Donnerstag, Mai 24, 2007

 
Fortune dagsins
Er eitthvað skylt með japönsku og stærðfræði?
-- Greifinn


Helstu tíðindi
Á þriðjudaginn fóru börnin í munnlegt stærðfræðistúdentspróf og hafði ég Friðrik Diego mér til aðstoðar við að meta kunnáttu krakkanna. Nokkrir sýndu framúrskarandi kunnáttu, flestir sýndu allnokkra kunnáttu og síðan voru örfáir sem sýndu frekar takmarkaða kunnáttu eins og gengur og gerist. Besta komment dagsins var sennilega frá einum sem vildi ekki kannast neitt við efnið og sagði að þetta væri bara japanska í hans augum!

Hvað um það. Sem betur fer eru þetta allt saman góðir krakkar þótt stærðfræðiáhuginn hafi e.t.v. í einstaka tilfellum fengið að víkja fyrir öðrum greinum, skólatengdum eða ekki.


Nú er ég á leiðinni heim frá London eftir stutta sendiferð og líður hrikalega vel eftir sushimáltíðina sem ég borðaði í gær, ég rakst nefnilega á þenna fína sushistað "Miyabi" og át mig sælan og saddan.
Comments:
10 englar deyja við hvern nemanda sem þú fellur. Think about it..
 
Mér sýnist munnlega frammistaðan bjarga þeim nemanda sem er þér efst í huga.
 
Er Londonferð s.s. ástæðan fyrir því að við erum svona sein að fá stærðfræðieinkunnir inn á myschool... Gat verið hehe...
 
Myschool hvað? Allavega ekkert sem mér hefur verið bent sérstaklega á þótt mig gruni hvað hvers eðlis það kann að vera.

Ég virði hins vegar fullkomnlega þau deadline sem að mér eru gefin varðandi einkunnaskil.
 
sem eru í dag er það ekki? ;)
 
Ekki hægt svo snemma því prófdómarinn þarf að fara yfir auk þess sem einn á eftir að fara í munnlega og 2 í skriflega.
 
Verður þú ekki í munnlega sjúkraprófinu??
 
Verður þú ekki í munnlega sjúkraprófinu ???
Kv Lilja
 
Júpps að sjálfsögðu
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?