Donnerstag, Dezember 28, 2006
Fortune dagsins
The reverse side also has a reverse side.
-- Japanese proverb
Ég er ekki alveg að ná þessum en það kemur vonandi.
Helstu tíðindi
Þann 12. - 14. des var ég á fundum í Sverige sem er ekki í frásögu færandi nema vegna þess að síðasta fundi ársins hefur fylgt ferð á jólahlaðborð sem er alltaf skemmtileg tilbreyting. Maður fær tækifæri að mingla betur við samstarfsaðilana og kynnast þeim betur sem persónum. Hlaðborðið þetta skiptið var óvenjulega gott; byrjað á að taka ferju út í eyju rétt fyrir utan Stockholm þar sem okkar beið þetta glæsilega jólahlaðborð sem var fallegt á að sjá og bragðaðist alveg prýðilega. Um miðbikið birtist svo lúsíukór sem söng hvert jólalagið á fætur öðru, það fór um mig léttur fiðringur því ég kannaðist við nokkur lögin frá því í æsku.
Laugardaginn 16. des fórum við feðgarnir á fótboltamót í Egilshöll. Sköldur lék síður en svo á als oddi í fyrsta leiknum sínum því hann stóð bara kyrr á vellinum eins og frostpinni og fór að háskæla þegar þjálfarinn tók hann útaf. Ég gerði mitt besta til að hugga drenginn en langaði satt að segja mest til að grafa hausinn ofan í sandinn, "hvað er í gangi!" hugsaði ég. Hvað um það, við horfðum saman á næsta leik og eftir dágóða stund sagði mökkurkálfinn að hann langaði til að spila aftur, "ok farðu þá til þjálfarans og segðu honum það".
Það var eins og fótboltaandinn hefði komið yfir drenginn því hann hljóp fram og tilbaka, varðist eins og ljón í vörninni og geystist fram völlinn tilbúinn að grípa tækifærið. Og viti menn, kappinn átti góða spretti, gaf nokkrum sinnum ágætar sendingar á samherja sína og uppskar að lokum laun erfiðiðsins þegar hann tók viðstöðulaust á móti hornspyrnu og þrumaði knettinum í netið. Þetta var minn strákur! og ég náði ekki af mér brosinu fyrr en seint um kvöldið.
The reverse side also has a reverse side.
-- Japanese proverb
Ég er ekki alveg að ná þessum en það kemur vonandi.
Helstu tíðindi
Þann 12. - 14. des var ég á fundum í Sverige sem er ekki í frásögu færandi nema vegna þess að síðasta fundi ársins hefur fylgt ferð á jólahlaðborð sem er alltaf skemmtileg tilbreyting. Maður fær tækifæri að mingla betur við samstarfsaðilana og kynnast þeim betur sem persónum. Hlaðborðið þetta skiptið var óvenjulega gott; byrjað á að taka ferju út í eyju rétt fyrir utan Stockholm þar sem okkar beið þetta glæsilega jólahlaðborð sem var fallegt á að sjá og bragðaðist alveg prýðilega. Um miðbikið birtist svo lúsíukór sem söng hvert jólalagið á fætur öðru, það fór um mig léttur fiðringur því ég kannaðist við nokkur lögin frá því í æsku.
Laugardaginn 16. des fórum við feðgarnir á fótboltamót í Egilshöll. Sköldur lék síður en svo á als oddi í fyrsta leiknum sínum því hann stóð bara kyrr á vellinum eins og frostpinni og fór að háskæla þegar þjálfarinn tók hann útaf. Ég gerði mitt besta til að hugga drenginn en langaði satt að segja mest til að grafa hausinn ofan í sandinn, "hvað er í gangi!" hugsaði ég. Hvað um það, við horfðum saman á næsta leik og eftir dágóða stund sagði mökkurkálfinn að hann langaði til að spila aftur, "ok farðu þá til þjálfarans og segðu honum það".
Það var eins og fótboltaandinn hefði komið yfir drenginn því hann hljóp fram og tilbaka, varðist eins og ljón í vörninni og geystist fram völlinn tilbúinn að grípa tækifærið. Og viti menn, kappinn átti góða spretti, gaf nokkrum sinnum ágætar sendingar á samherja sína og uppskar að lokum laun erfiðiðsins þegar hann tók viðstöðulaust á móti hornspyrnu og þrumaði knettinum í netið. Þetta var minn strákur! og ég náði ekki af mér brosinu fyrr en seint um kvöldið.
Comments:
<< Home
hvenær á svo að henda inn pistli?? og hvenær ætlarðu á Children of men - þú mátt endilega vera í bandi ef þú ferð, mig langar þvílíkt að sjá hana:)
kv. Helga Guðrún
Kommentar veröffentlichen
kv. Helga Guðrún
<< Home