Freitag, Februar 23, 2007

 
Fortune dagsins
I want to marry a girl just like the girl that married dear old dad.
-- Freud

Þýðir þetta að hann hafi verið með Ödipusarduld?


Helstu tíðindi
Það er alveg frábært hvað tekið hefur að birta á daginn. Ég lifna allur við og er farinn að dagdreyma um komandi afrek í háloftunum, sumarfrí og grillsession í faðmi fjölskyldunnar. Eina eftirsjáin er að hafa ekki komist á skíði þennan veturinn en við bætum vonandi úr því eftir rúmt ár þegar stefnan verður tekin á alvöru skíðasvæði.

Freitag, Februar 09, 2007

 
Fortune dagsins
Prizes are for children.
-- Charles Ives, upon being given, but refusing, the Pulitzer prize

Helstu tíðindi
Nú er ég búinn að útbúa Sushi þrisvar sinnum frá því að ég fór á námskeiðið og er bara orðinn nokkuð lunkinn. Þarf þó að öllum líkindum að æfa mig í nokkur ár í viðbót eigi ég að teljast sæmilegur sushi kokkur. Fyrir þá sem vilja kynna sér betur Sushi-hefðina er ég með link á þetta fína fræðsluefni: Sushi: Japanese Tradition.

Skjöldur er að sækja í sig veðrið í fótboltanum því hann skoraði 3 mörk á æfingunni í gær sem er þremur meir en ég gerði þangað til ég var... segjum 11 ára. Jújú, frændi fékk allan talentinn í familíunni.

Donnerstag, Februar 08, 2007

 
Fortune dagsins
Crucifixes are sexy because there's a naked man on them.
-- Madonna

Hún kann að orða hlutina... eða hittog.

Helstu tíðindi
Eyjólfur "litli" frændi er líklegast á leiðinni til Gautaborgar að spila tuðrubolta.


Nafni í ham

Hver veit nema við feðgarnir eigum eftir að kíkja á hann næsta sumar og skella okkur í leiðinni í Liseberg sem er besta tívolí Svíþjóðar. Eins og Zürich þá hefur Gautaborg mjög gott sporvagnakerfi sem er annars ekki týpiskt fyrir Svíþjóð.

MR krókurinn
Búinn að fara í markgildi, samfelldni, diffrun og tegrun. Reyndi að tengja þetta efni saman eftir bestu getu og gekkbara ágætlega að eigin mati. Nú erum við komin að talningarfræðinni og er ég ekki viss um hvernig mér hefur tekist til. Efnið er þess eðlis að hvert dæmi reynir á nýja aðferðarfræði og ólíkt öðru efni er erfitt að benda á einhverjar töfraformúlur. Vona það besta.

Donnerstag, Februar 01, 2007

 

Fortune dagsins
George Bernard Shaw once sent two tickets to the opening night of one of his plays to Winston Churchill with the following note:
"Bring a friend, if you have one."

Churchill wrote back, returning the two tickets and excused himself as he had a previous engagement. He also attached the following:
"Please send me two tickets for the next night, if there is one."

Maðurinn var bara snillingur.


Helstu tíðindi
Ég hef ekki haft neina lyst á að blogga síðustu daga því ég er alveg búinn á því. Ég ætla samt að gera heiðarlega tilraun til þess að segja frá helginni.

Á laugardaginn var nefnilega hið árlega knattspyrnumót fjármálafyrirtækja haldið á Akureyri og tók ég fyrsta flug um morguninn tilbúinn í slaginn. Fyrst var það leikur við Straum síðan Frjálsa og loks við Lansann og Glitni. Síðustu tvö liðin tóku okkur gjörsamlega í bakaríið enda ekki skrýtið þar sem þau höfðu núverandi og/eða fyrrverandi úrvalsdeildarmenn í liðinu. Það kom heldur ekkert sérstaklega á óvart að það voru einmitt þessi lið sem áttu eftir að leika til úrslita.

Meðal annarra frétta er að Skjöldur Orri er orðinn mjög áhugasamur í píanónáminu og mun spila Sí-Sí-Sú á tónleikum næstkomandi sunnudag. Gott hjá drengnum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?