafa varla hugmynd um til hvers er ætlast af þeim í leiknum en æfingin skapar meistarann eins og sagt er og betra er að byrja ungur. Til gamans skal þess getið að ég æfði á tímabili með 5. flokki Þróttar akkúrat í sama leikfimishúsinu en það er önnur... og frekar stutt saga.
Sá stutti heldur stöðugt áfram að koma á óvart og núna í byggingarfærni. Mál er þannig með vexti að í tilefni þess hve vel honum gekk í síðasta píanótíma gáfum við honum sæmilegt legó í verðlaun (fékk á slikk á útsölu Leikbæjar). Minn maður settist niður, tók leiðbeiningarnar og setti saman legóið alveg án nokkurrar aðstoðar. Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu og er greinilegt að ég þarf að finna gamla legóið mitt aftur og leyfa honum að spreyta sig.
Að lokum: Glæsilegur sigur hjá Arsenal í gær!
MR krókurinn
Eini mínusinn við kennsluna er að fara yfir próf og verkefni. Ef ég ætti sand af seðlum myndi ég ráða e-n háskólanema í það verkefni :+) Eina ráðið er að hafa eitthvað nógu hresst á i-podinum og það lag sem hefur reynst hvað best er:
Smack my bitch up með Prodigy
Nema hvað!
Donnerstag, März 23, 2006
Fortune dagsins
He who knows that enough is enough will always have enough.
-- Lao Tsu
Hmmm nú er ég virkilega ráðvilltur.
Helstu tíðindi
"Um þessar mundir eru 70 ár liðin frá því að Skíðadeild Ármanns var stofnuð. Skíðadeildin ætlar að halda upp á þau merku tímamót með ýmsum hætti í vetur og sumar. Laugardaginn 1. apríl nk. verður hóf í skíðaskála deildarinnar í Sólskinsbrekku í Bláfjöllum...." Þetta verður ekkert smá gaman, a.m.k. ef ég fæ að ráða, rifja upp margar skemmtilegar minningar, hitta gömlu félagana og heyra hvað þeir eru að sýsla.
Hvernig er hægt að gleyma atburðum eins og Andrésar andar leikunum, góðum ferðum niður brautirnar, Kerlingarfjallabúðum, fyrstu ferðina niður hengju hjá topplyftunni, þrekæfingum og að skíða í stinningskulda og -15° kulda...Brrr. Eitt er víst, þetta voru góðir tímar og býr maður alla ævi að þessari reynslu.
He who knows that enough is enough will always have enough.
-- Lao Tsu
Hmmm nú er ég virkilega ráðvilltur.
Helstu tíðindi
"Um þessar mundir eru 70 ár liðin frá því að Skíðadeild Ármanns var stofnuð. Skíðadeildin ætlar að halda upp á þau merku tímamót með ýmsum hætti í vetur og sumar. Laugardaginn 1. apríl nk. verður hóf í skíðaskála deildarinnar í Sólskinsbrekku í Bláfjöllum...." Þetta verður ekkert smá gaman, a.m.k. ef ég fæ að ráða, rifja upp margar skemmtilegar minningar, hitta gömlu félagana og heyra hvað þeir eru að sýsla.
Hvernig er hægt að gleyma atburðum eins og Andrésar andar leikunum, góðum ferðum niður brautirnar, Kerlingarfjallabúðum, fyrstu ferðina niður hengju hjá topplyftunni, þrekæfingum og að skíða í stinningskulda og -15° kulda...Brrr. Eitt er víst, þetta voru góðir tímar og býr maður alla ævi að þessari reynslu.
Dienstag, März 21, 2006
Fortune dagsins
The only way I can lose this election is if I'm caught in bed with a dead girl or a live boy.
-- Edwin Edwards, Louisiana governor
Helstu tíðindi
Fórum á sjávarkjallarann á laugardaginn með M&P og Helgu að borða hinn víðfræga exotic menu. Þessi matseðill er hreint út sagt himneskur og þá sérstaklega forréttirnir sem eru óviðjafnanlegir: Dim Sum, djúpsteiktur krabbi, sushi, héri, önd, humar o.fl. Hvítvínið var líka frábært en rauðvínið svona... bara gott. Ekki veit ég hvað Helga sagði við dömuna í símanum þegar hún pantaði borðið en hvað sem því líður þá var komið fram við okkur eins og eðalborið kóngafólk því það hefur aldrei verið stjanað eins við mig á veitingastað. 5 stjörnu kvöld.
