Montag, Januar 31, 2005

 
Fortune dagsins
Marriage is the process of finding out what kind of man your wife would have preferred.

Helstu tíðindi
Kobbi og Bjögga komu hér við í síðustu viku, hún að skoða atvinnumarkaðinn og hann að finna íbúð fyrir þau hjónakornin. Við Elma buðum þeim í mat og matreiddi ég í því tilefni laxaréttinn góða sem M&P bjóða nær alltaf útlenskum gestum sínum upp á. Því miður geta fleiri karlmenn en ég verið bölvaðir sauðir því að Klakinn steingleymdi að láta Bjöggu vita af boðinu sem hafði þær hvimleiðu afleiðingar að hún kom ekki. Maturinn var samt sem áður mjög góður.

Ekkert varð úr boltaferðinni því vindhraðinn var svo mikill að ekki var flogið til Akureyrar. Þetta var auðvitað alveg hrikalega svekkjandi en í sárabætur opnuðum við Elma Saint Joseph rauðvínið sem við keyptum í Rónardalnum 2002 (1999 árgerð) og hef ég sjaldan smakkað önnur eins herligheit... svona karamellukeimur og afar gott eftirbragð.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?