Dienstag, März 14, 2006

 
Fortune dagsins
Keep your mouth shut and people will think you are stupid;
Open it and you remove all doubt.
-- Höf. óþekktur

Ég þekki eina sem hugsar svona en sjálfur kann ég betur við spakmælið sem hljómar á þennan veg:
"He who asks is a fool for five minutes,
but he who does not ask remains a fool forever."
-- Chinese Proverb

Betra að spyrja en þegja og vita ekki neitt.


Helstu tíðindi
Ég komst á kreditlistann hjá spaugstofunni síðastliðinn laugardag og hafa nokkrir komið að máli við mig varðandi þetta. Spurningin sem brennur á vörum sauðsvarts almúgans er auðvitað eftirfarandi: Hvað var ég að gera fyrir spaugstofuna?

Svarið er einfaldlega það að ég er sérlegur þýskuráðgjafi Spaugstofunnar. Þ.e. þeir voru með Bauhaus atriði og þurftu m.a. að fá að vita hvernig maður segir stjörnuskrúfjárn á Germönsku en eins og hvert mannsbarn veit er svarið að sjálfsögðu: Kreuz-schlitz-schrauben-dreher eða krossRaufarSkrúfuSnúari. Þess má til gamans geta að skv. LEO heitir Phillips skrúfjárn Kreuz-schlitz-schrauben-zieher á þýsku.. eða krossRaufarSkrúfuTogari! Skrýtið.

Þegar Gunni gold spurði mig að þessu og fékk svarið sagði ég kæruleysislega hvort ég færi ekki á kreditlistann fyrir aðstoðina og svaraði hann um hæl að það ætti að vera hægt að redda því og viti menn... nafnið kom á skjáinn. Ég átti nú ekki sérstaklega von á þessu en þakka Möggu hans Gg fyrir þetta.


MR krókurinn
Björn Búi sendi mér póst og bað um mynd ásamt helstu upplýsingum til að setja á vef skólans. Ég fann enga góða mynd en sendi þá skárstu, þarf greinilega að skreppa í myndatöku við fyrsta tækifæri því þetta gengur náttúrulega ekki.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?