Freitag, Juni 15, 2007
Fortune dagsins
Anybody with money to burn will easily find someone to tend the fire.
-- Höf. óþekktur
Það verður víst aldrei vandamál að eyða peningum.
Helstu tíðindi
Anybody with money to burn will easily find someone to tend the fire.
-- Höf. óþekktur
Það verður víst aldrei vandamál að eyða peningum.
Helstu tíðindi
Loksins er maður á leiðinni til Sviss eftir tæplega fjögurra ára fjarveru. Við munum nýta dagana til hins ítrasta og heimsækja Kristján, Gunna&Tótu, Daniel Künzler og aðra sem hafa reynst okkur vel. Í bónus hef ég haft samband við eitt svifdrekafélagið og stendur mér til boða að taka einn intensívan dag t.d. 24. júní ef vel viðrar og fljúga eins og fuglinn frjálsi í ölpunum.
Bara flott
Vonandi mun okkur gefast tími til að kíkja til Zermatt (sjá Mattehorn), Fara á Hiltl sem er besti grænmetisstaður í heimi, tónleika?, fara upp á Ütlibergið, labba niður Bahnhofstrasse og svo má lengi telja.
Aðrar fréttir
Við vorum að fá aðgang að skjánum og öllum þeim stöðvum sem honum fylgja. Það verður eflaust gaman að kíkja aftur á þýskumælandi stöðvarnar og sjá góðkunningja okkar þá Stefan Raab og ofurþáttinn Wetten Dass sem stendur fyrir sínu.
En í kvöld er stefnan tekin á Valbjarnarvöll þar sem Þróttur tekur á móti Njarðvíkinni. Sem sannir þróttaraforeldrar mætum við á svæðið og styðjum "okkar" lið.
Comments:
<< Home
þú á grænmetisstað?! öðruvísi mér áður brá, hihi.
það er örugglega geggjað að svífa í ölpunum, komdu bara heill heim.
knús, Helga Guðrún
það er örugglega geggjað að svífa í ölpunum, komdu bara heill heim.
knús, Helga Guðrún
Ef Grænn kostur er svarta pannan þá er Hiltl Perlan.
Að sjálfsögðu mun ég fara mjög varlega. Öryggið á oddinn og allt það, enda ástæðan fyrir því að ég hafði samband við alvöru skóla og verð með kennara mér til halds og trausts allan tímann.
Kommentar veröffentlichen
Að sjálfsögðu mun ég fara mjög varlega. Öryggið á oddinn og allt það, enda ástæðan fyrir því að ég hafði samband við alvöru skóla og verð með kennara mér til halds og trausts allan tímann.
<< Home