Fyrst ég er farinn að hrósa þá er eins gott að láta hné fylgja kviði. Ég brá mér í klippingu í hádeginu og að sjálfsögðu hjá sama hárgreiðslumeistara og síðast þar sem viðbrögðin voru engu lík. Greinilegt að það hefur verið mikil breyting að hætta hjá Lýði blessuðum (klippir m.a. Davíði Oddssyni og Bjögga Guðmundss.) og fara yfir í stofu sem er aðeins meir moðens. Reyndar hækkaði gjaldtakan úr 2500 í 3500 við skiptin en það er önnur saga auk þess sem hárþvottur fylgir. Og hvar er nýi staðurinn svo?
Svar: Kompaníið Ármúla 1 og var það frk. Silja sem var mundaði ljáinn.
MR krókurinn
Kannski smá glaðningur á morgun til að létta andann eftir hið langa og e.t.v. fullerfiða skyndipróf.
The only way I can lose this election is if I'm caught in bed with a dead girl or a live boy.
-- Edwin Edwards, Louisiana governor
Helstu tíðindi
Fórum á sjávarkjallarann á laugardaginn með M&P og Helgu að borða hinn víðfræga exotic menu. Þessi matseðill er hreint út sagt himneskur og þá sérstaklega forréttirnir sem eru óviðjafnanlegir: Dim Sum, djúpsteiktur krabbi, sushi, héri, önd, humar o.fl. Hvítvínið var líka frábært en rauðvínið svona... bara gott. Ekki veit ég hvað Helga sagði við dömuna í símanum þegar hún pantaði borðið en hvað sem því líður þá var komið fram við okkur eins og eðalborið kóngafólk því það hefur aldrei verið stjanað eins við mig á veitingastað. 5 stjörnu kvöld.
Fyrst ég er farinn að hrósa þá er eins gott að láta hné fylgja kviði. Ég brá mér í klippingu í hádeginu og að sjálfsögðu hjá sama hárgreiðslumeistara og síðast þar sem viðbrögðin voru engu lík. Greinilegt að það hefur verið mikil breyting að hætta hjá Lýði blessuðum (klippir m.a. Davíði Oddssyni og Bjögga Guðmundss.) og fara yfir í stofu sem er aðeins meir moðens. Reyndar hækkaði gjaldtakan úr 2500 í 3500 við skiptin en það er önnur saga auk þess sem hárþvottur fylgir. Og hvar er nýi staðurinn svo?
Svar: Kompaníið Ármúla 1 og var það frk. Silja sem var mundaði ljáinn.
MR krókurinn
Kannski smá glaðningur á morgun til að létta andann eftir hið langa og e.t.v. fullerfiða skyndipróf.
Mittwoch, März 15, 2006
Fortune dagsins
The key to building a superstar is to keep their mouth shut. To reveal an artist to the people can be to destroy him.
It isn't to anyone'sadvantage to see the truth.
-- Bob Ezrin, rock music producer
Get ekki verið meira sammála, tökum t.d. knattspyrnugoðið David Beckham sem dæmi. Kvenfólk gjörsamlega dýrkaði kappann en þegar hann heyrðist tala þá urðu ca. 60% þeirra verulega afhuga honum vegna kvenlegs málrómsins. Annað gott dæmi eru þessar ofurfyrirsætur eins og Laetitia Casta, alveg gullfalleg en ég er sannfærður að hún dytti fljótt niður af stallinum eftir nánari kynni.
Helstu tíðindi
Eldur og brennisteinn. Að venju settumst við Elma niður fyrir framan imbann í gær að horfa á uppáhaldsþáttinn okkar "Reunion", ég var svo spenntur að vita hvað varð um lögguna sem keyrt var á að ég fór á netið og hvers var ég vísari?... Það verða ekki fleiri þættir!
Svo virðist sem áhorf hafi ekki verið nægjanleg og sýningu hætt þrátt fyrir að búið hafi verið að framleiða a.m.k. 4 þætti til viðbótar. Hvað er að þessu liði?
