Freitag, März 23, 2007

 
Fortune dagsins
Sin lies only in hurting other people unnecessarily.
All other "sins" are invented nonsense. (Hurting yourself is not sinful -- just stupid).
-- Lazarus Long

Helstu tíðindi
Um daginn tókum við Skjöldur þátt í skákmóti Langholtsskóla sem styrkt var af taflfélagi Reykjavíkur. Ég hef nú aldrei verið neitt sérstaklega góður í þeirri íþrótt en lét samt til leiðast að skrá mig til leiks því Skjöldur var svo ákafur og fullur af áhuga. Í stuttu máli þá tapaði strákurinn 5 viðureignum af 6 og ég tapaði tveimur... síðara tapið var mjög naumt. Til gamans skal þess getið að Hrannar frændi rúllaði mótinu upp og lék sér að andstæðingunum eins og köttur að mús, hann gerðist meira að segja svo frakkur að pakka skólastjórnanum saman á örfáum mínútum.

Góðu fréttirnar eru að þetta varð heldur betur til þess að glæða áhugann hjá mér aftur og fann ég þessa snilldar þjálfunarsíðu á netinu: http://chess.emrald.net/. Fyrirkomulagið er þannig að maður byrjar með tiltekinn fjölda stiga og fær síðan taktíst vandamál til þess að glíma við. Takist manni að finna bestu fléttuna í stöðunni innan þess tímaramma sem gefinn er, þá fær maður fleiri stig en annars eru stig dregin frá. Verkefnin eru af svipaðri erfiðleikagráðu og stigin gefa til kynna sem þýðir að eftir nógu margar tilraunir er þessi tala orðin ansi marktæk. Sjálfur er ég búinn að glíma við allnokkrar þrautir og má sjá árangurinn á meðfylgjandi mynd:



Eins og greinilega sést er ég á fljúgandi uppsiglingu... a.m.k. eins og stendur.

Freitag, März 09, 2007

 
Fortune dagsins
The real problem with fucking a sheep is that you have to walk around in front every time you want to kiss her.
-- Höf. óþekktur

Ég var kannski búinn að nota þennan áður en biðst þá bara afsökunar


Helstu tíðindi
Mig langar alveg hrikalega til að matreiða sushi á eftir en því miður ku vera mikill túnfisksskortur í landinu. Enn er smá von svo það er bara að bíða átekta og vona hið besta.

Spurning sem brennur á vörum allra: Hvað er feministi?
a) Það er kona með fyrirtíðarspennu.
b) Það er kona/karl sem vilja fullkomið jafnrétti á öllum hugsanlegum sviðum (kommúnistar?)
c) Það er andstæðan við karlrembu.
d) Annað... hvað þá?

Hugmyndir óskast.

Mittwoch, März 07, 2007

 
Fortune dagsins
Did you hear that Captain Crunch, Sugar Bear, Tony the Tiger, and Snap, Crackle and Pop were all murdered recently...
Police suspect the work of a cereal killer!

Ekkert smá fyndinn þessi


Helstu tíðindi
Stórt skref var stigið í píanónámi Skjaldar Orra á þriðjudaginn en þá spilaði hann í fyrsta skiptið heilt lag sem hefur undirleik með vinstri hendi og laglínu með þeirri hægri svo til hnökralaust. Við vorum ekkert smá stolt af snáðanum og ekki skemmdi fyrir að samdægurs barst okkur tölvupóstur frá kennaranum í Langholtsskóla þess efnis að Skjöldur hefði staðið sig prýðilega í lestrarprófi.

Donnerstag, März 01, 2007

 
Fortune dagsins
Some people seem to think that "damn" is God's last name.
-- Höf. óþekktur

Helstu tíðindi
Hvað er þetta eiginlega með Silvíu Nótt? Ég horfði á, eða réttara sagt gerði heiðarlega tilraun til þess að horfa á, fyrsta þáttinn af "The Silvia Night Show" og satt að segja fannst mér byrjunin skemmtileg þar sem formið var hálfgerður annáll á viðburðum fyrra árs. En síðan lenti þátturinn því miður í frjálsu falli þegar allt leystist upp í tóma vitleysu og ekki sýnist mér að næstu þættir verði eitthvað skárri miðað við það sem sýnt var úr.

Mín persónulega og prívat skoðun á þessu máli öllu saman, og þá á ég líka við plötuútgáfuna, er að Silvía gæskan er "has been" og eigi sér ekki viðreisnar von. Tíminn mun dæma um hvort ég sé spámaður í mínu heimalandi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?