Samstag, April 07, 2007

 
Fortune dagsins
Carpe Diem

Helstu tíðindi
Föstudagurinn langi 2007 var bara ekkert langur því við notuðum tækifærið í góða veðrinu og skelltum okkur í Bláfjöll á skíði. Nota bene þetta var fyrsta skiptið sem Skjöldur Orri steig á skíði og því um merk tímamót að ræða.


Veðrið var geggjað og færið bara ágætt, að vísu svolítið hart og klakað í gilinu og öxlinni en það skipti ekki máli í barnabrekkunni þar sem drengurinn fékk leiðsögn varðandi hvernig skíða skal í plóg og hvernig nota skuli toglyftuna. Það var alveg hreint dásamlegt að horfa á snáðann renna einan upp í lyftunni og æða síðan niður brekkuna eins og kálfur sem er að fara utandyra í fyrsta skiptið. Ég þurfti að hafa mig allan við til að forða honum frá stórslysi.

Annars var Elma svo dugleg að renna sér með honum því ég stalst tvisvar í stólalyftunna og rifjaði upp gamla takta. Náði einni góðri ferð á carving skíðunum þar sem ég zikk-zakk-aði í stuttum beygjum niður öxlina... þetta var himneskt og er alveg ótrúlegt hvað þetta tók svakalega í lærin miðað við að ég er í fjári góðu formi þótt ég segi sjálfur frá.
Comments:
Um að gera að halda í skíðaáhugann hjá snáða.
Sigga
 
Já sérstaklega þar sem við förum vonandi í gott skíðafrí næsta vor.
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?