Og hvað er að Sirkus að setja svona þáttaröð í loftið vitandi að það voru aðeins 9 þættir, BULL.
MR krókurinn
Síðan um mig er komin á vefinn, ekki sú glæsilegasta en verður að duga í bili.
Ég sá síðan að bekkurinn er búinn að setja þessa svakafínu mynd af sér á netið. Birti hana hér að neðan, vonandi með þegjandi samþykki þeirra.
Myndarlegur hópur
Vonast til að fá stærra eintak frá þeim til að setja á minningardiskinn minn.
The key to building a superstar is to keep their mouth shut. To reveal an artist to the people can be to destroy him.
It isn't to anyone'sadvantage to see the truth.
-- Bob Ezrin, rock music producer
Get ekki verið meira sammála, tökum t.d. knattspyrnugoðið David Beckham sem dæmi. Kvenfólk gjörsamlega dýrkaði kappann en þegar hann heyrðist tala þá urðu ca. 60% þeirra verulega afhuga honum vegna kvenlegs málrómsins. Annað gott dæmi eru þessar ofurfyrirsætur eins og Laetitia Casta, alveg gullfalleg en ég er sannfærður að hún dytti fljótt niður af stallinum eftir nánari kynni.
Helstu tíðindi
Eldur og brennisteinn. Að venju settumst við Elma niður fyrir framan imbann í gær að horfa á uppáhaldsþáttinn okkar "Reunion", ég var svo spenntur að vita hvað varð um lögguna sem keyrt var á að ég fór á netið og hvers var ég vísari?... Það verða ekki fleiri þættir!
Svo virðist sem áhorf hafi ekki verið nægjanleg og sýningu hætt þrátt fyrir að búið hafi verið að framleiða a.m.k. 4 þætti til viðbótar. Hvað er að þessu liði?
Og hvað er að Sirkus að setja svona þáttaröð í loftið vitandi að það voru aðeins 9 þættir, BULL.
MR krókurinn
Síðan um mig er komin á vefinn, ekki sú glæsilegasta en verður að duga í bili.
Ég sá síðan að bekkurinn er búinn að setja þessa svakafínu mynd af sér á netið. Birti hana hér að neðan, vonandi með þegjandi samþykki þeirra.
Myndarlegur hópur
Vonast til að fá stærra eintak frá þeim til að setja á minningardiskinn minn.
Dienstag, März 14, 2006
Fortune dagsins
Keep your mouth shut and people will think you are stupid;
Open it and you remove all doubt.
-- Höf. óþekktur
Ég þekki eina sem hugsar svona en sjálfur kann ég betur við spakmælið sem hljómar á þennan veg:
"He who asks is a fool for five minutes,
but he who does not ask remains a fool forever."
-- Chinese Proverb
Betra að spyrja en þegja og vita ekki neitt.
Helstu tíðindi
Ég komst á kreditlistann hjá spaugstofunni síðastliðinn laugardag og hafa nokkrir komið að máli við mig varðandi þetta. Spurningin sem brennur á vörum sauðsvarts almúgans er auðvitað eftirfarandi: Hvað var ég að gera fyrir spaugstofuna?
Svarið er einfaldlega það að ég er sérlegur þýskuráðgjafi Spaugstofunnar. Þ.e. þeir voru með Bauhaus atriði og þurftu m.a. að fá að vita hvernig maður segir stjörnuskrúfjárn á Germönsku en eins og hvert mannsbarn veit er svarið að sjálfsögðu: Kreuz-schlitz-schrauben-dreher eða krossRaufarSkrúfuSnúari. Þess má til gamans geta að skv. LEO heitir Phillips skrúfjárn Kreuz-schlitz-schrauben-zieher á þýsku.. eða krossRaufarSkrúfuTogari! Skrýtið.
Þegar Gunni gold spurði mig að þessu og fékk svarið sagði ég kæruleysislega hvort ég færi ekki á kreditlistann fyrir aðstoðina og svaraði hann um hæl að það ætti að vera hægt að redda því og viti menn... nafnið kom á skjáinn. Ég átti nú ekki sérstaklega von á þessu en þakka Möggu hans Gg fyrir þetta.
