Donnerstag, Februar 01, 2007
Fortune dagsins
George Bernard Shaw once sent two tickets to the opening night of one of his plays to Winston Churchill with the following note:
"Bring a friend, if you have one."
Churchill wrote back, returning the two tickets and excused himself as he had a previous engagement. He also attached the following:
"Please send me two tickets for the next night, if there is one."
Helstu tíðindi
Ég hef ekki haft neina lyst á að blogga síðustu daga því ég er alveg búinn á því. Ég ætla samt að gera heiðarlega tilraun til þess að segja frá helginni.
Á laugardaginn var nefnilega hið árlega knattspyrnumót fjármálafyrirtækja haldið á Akureyri og tók ég fyrsta flug um morguninn tilbúinn í slaginn. Fyrst var það leikur við Straum síðan Frjálsa og loks við Lansann og Glitni. Síðustu tvö liðin tóku okkur gjörsamlega í bakaríið enda ekki skrýtið þar sem þau höfðu núverandi og/eða fyrrverandi úrvalsdeildarmenn í liðinu. Það kom heldur ekkert sérstaklega á óvart að það voru einmitt þessi lið sem áttu eftir að leika til úrslita.
Meðal annarra frétta er að Skjöldur Orri er orðinn mjög áhugasamur í píanónáminu og mun spila Sí-Sí-Sú á tónleikum næstkomandi sunnudag. Gott hjá drengnum.