Mittwoch, August 01, 2007

 
Fortune dagsins
Always speak the truth quietly, listen with an open mind when others speak,
and remember the peace that may be found in silence.
-- Höf. óþekktur

Helstu tíðindi
Í ljósi þess hve mér hefur tekist vel upp með að bæta við mig kílóum þá hef ég grafið upp stríðsöxina og hafið mikla íþróttaiðkun. Ég veit að söguleg gögn gefi ekki til kynna að ég muni endast lengi í þessu átaki en ég held í vonina og reyni að standa mig í stykkinu. Lykillin er að vera með nógu góða gulrót. T.d. að fara í gott nudd þegar ákveðnu marki hefur verið náð eða eitthvað álíka. So far so good.

Senn kemur haustið og kvíða margir fyrir sumarlokum. Hjá okkur er haustið mikið tilhlökkunarefni þvi við erum á leið til Florida. Eftir því sem atburðurinn nálgast þá fer maður meir að plana fríið og rakst ég á alveg ótrúlegt fyrirbæri á netinu um daginn... "The Incredible Flying Boat". Spurning um að leigja sér einn svona?


Þvílík snilld
Comments:
gangi þér vel í átakinu - ég hef trú á þér ;)

Kv. Helga Guðrún
 
takk takk, ekki veitir af smá stuðningi
 
Svor er hægt að vera á sjóskíði sem fallhlíf er tengd við og þá flýgur maður smá, sá það í sjónvarpinu í gær og datt þú í hug

Sigga Eyj.
 
Ertu að tala um Wake-Boarding. Já kannski maður komist í svoleiðis. Ég hef reyndar séð myndband þar sem einn iðkandi þeirrar greinar flaug ekki bara smá heldur togaðist langt langt upp í loft!
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?