MR krókurinn
Björn Búi sendi mér póst og bað um mynd ásamt helstu upplýsingum til að setja á vef skólans. Ég fann enga góða mynd en sendi þá skárstu, þarf greinilega að skreppa í myndatöku við fyrsta tækifæri því þetta gengur náttúrulega ekki.
Keep your mouth shut and people will think you are stupid;
Open it and you remove all doubt.
-- Höf. óþekktur
Ég þekki eina sem hugsar svona en sjálfur kann ég betur við spakmælið sem hljómar á þennan veg:
"He who asks is a fool for five minutes,
but he who does not ask remains a fool forever."
-- Chinese Proverb
Betra að spyrja en þegja og vita ekki neitt.
Helstu tíðindi
Ég komst á kreditlistann hjá spaugstofunni síðastliðinn laugardag og hafa nokkrir komið að máli við mig varðandi þetta. Spurningin sem brennur á vörum sauðsvarts almúgans er auðvitað eftirfarandi: Hvað var ég að gera fyrir spaugstofuna?
Svarið er einfaldlega það að ég er sérlegur þýskuráðgjafi Spaugstofunnar. Þ.e. þeir voru með Bauhaus atriði og þurftu m.a. að fá að vita hvernig maður segir stjörnuskrúfjárn á Germönsku en eins og hvert mannsbarn veit er svarið að sjálfsögðu: Kreuz-schlitz-schrauben-dreher eða krossRaufarSkrúfuSnúari. Þess má til gamans geta að skv. LEO heitir Phillips skrúfjárn Kreuz-schlitz-schrauben-zieher á þýsku.. eða krossRaufarSkrúfuTogari! Skrýtið.
Þegar Gunni gold spurði mig að þessu og fékk svarið sagði ég kæruleysislega hvort ég færi ekki á kreditlistann fyrir aðstoðina og svaraði hann um hæl að það ætti að vera hægt að redda því og viti menn... nafnið kom á skjáinn. Ég átti nú ekki sérstaklega von á þessu en þakka Möggu hans Gg fyrir þetta.
MR krókurinn
Björn Búi sendi mér póst og bað um mynd ásamt helstu upplýsingum til að setja á vef skólans. Ég fann enga góða mynd en sendi þá skárstu, þarf greinilega að skreppa í myndatöku við fyrsta tækifæri því þetta gengur náttúrulega ekki.
Freitag, März 10, 2006
Fortune dagsins
What you don't know can hurt you, only you won't know it.
-- Höf. óþekktur
Helstu tíðindi
Í gær kynntist ég hinu frábæra forriti Google earth sem hlaða má ókeypis niður á netinu. Þetta er ekkert annað en hrein snilld, maður byrjar með yfirsýni yfir jarðarkúlunni og getur síðan með einföldum músarhreyfingum zoomað niður á valin svæði alveg þangað til byggingar verða vel greinanlegar. Auk þess má halla myndavélinni til þess að sjá betur hæðarmismun í landslagi.
Schimmelstrasse 11, ZH-8003
T.d. má á myndinni hér að ofan sjá húsið sem við smáfjölskyldan bjuggum í þegar við áttum heima í Zürich (rauða örin) og sést Ütlibergið og síðan alparnir í baksýn. Lengst til vinstri má með góðum vilja greina ána Sihl sem og leikvöllinn Sihlhölzli en það var einn af uppáhalds leikvöllum hans Skjaldar Orra.
Ég gjörsamlega tapaði mér í þessu í gærkvöldi. Fann meðal annars skakka turninn í Písa, Hoover dam, Hollywood skiltið fræga og Austerlitz orrustuvöllinn þar sem Napoleon sigraði Rússa og Austurríkismenn 1805 ef ég man rétt. Mæli með þessu.
Árshátíðin hjá KB banka var flott eins og búast mátti við þegar peningavaldið fer út að skemmta sér: Skari skrípó og Eva veislustjórar, Selma söng sem og Baggalútur, vídeóskemmtiatriði með stelpunum hinir frægu Wig Wam tróðu upp og síðan loks Millarnir sem satt að segja fölnuðu í samanburðinum. Maturinn var bara þokkalegur m.v. fjöldann sem saman var kominn og mikið dansað.
