Samstag, März 04, 2006

 
Fortune dagsins
Don't take life seriously, you'll never get out alive.
- Höf. óþekktur


Helstu tíðindi
Útskriftin hennar Elmu síðastliðinn laugardag var heldur betur flott. Fyrst mættum við feðgarnir í okkar fínasta til þess að fylgjast með athöfninni í Háskólabíói og síðan var það veislan heima í litlu íbúðinni um kvöldið. Þar voru A&A, nánustu ættingjar og góðir vinir mættir til að fagna áfanganum með konunni.

Klakinn komst því miður ekki í partíið því hann var í brúðkaupsveislu aldarinnar: hringdi fyrst og sagðist e-ð seinka þar sem Bubbi hefði verið að stíga á sviðið og síðan var hringt aftur... hvað nú hugsaði ég... jú Í svörtum fötum var að troða upp. Svona er stéttaskiptingin orðin í dag, elítan pantar ofurböndin eða sjálfan Tom Jones á meðan við í millistéttinni verðum að láta eitthvað látlausara eins og t.d. diskótekið Ó-Dollý nægja. Ótrúlegt en satt þá var Dollý bara þrusugóð.

Á morgun er það árshátíð hjá KB og verðu Elma alveg eins og gyðja. Í kjólnum fína sem ég keypti í Amsterdam, með D&G úrið sem ég gaf í útskriftargjöf og með þennan fína escort (mig) með Burberry bindi... Call me Mr. Burberry.


MR krókurinn
Ég skilaði úrlausnum úr síðasta skyndiprófi og voru niðurstöðurnar frekar svekkjandi því upp til hópa var árangurinn ekki glæsilegur. Þegar maður fer yfir svona úrlausnir finnst manni þetta eitthvað svo tilgangslaust og skilur ekki hvers vegna verið er að eyða jafnmiklu púðri í verkið og raun ber vitni. En þá gerist það að maður sér ljósglætu sem lýsir upp meira að segja dimmstu skotin.

Það voru tvær úrlausnir sem stóðu upp úr og fékk ég nett de-ja vú þegar ég las úrlausnirnar í öðru prófinu, þetta hljómaði eitthvað kunnulega. Ég var smá tíma að átta mig á hvað olli en komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri eins og óljóst bergmál úr fyrirlestrunum mínum. Greinilegt að e-r hefur verið að fygljast með og það svona ágætlega. Kannski var þetta bara óskhyggja.

Eitt er víst að þeir sem hafa ekki verið að sinna heimavinnunni ættu að setja í háa drifið og hysja upp um sig buxurnar því vorprófin nálgast óðfluga.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?