Þessi dagur var þrælgóður því fyrir árshátíðina fórum við afi á hina árlegu tónleika Frímúrarakórnum og voru það engin vonbrigði frekar en fyrri daginn. Á dagskrá voru íslensk verk en fyrri gestirnir, sópran og bariton, sungu valin stykki úr óperum meistara Mozart og síðari gestirnir sem spiluðu á víbrafón, bassa, píanó og trommur tóku flott djass-session sem endaði með laginu Summertime... Snilld.
MR krókurinn
Ég varð vitni að nokkrum brotlendingum í kennaraeinkunn í dag. Viðkomandi aðilar fá tækifæri í næstu viku (og næstu vikur) til að bjarga andlitinu annars er ég ansi hræddur um að tölurnar á pappírnum verði í lægri kantinum. Hins vegar er ég búinn að finna þónokkra ágætisnemendur sem eiga mjög gott skilið. Ég treysti því að þeir muni halda sínu striki þessar fáu vikur sem eftir eru.
What you don't know can hurt you, only you won't know it.
-- Höf. óþekktur
Helstu tíðindi
Í gær kynntist ég hinu frábæra forriti Google earth sem hlaða má ókeypis niður á netinu. Þetta er ekkert annað en hrein snilld, maður byrjar með yfirsýni yfir jarðarkúlunni og getur síðan með einföldum músarhreyfingum zoomað niður á valin svæði alveg þangað til byggingar verða vel greinanlegar. Auk þess má halla myndavélinni til þess að sjá betur hæðarmismun í landslagi.
Schimmelstrasse 11, ZH-8003
T.d. má á myndinni hér að ofan sjá húsið sem við smáfjölskyldan bjuggum í þegar við áttum heima í Zürich (rauða örin) og sést Ütlibergið og síðan alparnir í baksýn. Lengst til vinstri má með góðum vilja greina ána Sihl sem og leikvöllinn Sihlhölzli en það var einn af uppáhalds leikvöllum hans Skjaldar Orra.
Ég gjörsamlega tapaði mér í þessu í gærkvöldi. Fann meðal annars skakka turninn í Písa, Hoover dam, Hollywood skiltið fræga og Austerlitz orrustuvöllinn þar sem Napoleon sigraði Rússa og Austurríkismenn 1805 ef ég man rétt. Mæli með þessu.
Árshátíðin hjá KB banka var flott eins og búast mátti við þegar peningavaldið fer út að skemmta sér: Skari skrípó og Eva veislustjórar, Selma söng sem og Baggalútur, vídeóskemmtiatriði með stelpunum hinir frægu Wig Wam tróðu upp og síðan loks Millarnir sem satt að segja fölnuðu í samanburðinum. Maturinn var bara þokkalegur m.v. fjöldann sem saman var kominn og mikið dansað.
Þessi dagur var þrælgóður því fyrir árshátíðina fórum við afi á hina árlegu tónleika Frímúrarakórnum og voru það engin vonbrigði frekar en fyrri daginn. Á dagskrá voru íslensk verk en fyrri gestirnir, sópran og bariton, sungu valin stykki úr óperum meistara Mozart og síðari gestirnir sem spiluðu á víbrafón, bassa, píanó og trommur tóku flott djass-session sem endaði með laginu Summertime... Snilld.
MR krókurinn
Ég varð vitni að nokkrum brotlendingum í kennaraeinkunn í dag. Viðkomandi aðilar fá tækifæri í næstu viku (og næstu vikur) til að bjarga andlitinu annars er ég ansi hræddur um að tölurnar á pappírnum verði í lægri kantinum. Hins vegar er ég búinn að finna þónokkra ágætisnemendur sem eiga mjög gott skilið. Ég treysti því að þeir muni halda sínu striki þessar fáu vikur sem eftir eru.
Samstag, März 04, 2006
Fortune dagsins
Don't take life seriously, you'll never get out alive.
- Höf. óþekktur
Helstu tíðindi
Útskriftin hennar Elmu síðastliðinn laugardag var heldur betur flott. Fyrst mættum við feðgarnir í okkar fínasta til þess að fylgjast með athöfninni í Háskólabíói og síðan var það veislan heima í litlu íbúðinni um kvöldið. Þar voru A&A, nánustu ættingjar og góðir vinir mættir til að fagna áfanganum með konunni.
Klakinn komst því miður ekki í partíið því hann var í brúðkaupsveislu aldarinnar: hringdi fyrst og sagðist e-ð seinka þar sem Bubbi hefði verið að stíga á sviðið og síðan var hringt aftur... hvað nú hugsaði ég... jú Í svörtum fötum var að troða upp. Svona er stéttaskiptingin orðin í dag, elítan pantar ofurböndin eða sjálfan Tom Jones á meðan við í millistéttinni verðum að láta eitthvað látlausara eins og t.d. diskótekið Ó-Dollý nægja. Ótrúlegt en satt þá var Dollý bara þrusugóð.
Á morgun er það árshátíð hjá KB og verðu Elma alveg eins og gyðja. Í kjólnum fína sem ég keypti í Amsterdam, með D&G úrið sem ég gaf í útskriftargjöf og með þennan fína escort (mig) með Burberry bindi... Call me Mr. Burberry.
MR krókurinn
Ég skilaði úrlausnum úr síðasta skyndiprófi og voru niðurstöðurnar frekar svekkjandi því upp til hópa var árangurinn ekki glæsilegur. Þegar maður fer yfir svona úrlausnir finnst manni þetta eitthvað svo tilgangslaust og skilur ekki hvers vegna verið er að eyða jafnmiklu púðri í verkið og raun ber vitni. En þá gerist það að maður sér ljósglætu sem lýsir upp meira að segja dimmstu skotin.
Það voru tvær úrlausnir sem stóðu upp úr og fékk ég nett de-ja vú þegar ég las úrlausnirnar í öðru prófinu, þetta hljómaði eitthvað kunnulega. Ég var smá tíma að átta mig á hvað olli en komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri eins og óljóst bergmál úr fyrirlestrunum mínum. Greinilegt að e-r hefur verið að fygljast með og það svona ágætlega. Kannski var þetta bara óskhyggja.
Eitt er víst að þeir sem hafa ekki verið að sinna heimavinnunni ættu að setja í háa drifið og hysja upp um sig buxurnar því vorprófin nálgast óðfluga.
Don't take life seriously, you'll never get out alive.
- Höf. óþekktur
Helstu tíðindi
Útskriftin hennar Elmu síðastliðinn laugardag var heldur betur flott. Fyrst mættum við feðgarnir í okkar fínasta til þess að fylgjast með athöfninni í Háskólabíói og síðan var það veislan heima í litlu íbúðinni um kvöldið. Þar voru A&A, nánustu ættingjar og góðir vinir mættir til að fagna áfanganum með konunni.
Klakinn komst því miður ekki í partíið því hann var í brúðkaupsveislu aldarinnar: hringdi fyrst og sagðist e-ð seinka þar sem Bubbi hefði verið að stíga á sviðið og síðan var hringt aftur... hvað nú hugsaði ég... jú Í svörtum fötum var að troða upp. Svona er stéttaskiptingin orðin í dag, elítan pantar ofurböndin eða sjálfan Tom Jones á meðan við í millistéttinni verðum að láta eitthvað látlausara eins og t.d. diskótekið Ó-Dollý nægja. Ótrúlegt en satt þá var Dollý bara þrusugóð.
Á morgun er það árshátíð hjá KB og verðu Elma alveg eins og gyðja. Í kjólnum fína sem ég keypti í Amsterdam, með D&G úrið sem ég gaf í útskriftargjöf og með þennan fína escort (mig) með Burberry bindi... Call me Mr. Burberry.
MR krókurinn
Ég skilaði úrlausnum úr síðasta skyndiprófi og voru niðurstöðurnar frekar svekkjandi því upp til hópa var árangurinn ekki glæsilegur. Þegar maður fer yfir svona úrlausnir finnst manni þetta eitthvað svo tilgangslaust og skilur ekki hvers vegna verið er að eyða jafnmiklu púðri í verkið og raun ber vitni. En þá gerist það að maður sér ljósglætu sem lýsir upp meira að segja dimmstu skotin.
Það voru tvær úrlausnir sem stóðu upp úr og fékk ég nett de-ja vú þegar ég las úrlausnirnar í öðru prófinu, þetta hljómaði eitthvað kunnulega. Ég var smá tíma að átta mig á hvað olli en komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri eins og óljóst bergmál úr fyrirlestrunum mínum. Greinilegt að e-r hefur verið að fygljast með og það svona ágætlega. Kannski var þetta bara óskhyggja.
Eitt er víst að þeir sem hafa ekki verið að sinna heimavinnunni ættu að setja í háa drifið og hysja upp um sig buxurnar því vorprófin nálgast óðfluga.
Mittwoch, März 01, 2006
Fortune dagsins
Ég væri til í að: - Taka einn "atomic wedgie" á Eyjólf eða kreista soldið hárið hans.
- G-maðurinn
Það er greinilega ekki tekið út með sældinni að vera kennari. Fyrir þá sem ekki vita hvað atomic wedgie, eða kjarnorkubrókun eins og kalla mætti það á góðri íslensku er, þá snýst hún um að kippa í nærbrækur fórnarlambsins að aftanverðu og draga þær upp fyrir haus á því... Ouch!
Fallegar hugsanir þar á ferð.
Og hvað er þetta með hárið?
Fyrst segir mér einhver í árshátíðarpartíinu fyrir áramót að það sé komið uppnefni yfir hárgreiðsluna mína.. ég man ekki hvort það var brekkan, kamburinn, stallurinn eða eitthvað annað í þeim dúr og síðan er ég orðinn Hr. gelhaus í þokkabót. Ég hlýt að vera eini fullorðni maðurinn sem þessi ungmenni þekkja sem greiðir á sér hárið!
Helstu tíðindi
Nokkrir krakkahópar hafa komið hingað í dag að syngja lög fyrir poka af nammi. Sumir hafa verið svaka sætir og tekið gamalkunn og falleg lög en aðrir gengið aðeins lengra og vitnað í snillinga eins og AC/DC og... Simpsons. Textinn í síðari tilfellinu var vægast sagt ófagur:
Joy to the World (Nelson's Song)
4F01 - 15th December 1996
Joy to the world!
The teacher's dead!
We barbequed her head!
What happened to her body?
We flushed it down the potty!
And round and round it goes
And round and round it goes...
MR krókurinn
Ætti ég að bróka G-manninn á föstudag? Ég yrði sennilega kærður fyrir áreiti.
Hvernig væri í staðinn að bjóða hverjum þeim sem tekur að sér verkið mikla velvild í kennaraeinkunn?
Ég lýsi hér með eftir sjálfboðaliðum!
Ég væri til í að: - Taka einn "atomic wedgie" á Eyjólf eða kreista soldið hárið hans.
- G-maðurinn
Það er greinilega ekki tekið út með sældinni að vera kennari. Fyrir þá sem ekki vita hvað atomic wedgie, eða kjarnorkubrókun eins og kalla mætti það á góðri íslensku er, þá snýst hún um að kippa í nærbrækur fórnarlambsins að aftanverðu og draga þær upp fyrir haus á því... Ouch!
Fallegar hugsanir þar á ferð.
Og hvað er þetta með hárið?
Fyrst segir mér einhver í árshátíðarpartíinu fyrir áramót að það sé komið uppnefni yfir hárgreiðsluna mína.. ég man ekki hvort það var brekkan, kamburinn, stallurinn eða eitthvað annað í þeim dúr og síðan er ég orðinn Hr. gelhaus í þokkabót. Ég hlýt að vera eini fullorðni maðurinn sem þessi ungmenni þekkja sem greiðir á sér hárið!
Helstu tíðindi
Nokkrir krakkahópar hafa komið hingað í dag að syngja lög fyrir poka af nammi. Sumir hafa verið svaka sætir og tekið gamalkunn og falleg lög en aðrir gengið aðeins lengra og vitnað í snillinga eins og AC/DC og... Simpsons. Textinn í síðari tilfellinu var vægast sagt ófagur:
Joy to the World (Nelson's Song)
4F01 - 15th December 1996
Joy to the world!
The teacher's dead!
We barbequed her head!
What happened to her body?
We flushed it down the potty!
And round and round it goes
And round and round it goes...
MR krókurinn
Ætti ég að bróka G-manninn á föstudag? Ég yrði sennilega kærður fyrir áreiti.
Hvernig væri í staðinn að bjóða hverjum þeim sem tekur að sér verkið mikla velvild í kennaraeinkunn?
Ég lýsi hér með eftir sjálfboðaliðum!